Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 26

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 26
26 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1994 Fyrir þremur árum var stœrsta orgel landsins tekiÖ í notkun í Hallgrímskirkju, kirkj- unni sem byggð var í minningu Halígríms Péturssonar, yrests og sálmaskálds. Við orgelið situr öðrum mönnum fremur Hörður Askels- son, organisti Hall- grímskirkju, og stjórn- andi Mótettukórsins. Hörður er af Mýrarœtt í Bárðardal, fæddist með tónlistina í blóðinu, son- urAskeís Jónssonar, kórstjóra og tónskálds á Akureyri, og Sigur- bjargar Hlöðversdóttur. verk, þess vegna að ferðast um heiminn og spila það fyrir fólk. í þá daga tengdi ég ekki orgeltónlist og kirkjuna saman. Eg sá aðeins orgelið og þá auðvitað hið glæsi- lega orgel í Akureyrarkirkju, sem maður hafði vitaskuld heyrt að væri alveg einstakt. Eftir þessa hugljómun var eng- in spuming að ég myndi leggja tónlistina fyrir mig og ég lifði og hrærðist í þessum heimi. Þegar ég var einn heima notaði ég tækifær- ið, setti Beethoven-sinfóníurnar á fóninn, skrúfaði tækin í botn, stóð úti á miðju stofugólfi og stjórnaði ímyndaðri sinfóníuhljómsveit með miklum tilþrifum. Af þessu vissi ekki nokkur maður og fyrir mér var þetta helgur dómur sem eng- inn annar mætti vita af. Ég kunni orðið þessar sinfóníur aftur á bak og áfram og þegar ég hlusta á þær í dag kemur alltaf upp í hugann þessi mynd af mér þar sem ég stóð fyrir framan hljómflutningstækin og stjómaði af óskaplegri innlifun! Leikíist og menntaskóíanám Ég hafði alltaf átt fremur auðvelt þegar kom að prófum. í söguprófi dró ég efni sem ég hafði aldrei lit- ið á og útkoman varð eftir því. I þýsku fékk ég sömuleiðis háðug- lega útreið, ég var tekinn upp í ní- tjánda eða tuttugasta kafla bókar- innar, en hafði einungis náð að klóra mig fram úr fimm eða sex fyrstu köflunum. Ólafur Rafn Jónsson, þýskukennari, reyndi að toga eitthvað upp úr mér og Frið- rik Þorvaldsson, prófdómari, fylgdist með. Ég vissi auðvitað ekki nokkum skapaðan hlut um hvað mennimir voru að spyrja! A síðari árum, eftir að hafa búið úti í Þýskalandi og náð mjög góðu valdi á þýsku, hefur þessi uppá- koma oft komið upp í hugann. Þessi afburða slaka einkunn í þýsku á stúdentsprófi varð mér sem sagt ekki fjötur um fót. Leiðbeiningar Róberts Abrahams Ég Iauk stúdentsprófi vorið 1973 og mér var alveg Ijóst hvað ég vildi, ég skyldi mennta mig frekar á tónlistarsviðinu. Að ráði pabba og Róberts Abrahams Ottóssonar, þáverandi söngmálastjóra, fór ég stýrt öllu sem ég hef gert til dags- ins í dag. Hann gerði mig strax að orgelleikara við guðfræðideild Háskóla Islands, en á því sviði hafði ég litla reynslu, hafði ein- ungis spilað við eina unglinga- messu í Akureyrarkirkju og einu sinni í Lögmannshlíðarkirkju. Seinna varð ég hans eftirmaður sem kennari við guðfræðideildina. Erfiðir sunnudagar Ég hafði ekki verið nema nokkra daga í Reykjavík eftir inntöku- prófið þegar Ólafur Skúlason, þá- verandi sóknarprestur í Bústaða- sókn og núverandi biskup, hringdi í mig og bauð mér organistastarf. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt að hann væri ekki í lagi. Skýringin á þessu var sú að Ró- bert Abraham, með svona gjör- samlega óbilandi trú á þessum dreng frá Akureyri, hafði sagt við Ólaf; „grípið hann“. Ég sagði Ól- afi að ég væri nú kominn til Reykjavíkur til að læra tónlist, en aðal ástæðan fyrir því að ég gat ekki hugsað mér að taka að mér organistastöðu, var sú að mér leist ekkert á að vakna á hverjum Rós Ingólfsdóttur, sellóleikara, og bam á leiðinni. Til Þýskalands Við Inga Rós fórum síðan saman til framhaldsnáms til Diisseldorf í Þýskalandi eftir að ég hafði lokið kennaradeildar- og burtfararprófi í orgelleik og Inga Rós einleikara- prófi í sellóleik. Þarna vorum við næstu sex árin. Tilviljun réð því að við fórum til Dússeldorf en ekki eitthvað annað. Við höfðum látið okkur detta í hug að fara til Kölnar eða Berlínar, en okkur var ráðlagt vegna sellósins og kirkju- tónlistarinnar, að fara frekar til Dússeldorf og við sjáum ekki eftir því. Ég lagði stund á kirkjutónlist- arnám og það reyndist mjög vítt og gefandi nám. Áherslan var auðvitað á orgelið en auk þess fór ég að hluta í gegnum sömu skólun og hljómsveitarstjórar og nánast sömu „teoríu“ og tónskáldin.