Dagur - 19.12.1995, Qupperneq 39

Dagur - 19.12.1995, Qupperneq 39
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 39 B eina og hálfa alin, hinn mjórri um 10 þumlunga. 5 tröppur eru upp í prédikunarstólinn, stendur hann framan við hom kórstúkunnar til hægri handar þegar inn er gengið, snýr hann móti dyrum svo prestur horfir fram yfir söfnuðinn. Rétt hjá prédikunarstólnum framan við stúkuþilið, stendur ofn, og annar undir hinni hlið framan við stúku- þilið þar; em þessir ofnar bæði stórir og vandaðir. Rúðuhvelfing er í kirkjunni og gyllt stjama í hverri rúðu, svo em og málaðar gylltar rósir í kring um stjömumar. Er gyllingin á rósum þeim daufari en stjaman og líkust bjarma, svo eru og dökkbláir litir með rósunum, og þær eru svo fagrar og smekklegar að aðdáunar er vert. Hið sama má segja um allt málið á kirkjunni að það er bæði fagurt og íburðarmikið. Hefir mál- að hana danskur maður, Friðrik Möller að nafni, sem nú dvelur á Akureyri. Þá var tilbúinn blóma- krans hringinn í kring í allri kirkj- unni, hékk hann í slaufum neðan á loptskörunum og innan á hlið- veggjum kórsins að altaristöflunni beggja vegna og jók það mjög á skraut og fegurð kirkjunnar. Sex gluggar eru á hvorri hlið kirkjunnar og þótti mér helst að þeir væm of litlir eftir stærð húss- ins en skrautlegir eru þeir og sam- svarandi að því leyti. Þeir eru bogamyndaðir að ofan og þrjár rúður þrfhymtar í hverjum boga allar glærar en í aðalglugganum neðan við bogana eru 14 rúður: ein stór og glær í miðju og þrettán smárúður utan með rauðar í hom- um en grænar á miðju, en að neð- an eru smárúðurnar ekki. Þá eru í aðalkirkjunni fjórir ljósahjálmar: tveir samstæðir kertahjálmar í miðri kirkju, einn olíulampi með kertakrans í kring- um olíugeyminn fast inn við kór- inn og kertahjálmur af sérstakri gerð fram við gaflskörina gegnt orgelinu. Er hjálmur sá afar skrautlegur og allir em samt hjálmar þessir dýrgripir miklir. „Góð ertu Grund..." Þá er eftir að lýsa tuminum. Upp í hann er gengið af lopti forkirkj- unnar eptir undnum stiga all-löng- um, þegar hann þrýtur kemur maður á lopt, og þar eru klukkum- ar, nokkuð hljóðmeiri og stærri en vanalega gerist en þó tæplega samsvarandi stærð kirkjunnar og viðhöfn að öðm leyti. Þá gengur maður upp annan vindings-stiga álíka langan og hinn og kemur þá á annað lopt, síðan hinn þriðja, og þegar hann þrýtur getur maður gengið út úr tuminum á fjóra vegu. Era þar svalir umhverfis turninn sem rúma marga menn og er þar fagurt um að litast. Sér maður þá ofan yfir kirkjuna og timburhúsin þar hjá og svo yfir túnið, engjamar og héraðið á alla vegu. Kemur manni þá ósjálfrátt í hug vísan „Góð ertu Gmnd að sjá...“ og svo hitt: Mikið er það sem gera má ef fyrst eru nógir peningar og síðan nóg útsjón og dugnaður. En Magnús bóndi á Grund hefir víst allt þetta þrent í ríkulegum mæli. Þetta var nú neðri tumbygging sem ég hefi lýst, en svo hvflir efri tuminn á mörgum súlum ofan á henni. Fyrst eru fjórar súlur sem mynda ferhyming og sem gengið er á milli út á svalimar. Er slegið utan á þær strikuðum og rendum þiljum, sem mynda eins og fjórar bogadyr út úr tuminum. Þá em enn níu súlur sem halda uppi efri tuminum. Standa þær í hringnum, fimm í þeim ytri en fjórar í þeim innri. Em þær sívalar og málaðar, en ekki skreyttar að öðm leyti. Þá er gengið upp beint rið upp að neðri brún efri tumsins; en þá tek- ur við skrúfustigi og fer þá tuminn að líkjast Babels-tuminum foma sem varð til þess að sundra tungu- málum mannanna. Getur maður séð sig út úr honum gegnum glugga, en hvergi eru á honum svalir. Tuminn er þá orðinn þröngur og erfiður uppgöngu. Enda reyndist mörgum það torsótt 12. nóvember, þar sem annar eins manngrúi var saman kominn og allir eða flestir vildu skoða bygg- inguna. Dagaði víst marga uppi á svölum tumsins, því ekki var það heiglum hent að fara í mannþröng upp efri tumbygginguna.