Dagur - 19.12.1995, Side 40

Dagur - 19.12.1995, Side 40
40 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Hafralaekjarskóli. „Þetta er gmnnskóli með 100 nemendum í sjö bekkjar- deildum. Það er samkennsla par sem nemendurnir eru ekki fleiri, en árgangarnir eru tíu. Nemendurnir koma úr hluta Ljósavatnshrep>p>s, afTjörnesi, úr Reykjahrep>p>i , og Aðaldal," segir Sigmar Óiafsson, skólastjóri Hafra- lækjarskóla. Þar stóð yfir œfing fyrir árshátíð er Dagur leit við og hvorki fieiri né fœrri en allir nemendur skóí- ans léku hlutverk í söngleikj- unum, sem verið var að setja á svið. „Mér hlýtur að líka vel, nema ég sé svo latur að ég nenni ekki að fara," sagði Sigmar skólastjóri, sem starfað hefur lengi við skólann. „Það ergott að vera íHafralœkjarskóla en ég á að sjálfsögðu far mínar erf- iðu stundir; eins og annað fólk á ílífinu annars staðar. Það er samt miklu fleiri stundir sem eru ánœgjulegar og skemmtilegar." segir Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hehningur nemenda við tónlistarnám - Er fjölmennt kennaralið við skólann? „Við erum með tíu stöðugildi og hér kenna 13 manns fyrir utan tónlistarskólann, sem er með tæp tvö stöðugildi. Rétt um helmingur nemenda grunnskólans er í tónlist- arskólanum, en þar eru einnig nokkrir fullorðnir nemendur.“ - Þið hafið sett upp nokkur stór verkefni, söngleiki með nemend- um? „Já, sérstaklega eftir að Robert og Juliet Faulkner komu að skól- anum. Við vorum reyndar búin að setja upp tvo dálitla söngleiki áð- ur, með Guðmundi Norðdal." - Er það þinn áhugi sem þama ræður því að ráðist er í svo viða- miklar sýningar? „Eg vona að það sé að einhverju leyti, þó það sé fyrst og fremst Robert sem er kraftaverka- kallinn héma. Óbilandi áhugi hans og dugnaður gerir þetta kleift. Hann er einnig duglegur við að finna viðfangsefni sem henta okk- ur hverju sinni. Við frumflytjum tvo söngleiki á árshátíðinni og það er ekki í fyrsta skipti sem við frumflytjum slík verk á Islandi. Við vomm Yngstu borntn ■ hlutverkum sinum sem dýrin i aldingarðinum Eden. Sigmar Ólafsson, skólastjóri. fyrst til að setja upp Jósep 1987. Einnig hafa söngleikir verið sér- samdir fyrir okkur af eldri nem- endum skólans. Flest ár erum við eitthvað að brasa, en í fyrra féll slíkt niður af ýmsum ástæðum, t.d. veðurfari og kennaraverk- falli.“ - Hvað finnst þér það gefa krökkunum að vinna að þessu? „Mér finnst það gefa krökkun- um gríðarlega mikið. Ég held reyndar að tónlist yfir höfuð sé mjög þroskandi sem viðfangsefni. Tónlistin væri heldur ekki svo ríkjandi þáttur í skólastarfinu sem raun ber vitni ef ég liefði ekki slíka trú á henni. Ég er ekki að segja að ekki væri hægt að gera góða hluti án tónlistar, en hún set- ur sterkan svip á uppsetningamar og gefur okkur gott tækifæri til að leyfa öllum að vera með og taka þátt í uppsetningu á söngleikjum. Það er mikilvægt að mínu mati.“ Börn gamaíía nemenda - Hvert fara nemendur Hafralækj- arskóla til framhaldsnáms og starfa? „Þau fara flest eða öll í fram- haldsnám. Þau skiptast mest milli þriggja staða: Laugaskóla, Fram- haldsskólans á Húsavík og skól- anna á Akureyri, MA og VMA. Þau sem hafa verið duglegust við tónlistarnámið fara flest til Akur- eyrar til að geta haldið áfram framhaldsnámi í tónlist og hafa staðið sig mjög vel þar. Að mínu viti hafa þau komið vel undirbúin héðan. Sérhæfing hefur orðið í Lauga- skóla og Éramhaldsskólanum á Húsavík, og það verður til þess að krakkamir dreifast meira milli skóla. Flestir nemendur héðan standa sig ágætlega í framhalds- skólunum og þó nokkuð margir eru komnir upp í háskóla. Því miður koma of fáir þeirra aflur á heimaslóð, hvort það er vegna þess að við menntum þau í burtu eða vegna þess að tækifærin em meiri og betri annars staðar. Það er þróunin víðar en hér, að við í sveitunum eigum undir högg að sækja. Samt er Hafralækjarskóli farinn að taka við stórum liópi af annarri kynslóð, það er að segja bömum gamalla nemenda. Hér eru þó nokkur böm sem eiga foreldra sem voru hér í skóla í minni tíð, og það finnst mér afskaplega gam- an. Mér finnst einna skemmtileg-. ast þegar gamlir nemendur heim- sækja okkur, og ekki síst eftir að þeir eru orðnir foreldrar. Gamlir nemendur koma nefni- lega oft í heimsókn, og við ýmis- konar tækifæri. Það er gaman að sjá þá sem flesta." IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.