“ Árið 1982 komu Hörður og fjölskylda aftur heim til fslands og þá lá leiðin strax í Hallgríms- kirkju, þar sem hann starfar enn. „Forráðamenn Hallgrímskirkju „Ég byrjaði snemma að læra á píanó og hafði gaman af því, en ég var enginn fyrirmyndar nem- andi. Það gefur augaleið að tón- listaráhuginn helgaðist af því um- hverfi sem ég ólst upp í. Heimilis- faðirinn hafði sitt lifibrauð af tón- list, kennslu og söng og eldri bróðir minn, Jón Hlöðver, var einnig mikið í tónlist. Tónlistamám mitt í æsku var eins og gengur og gerist hjá böm- um, æfingamar vom stopular. Á unglingsámnum missti ég áhug- ann á píanónáminu, hann beindist inn á aðrar brautir. En ég hafði alltaf yndi af því að leika af fingr- um fram, spila eftir eyranu, og það hefur komið mér afskaplega vel síðar. Þessi eiginleiki varð til þess að ég varð sjálfskipaður hirð- spilari í Menntaskólanum á Akur- eyri á þeim árum og spilaði undir söng á sal. Eftir á að hyggja býst ég við að það sem hélt mig á þessum árum m.a. við efnið var að ég hafði svo óskaplega gaman af því að spila fjórhent á píanóið með pabba og þannig öðlaðist ég nokkra fæmi í nótnalestri. Áhugi á rokkinu var vitaskuld til staðar á menntaskólaámnum og við strákamir vorum svolítið að burðast við að spila það. Þetta var framúrstefnutónlist, frumsamin í stíl Frank Zappa. I þessari tónlist fólst ákveðin pólitík, hún var upp- reisn gegn ríkjandi gildum. Við vomm ekki beint af þeirri kynslóð sem oftast gengur undir nafninu ’68 kynslóðin, það má segja að við höfum komið í kjölfar hennar, við lentum á ákveðnum skilum. Eldri bræður mínir voru af þeirri kynslóð sem notaði brilliantín. Ég náði svo langt að kaupa brillian- tíntúbu, en setti það aðeins einu sinni í hárið og túban lá síðan ósnert. Síða hárið tók völdin og því fylgdi uppreisn gegn gildandi mati á öllum sköpuðum hlutum. Orgelhugljóntun Mitt í öllu þessu umróti komst ég að raun um að ef ég ætlaði að ná langt í tónlistinni, yrði ég að ná fæmi á hljóðfæri, píanóleikurinn skipti máli. Einn góðan veðurdag varð ég gjörsamlega heillaður af hljómheimi orgelsins og sextán ára gamall fór ég að sækja orgel- tíma hjá Gígju Kjartansdóttur. Orgelið varð allt í einu númer eitt, tvö og þrjú í mínu lífi. Þetta var eins og frelsun, það komst ekkert annað að. Ég vildi hætta mennta- skólanámi því ég taldi það ekki skipta lengur neinu máli, öllu öðra mikilvægara væri „Toccata og fúga í d-moll“ eftir Bach og tak- mark mitt var að geta spilað þetta með að læra en þegar komið var í fimmta bekk í Menntaskólanum hafði ég ekki nokkum áhuga á lærdómi. Auk orgelnámsins fór drjúgur tími í að semja og flytja tónlist við leikrit Erlings E. Halldórssonar, sem Leikfélag Menntaskólans setti upp og nefndist Minkamir. Leiklistin naut svo mikillar vel- vildar í skólanum að í hennar nafni gátum við félagamir fengið eins mikið frí og við vildum. Þetta notuðum við okkur miskunnar- laust og vikum saman vorum við fjórmenningamir; Erlingur Ing- varsson, Sveinn Klausen, Kristinn R. Ólafsson og ég, niður í Sam- komuhúsi á morgnana og sömdum tónlist. Mikið var lagt í þessa sýningu, enda ftumsýning á Islandi. Verkið þótti pólitískt og ég minnist þess að Soffía Guðmundsdóttir skrifaði lofsamlega um það í Birting, ég hygg að öðrum gagnrýnendum á Ákureyri hafi nú ekki þótt mikið til koma. Eftir þennan vetur vildi ég hætta í Menntaskólanum og tilkynnti foreldrum mínum að ég hefði ekkert með þetta stúdents- próf að gera og sæi enga ástæðu til að eyða tímanum í það. Málin vom rædd og foreldrar mínir fengu mig til þess að halda þetta út. Ég setti þá sem skilyrði að ég yrði utanskóla. Tryggvi Gíslason, sem þá var nýbyrjaður sem skóla- meistari, féllst