“ Ekki dvelur Guðlaugur lengur við bygginguna sjálfa í frásögn sinni enda búinn að lýsa kirkjunni eins nákvæmlega og hægt er að gera. Nú snýr hann sér að athöfn- inni sjálfri en að henni þjónuðu fjórir prestar: séra Jónas á Hrafna- gili, séra Matthías Jochumson, séra Geir á Akureyri og séra Jakob í Saurbæ. „Þegar fólkið var komið inn í kirkjuna, sem ég vissi ekki betur en að allt kæmist þar fyrir þótt að vísu margir yrðu að standa, þá var gengið af nokkmm mönnum um meðal fólksins og útbýtt sérprent- uðum sálmum á lausum blöðum, sem syngjast áttu. Vóm því engar sálmabækur brúkaðar en það þótti mér einkennilegt að ég sá ekki betur en að næstum hver einasti maður af öllum þessum fjölda og í þessum þrengslum fengi blað. - Þá byrjaði söngurinn. Sungu þrjár stúlkur þar sérlega vel, einkum þó ein, sem söng svo vel að ég man ekki til að hafa heyrt jafn fagra kvenrödd, enda beitti hún rómi sínum af list og kunnáttu. Að öðru leyti þótti mér ekki mikið kveða að söngnum. Orgelið helst til lítið í svo stóra kirkju og þótt organist- inn spilaði fremur lipurt og syngi laglega þá vóru hinar karlmanns- raddimar heldur atkvæðalitlar og stirðar og „primabassa" vantaði næstum algerlega. Lofaði Magnús á Grund meira en guð „Þá gekk séra Jónas á Hrafnagili fyrir altarið og flutti vígsluræð- una. Sagðist honum all sköralega. í fyrri hluta ræðu sinnar lofaði hann Magnús á Grund meira en guð en þegar ræðan var á enda fanst mér hann vera búnn að skipta svo jafnt á milli þeirra lof- dýrðanna að hvomgur mundi hafa ástæðu til þess að öfunda annan af þeim skiptum. Síðan fór séra Geir fyrir altarið og tónaði. Hefur vfst margur heyrt því viðbmgðið hvað hann tónaði vel og er það satt; en ekki fanst mér ég geta gert mikinn mun á tóni hans og tóni þeirra frændanna, séra Jóns Þorsteins- sonar á Sauðanesi og séra Stefáns sáluga frá Þóroddstað, nema ef vera skyldi þegar hann tekur háa tóna. Þá beitir hann rómi sínum af snild og mun eiga fáa sína jafn- ingja. Séra Jakob í Saurbæ sté í stólinn og hélt messuræðuna. Er hann fremur pokalegur útlits og í látbragði og hniginn mjög á efri aldur. Samt bar hann all skömlega fram og sagðist sæmilega en sá var samt galli á honum að mér þótti, að þegar búinn var fjórði- partur ræðunnar þá var efnið þrot- ið, en hann hélt samt áfram með sínar endurtekningar hina þrjá fjórðu af þeim tíma sem ræðan stóð yfir sem mun hafa verið nokkum veginn klukkustund. Síðast af prestunum sté Matthí- as í stólinn og flutti skömlega ræðu. Talaði hann eins og honum er lagið á víð og dreif og kom víða við. Forðaðist hann í þetta sinn allt skjall en virtist vera sann- gjam, fræðandi og skemtandi eins og hann á eðli til. Engir leikmenn töluðu við þetta tækifæri," segir Guðlaugur. Hátíðarkaffi hjá Magnúsi bónda „Að lokinni messu gengu menn fyrst úr kirkju og síðan tóku marg- ir til að skoða kirkjuna nánar en þeir vóru búnir áður og var ég einn í þeirra tölu. Öllum sem til náðist veitti Magnús bóndi kaffi með brauði. Var veitt í þremur stofum og rík- mannlega og rausnarlega frambor- ið og mátti þar hver neyta af sem hafði lyst til. Að öllu þessu afstöðnu fóm menn að tínast heimleiðis. Vóm þar margir glaðir og fjömgir, þar sem lengst af óku margir vagnar saman. Samt virðist mér glaðværð Eyfirðinga í þetta sinn tæplega eins létt og skemtandi og margra Þingeyinga. En segja má það Ey- firðingum til hróss að þetta hátíð- arhald varð maður sama og ekkert var við vínnautn - aðeins einn maður lítilsháttar ölvaður. Virtist mér slíkt benda á framfarir hjá Eyfirðingum." JÓH Nýleg mynd úr Grundarkirkju. Hún mun um ókonma tíð vera tákn stórhugar Magnúsar Sigurðssonar á Grund, sem byggði hana fyrir eigin reikning. ■ Vm. -U™ ( ik & m ei ibmg i arö li i rr* mi B h|ni h JS. " ram ALPÝÐUHGSIÐ SKIPAGÖTU 14 Óskum öllumfélagsmönnum okkar og öðrum Norðlendingum gleðilegra jóla ogfarsceldar á komandi ári. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. * Verkalýðsfélagið Eining Símar 462 1794 & 462 3503 Sjómannafélag Eyjafjarðar Sími 462 5088 Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga Sími 462 1870 Félag málmiðnaðarmanna Sími 462 6800 r Verkstjórafélag Akureyrar og 'ÍJ nágrennis Sími 462 5446 Félag verslunar- og skrifstofufólks Sími 462 1635 Sími 462 2890 Vélstjórafélag íslands Sími 462 1870

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.