Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Síða 15
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 15 Alþýðuflokkurinn hefur átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Myndin sýnir þingflokksfund Alþýðuflokksins fyrir rúmri viku. Þá hafði Guðmundur Árni Stefánsson sagt af sér sem félagsmálaráðherra. Á fundinum var ákveðið að Rannveig Guðmundsdóttir tæki við embættinu. Athygli vakti að Guðmundur Árni brosti loks enda sennilegt að þungu fargi hafi verið af honum létt eftir pressu síðustu vikna. DV-mynd Brynjar Gauti Kratar koma úr skápnum „En það er ömurlegt ástandiö í Al- þýðuflokknum núna og þessi þing- liðs- og ráðherrauppstokkun und- anfarin ár er eitthvað það mesta fíaskó sem nokkur flokkur hefur gengið í gegnum." Ekki er lýsingin falleg en enn merkilegri verður hún þegar skoðað er hver talar og hvar. Þama talar nefnilega fyrr- verandi alþingismaður Alþýðu- flokksins, Jón Sæmundur Sigur- jónsson, og hann talar í málgagni Alþýðuflokksins, Alþýðublaðinu. Og það er íjarri lagi að viðtalið við Jón Sæmund sé fahð í flokksblað- inu. Þetta er fimm dálka viðtal efst á forsíðu blaösins á miðvikudag- inn. Með viðtalinu segir þessi fyrrver- andi þingmaður Alþýðuflokksins skilið við flokkinn og gengur til liðs við hreyfingu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, fyrrverandi félagsmálaráð- herra. Kratamir em hver af öðrum að koma út úr skápnum. Alþýðu- flokkurinn er ijúkandi rúst eftir skrautlegar uppákomur síðustu missera. Það er því htið á honum að græða og sýnhegt að fáir fram- bjóðendur á vegum flokksins kom- ast á þing í næstu kosningum. Klofinn flokkur Alþýðuflokkurinn er klofinn í herðar niður eftir brotthvarf Jó- hönnu Sigurðardóttur. Spilhng- arstimpih situr eftir á því sem eftir stendur af flokknum. Ef marka má það sem þingmaðurinn fyrrverandi segir í Alþýöublaðinu er fremur deilt um menn en málefni: „Mér flnnst síður þörf á stefnubreytingu en breytingum á forystu flokks- ins,“ segir Jón Sæmundur. „Sam- kvæmt formúlu kafteinsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, á skip- stjóri sem ekki fiskar að víkja.“ Jón Sæmundur bætir því við að hann sé ákaflega snortinn af því sem fram fer hjá Jóhönnu og stuðnings- mönnum hennar. „Almennt séð lýsir ástandið 1 Alþýðuflokknum sér þannig að fjöldi fólks, sem telur sig fædda krata, hefur lýst því yfir að nú muni það ekki lengur ganga með veggjum. Það ætlar að styðja Jóhönnu og framhoð hennar og tel- ur sig ekki vera að svíkja jafnaðar- stefnuna á nokkurn hátt. Ég er sammála þvi og tel mig ahs ekki vera að svíkja einn eða neinn," sagði Jón Sæmundur í fyrmefndu viðtali við Alþýðublaðið. Stutt í tíma Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram gegn Jóni Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins, í sumar, svo sem frægt varð. Jón Baldvin hafði Jóhönnu undir en Jóhanna lýsti því yfir með kreppt- an hnefa þegar úrshtin lágu fyrir að sinn tími kæmi. Það- virðist styttra í tíma Jóhönnu en margir héldu þessa sumardaga. Fylking hennar kemur vel út úr öhum skoðanakönnunum. Flokkur Jó- hönnu er að vísu ekki formlega stofnaður ennþá en hún lýsti því yfir nýlega að gengið yrði frá stofn- un samtakanna nálægt næstu mánaðamótum. Skoðanakannanir núna sýna fylgi við Jóhönnu og hennar mál- stað. Hún kemur sterk úr langri ráðherrasetu þar sem hún hafði nokkra sérstöðu. Hún varði mál- stað almennings og hefur komist hjá þeim spihingarslettum sem sitja á fyrrum flokksbræðrum hennar. Þeir hafa á móti haldið því fram að hún hafi komið sér undan ábyrgð á erfiðum málum ríkis- stjórnarinnar og leikið einleik. Enn eigum við eftir að sjá hverjir verða með Jóhönnu Sigurðardótt- ur í flokki og hverjir raðast á lista í kjördæmunum. Þar skiptir mann- val auðvitað miklu þegar menn taka sína ákvörðun í kjörklefanum. Jóhanna hefur bent á að aðrir flokkar eigi einnig eftir að ganga frá sínum framboðum þannig að enn sé ekki ljóst hveijir verði í boði fyrir þá. Þetta á ekki við um Sjálfstæðisflokkinn sem er