af einhverjum ástæðum á þessa ósk mína. Ég sótti því ekki skóla þennan síðasta vetur í MA og hafði ekki lesið nema hluta af námsbókunum þá um haustið í inntökupróf í Tón- listarskólann í Reykjavík, og það próf gilti jafnframt sem inntöku- próf í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ég fór gjörsamlega óundirbúinn í þetta inntökupróf, gróf upp eitt- hvað lítið píanóstykki eftir Liszt og spilaði, fór í tónheymarpróf og var látinn syngja úr „Fjárlögun- um“, sem ég hafði ekkert undirbú- ið. Þetta þurfti maður að gera fyrir framan fjölda fólks og sem betur fer þekkti ég ekki nokkum mann. Síðar komst ég að því að þama var samankomin öll tónlistarelítan í höfuðborginni. Vegna þess að ég þekkti ekkert til þessa fólks sull- aðist ég stóráfallalaust og án nokkurrar hræðslu í gegnum þetta próf. Og einhvem veginn fékk Róbert Abraham svona ofboðs- lega trú á mér og eftir prófið, sem mér fannst nú heldur lítilfjörlegt, kom hann til mín, með pípuna í munninum, tók utan um mig og á hálftíma eða svo lagði hann í raun mína lífsbók. Eins uppreisnargjam og ég var og lítið fyrir það að taka ráðleggingum annarra, fannst mér allt það sem Róbert Abraham ráð- lagði mér satt og rétt. Ég hafði aldrei hitt þennan mann áður, en fyrir mér var enginn vafi á því að það sem hann sagði mér var allt saman satt og rétt. Róbert Abra- ham ráðlagði mér að til að byrja með skyldi ég taka tónmennta- kennarapróf, sem tæki tvö ár, og síðan skyldi ég fara til framhalds- náms í kirkjutónlist. Undir hand- leiðslu Róberts Abrahams var ég í sex mánuði áður en hann dó. Óaf- vitandi varð þessi merki maður al- gjörlega leiðbeinandi um alla mína framtíð, hann hefur í raun HörðurÁs- kelsson, org- anisti og kór- stjóri, í viÓtali um m.a. uyy- reisnarárin, tónlistina og kirkjustatfiÖ sunnudagsmorgni! Nokkmm vikum síðar var haft samband við mig frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði og ég beðinn að vinna þar. í þetta skiptið var ég ekki eins neikvæður og þegar Ólafur Skúla- son bauð mér vinnu, enda hafði ég kynnst þessu svolítið í guðfræði- deildinni, auk þess sem ég sá í þessu svolítinn pening. Það hafði líka sitt að segja að í Fríkirkjunni voru aðeins messur annan hvom sunnudag og ég hugsaði meö mér að hinn sunnudaginn gæti ég sofið út. Ég sló því til og í Fríkirkjunni fékk ég mína fyrstu reynslu af kórstjóm. Þessi vinna við Fríkirkjuna varð þess valdandi að ég komst eftir þetta aldrei norður í frí um hátíðar auk þess sem ég var kom- inn með konu mér við hlið, Ingu höfðu „nælt“ í mig töluvert löngu áður en ég lauk námi. Reyndar höfðu aðrar kirkjur reynt með alls- kyns gylliboðum að fá mig til starfa, t.d. Háteigskirkja og Dóm- kirkjan, en í Hallgrímskirkju eygði ég ýmsar framtíðarvonir. Starfsaðstæður voru að vísu afar slæmar þegar ég hóf störf, nokkm verri en ég bjóst við. Mér hafði verið tjáð að úr þessu rættist fljót- lega, það tæki ekki nema þrjú til fjögur ár að fullbyggja kirkjuna. Það var auðvitað fullkomlega óraunhæft markmið, en sem betur fer var ég nógu grænn til þess að trúa því að þetta myndi ganga eft- ir. En þótt uppbyggingin hafi tek- ið lengri tíma en gert var ráð fyrir, var það vel þess virði að bíða þol- inmóður og kollegar mínir í út- löndum líta til þessarar aðstöðu með mikilli öfund og aðdáun." Afstöðubreyting Eins og áður segir var Hörður uppreisnargjam á sínum yngri ár- um, eins og títt var um unga menn á áttunda áratugnum. I þá daga var kirkjan og allt það sem henni tengdist ekki ýkja ofarlega í huga hans. En þetta hefur breyst eftir hann varð starfsmaður kirkjunnar. „Já, vitaskuld hefur viðhorf mitt til kirkjunnar breyst mikið með ár- unum. Á menntaskólaámnum vildi maður ekki hafa neitt með kirkjuna að gera, enda var hún hluti af gildum sem ég sem yngri maður vildi brjótast gegn. Kirkjan var talandi dæmi um viðhorf sem ég var á móti. En hinu má ekki gleyma að pabbi starfaði við kirkju og það var sjálfsagt mál að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.