Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 11 B Xordicnska f\/. I liuiiíxikjöli() er ró/iKn) J\ nr l><c()i olí'ífo/l broLXÖ - (’ikIo iiiuiif) suiukra’iu/ iiorö/rnskri /ic/i) scm hcfur ircnirid í aij kynskk) cf/ir kyus/óf) íir iiýju órra/s norö/ciiskii /ainbakjóli. mm Xord/cnsku Á / I hun^ikjöliö - Iiúlíöurmulur scm /nv!>i cr uö Ircyslu. Með gceðastimpril frá Bretlandi Börn geta leikið sér að hverju sem er og þeir sem leggja út í að smíða leikföng fyrir böm þurfa að gæta þess að uppfylla kröfur sem settar eru fyrir slfkri framleiðslu. George segist skyldugur að framleiða undir evrópskum stöðlum um ör- yggi leikfanga og nota málningu sem sömuleiðis hafi stimpil fyrir fanga, sem minna leggi upp úr þroskahlutverki leikfanganna. „Eg fékk til dæmis um daginn grein úr hollensku blaði þar sem sagt var frá foreldrum sem fóm til 'élagsráðgjafa og leituðu ráða hjá .jonum vegna bams þeirra sem átti allt í nútíma leikföngum en undi sér engan veginn. Þegar félagsráð- gjafinn hafði hlustað á söguna sagði hann ungu hjónunum að gefa baminu eitthvað einfalt eins og til dæmis klósettrúllu. „Já,“ sögðu hjónin þá, „en hvar fáum við svona klósettrúllu. Framleiðir Fisher Price svoleiðis!" Þetta sýn- ir hvemig sumir eru farnir að hugsa, úrvalið af leikföngum er gífurlegt og bömin verða að eiga allt en það er ekkert hugsað um hvað leikföngin eiga að þroska hjá bömunum. Sjálfum þóttu mér tré- leikföng alltaf skemmtileg vegna þessa rýmis sem þau skilja eftir fyrir hugmyndaflug bamanna og það er sá grunnur sem ég byggi á í því sem ég er að gera í dag.“ Fóík tilbúið að borga meira fyrir handunna vöru Þegar rætt er um framtíðina segir George ætlun sína að þróa Gulla- smiðjuna Stubb áfram sem lítið handverksfyrirtæki sem framleiði leikföng sem séu eilítið dýrari en margt annað á leikfangamarkaðn- um. Hann segir fólk fyllilega til- búið til að greiða meira fyrir sterk og góð leikföng, sem hafi að baki sér vel útfærða hugmynd. „Mörg- um finnst þetta jafnvel ódýrt og ég fínn að fólk hefur gaman af því að fá handunna vöm enda hefur hún annan bakgrunn en fjöldafram- leidda varan. Þessi leikföng mín væri auðvitað hægt að setja í fjöldaframleiðslu og framleiða þau á ódýrari máta en þegar frá íiði held ég að fólk tæki eftir mun- inum. Lengi vel óttaðist ég að ein- hverjir aðrir fæm líka út í þetta en ég er ekki eins hræddur um það í dag. Þetta er ekki rekstur sem menn fara út í til að græða á held- ur er þetta dæmi um lítið hand- verksfyrirtæki sem getur gengið ef vel er á spilum haldið og fyrir mig er mikilvægast að líta á þetta sem gott handverk. Ég vil geta einbeitt mér að því að skila góðum leik- föngum til bamanna sem eiga að nota þau og á vissan hátt má segja að ég sé dálítið rómantískur í mér vegna þess að ég sé alltaf fyrir mér gömlu góðu leikfangasmið- ina, sem börnunum fannst ævin- týraljómi í kringum. Ég hef alltaf litið upp til þessara manna.“ að vera 100% lífræn og skaðlaus. Hann útilokar ekki að í framtíð- inni flytji hann út leikföng enda hefur hann sent prufur heim til Hollands og fengið góð viðbrögð, auk þess sem dómnefnd í Bret- landi tók hann á dögunum inn í gildi breskra leikfangasmiða sem er nokkurs konar lávarðadeild þeirra sem smíða bamaleikföng. Þetta segir hann mikla og góða viðurkenningu á því sem hann er að gera og ánægjulegt fyrir alla þá sem hjálpuðu honum að láta drauminn rætast. Því fólki beri að þakka. „Skýringin á því að þessu er svona vel tekið hér er sennilega sú að þetta er nýtt, fólk er að leita aftur í einfaldleikann í leikföngum og það vill líka kaupa leikföng út frá umhverfissjónarmiðum. Mín skylda er svo að mæta þessum áhuga með því að framleiða heið- arleg leikföng, sterk og vel hönn- uð. Þannig fær fólk þá tilfinningu sem á að vera til staðar að góð leikföng eru gull barnanna," segir Georg Hollanders. JÓH j^Stajibbiir Merki Gullasiniðjunnar Stubbs á sér dálitla sögu því teikninguna í merkinu gerði George þegar hann var fjögurra ára gamall. Og undir myndina skrifaði hann: „Þetta er ég án rass.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.