talsvert Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri á undan öðrum með prófkjör og val á hsta. Auðvitað skipta menn á lista Jó- hönnu miklu en við höfum þó séð á undanförnum árum hvemig kjós- endur í öllum kjördæmum eru í raun að kjósa einn forystumann. Þannig vann Vhmundur Gylfason, nánast upp á sitt eindæmi, stórsig- ur fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978. Þá stofnaði Albert Guðmundsson Borgaraflokkinn í skyndingu árið 1987 og sópaði að sér fylgi á skömm- um tíma. Jóhanna vdrðist með sama hætti ætla aö ná fylgi í næstu kosningum og eins og mál standa nú stendur hún að mestu undir því sjálf. Kallinn fiskar ekki Sé enn miðað vdð skoðanakann- anir og umræðu fólks í þjóöfélag- inu eftir skrautlegar uppákomur hjá Alþýðuflokknum verður ekki annað séð en kalhnn í brúnni fiski ekki. Núverandi formaður felldi forvera sinn með þessum rökum á sínum tíma. Kannski má líta svo á að Jón Baldvdn hafi ekki þekkt sinn vdtjunartíma í sumar. Hann vdldi ekki víkja fyrir Jóhönnu baráttu- laust. Meðal annars vegna þess er svo iha komið fyrir Alþýðuflokkn- um. Fleira kemur auðvdtað th og þar ber hæst ráðherrahrókeringar og umdehdar embættaveitingar og síðast en ekki síst ahur vandræða- gangurinn sem loks leiddi til af- sagnar Guðmundar Árna Stefáns- sonar úr embætti félagsmálaráð- herra. Verði Alþýðuflokkurinn niður- lægður í kosningum, eins og ýmis- legt bendir th, og Jóhanna nái góð- um árangri með annan krataflokk verður Jóni Baldvdn varla sætt lengi í embætti formanns. Hvað gerist eftirkosningar? Jóhanna Sigurðardóttir fór hringferð um landið til þess að kynna sig og sín málefni. Nú safnar hún að sér hði og flokksstofnun er í burðarliönum. Fari aht sem horf- ir fá samtök Jóhönnu einhverja þingmenn og jafnvel fleiri en móð- urflokkurinn, Alþýðuflokkurinn. Þá er spumingin hvað gerist eftir kosningar. Hvar standa þessir tveir krataflokkar sem takast fremur á um menn en málefni? Þessu er ekki hægt að svara á þessari stundu og miklu skiptir hvernig stjómar- myndun fer. Verða þessir krata- flokkar samstiga í stjóm eða stjórnarandstöðu eða jafnvel annar í stjóm og hinn í stjómarandstöðu? Þá skipta forystumáhn miklu. Kjósendur hafa séð Jóhönnu og Jón rífast eins og hund og kött um margra ára skeið. Þaö gat varla endað á annan hátt en með spreng- ingu. Vandséð er að þau nái saman eftir kosningar. Breytingar í for- ystuhði Alþýðuflokksins gætu hins vegar fært fylkingarnar nær hvor annarri. Samruni með öfug- um formerkjum Dæmi menn af reynslunni er hk- legt að flokkar sem klofna með þeim hætti sem Alþýðuflokkurinn gerir núna renni saman þótt síðar verði. Stefnumunurinn er lítill en deilt um menn. Nýjasta dæmið um þetta er auðvdtað Borgaraflokkur- inn sem klofnaði út úr Sjálfstæðis- flokknum. Þar hafa. menn fyrir nokkru skilað sér heim á ný. Það sem er öðruvísi með flokk Jóhönnu og Alþýðuflokkinn núna er það að klofningsframboðið kann að verða stærra en móðurflokkur- inn. Það myndi að sjálfsögðu styrkja mjög stöðu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Rynnu flokksbrotin síðar saman í eitt kynni það að verða fremur undir forsæti hennar en formanns Alþýðuflokksins. Þar með væri timi Jóhönnu endanlega kominn. Jóhanna Sigurðardóttir leitar nú þungavigtarmanna til að styrkja framboð sitt og fylkingu. Við eigum eftir að sjá hveijir fara þar fremst- ir. Auk Jóns Sæmundar hefur Ág- úst Einarsson, prófessor og fyrr- verandi þingmaður Alþýðuflokks- ins, lýst yfir stuðningi við Jóhönnu og starf hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu og von er á heitum vetri og vori meöal kratanna. Hvað gerir flokksblaðið? Þá verður ekki síður spennandi að sjá hvernig kratar skiptast á milli fylkinga og hvar flokksblað Alþýðuflokksins stendur í barátt- unni. Ekki verður annað séð en stjómendur Alþýðublaðsins séu lítillega farnir að gefa Jóhönnu undir fótinn. Þeir meta það kannski svo að hlýrra verði undir pilsfaldi hennar í framtíðinni en undir frakkalafi Jóns Baldvdns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.