Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 21 Fjölskyldu áleggsteg. ogstór skammtur affrönskum kartöflum Bútasaumsmynd í ramma. Björg notaði bindi af eiginmanninum i kragann á kjól stúlkunnar á myndinni. DV-myndir Brynjar Gauti Áætlað fyrir 3-4 KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR NTS TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. Björg Friðriksdóttir með fyrsta bútasaumsteppið sem hún gerði 1978. Dúkkurnar eru hins vegar nýrri af nálinni. Gífurlegur áhugi kvenna á bútasaumi: Koma í rútum á sýningu pizzum 'erum við bestir! Veldu íslenskt hringbraut 119 Rvík - S: 62 92 92 - það er einfaldlega betra! HJALLAHRAUN113 Hf. - S: 65 25 25 „Þetta er svo skemmtilegt að helst vildi ég sitja við þetta allan daginn." Björg Friöriksdóttir veit fátt skemmtilegra en bútasaum. Hún heldur nú sýningu í Listgalleríinu í Listhúsinu í Laugardal á munum sem hún hefur gert. Það eru fleiri. konur en hún sem hafa áhuga á þess- um saumaskap því fyrir utan þann fjölda kvenna af höfuðborgarsvæð- inu sem sótt hefur sýninguna hafa komið langferðabifreiðar með konur utan af landi í Listhúsið. Á sýning- unni, sem lýkur á morgun, eru með- al annars veggteppi, rúmteppi, htlar myndir í römmum og jóladúkar, svo eitthvað sé nefnt. Greinilegt er að mikil vinna er á bak við hvem mun. Björg, sem alltaf hefur saumað mikið frá því að hún var stelpa, kynntist bútasaumi 1978 og þurfti hún þá víða aö leita fanga til að sauma fyrsta teppið því þá var ekki farið að flytja inn þau vattefni sem notuð eru til bútasaums. Hún fór ekki á námskeið heldur fikraði sig áfram upp á eigin spýtur og hafði síðan atvinnu af bútasaumnum. „Fyrsta teppið sem ég gerði var gjöf. Síðan fékk ég pantanir frá vinum og kunningjum og svo fólki utan úr bæ,“ segir Björg. Hún var búsett í Bandaríkjunum frá 1980 til 1987 og hélt þá áfram saumaskapnum. Þegar heim var komið tók viö mikil vinna utan heim- ilis. „Þá hafði ég engan tíma. Það var ekki fyrr en í atvinnuleysi fyrir einu og hálfu ári að ég byrjaði aftur.“ Að mati Bjargar eru það ekki marg- ar konur sem hafa haft bútasaum að atvinnu eins og hún. Hins vegar veit hún að bútasaumur er tómstunda- starf fjölda kvenna. „Það eru margar konur sem sækja námskeið og svo hafa nokkrar stofnað klúbba." Mikil aðsókn er á bútasaumsnám- skeið sem haldin eru öðru hvoru og oft komast færri að en vilja. Námskeið- sem er hér á sýningunni en 52 klukkustundir að sauma annað. En þegar maður er orðinn vanur að sníða og raða mynstrum þá finnur maður ekki svo mikið fyrir þessu.“ Uttu ekki of mikinn hraða A VALDA ÞÉR SKAÐA! UUMFHROAR RÁO Það tók Björgu 52 klukkustundir að sauma bláa veggteppið sem hún stendur við. Vinnan við Ijósa teppið fyrir aftan tók 128 klukkustundir. in er haldin á vegum ýmissa aðila. Bútasaumur er vandasamur og tímafrekur, að sögn Bjargar. „Það er reyndar mjög misjafnt hvað það tek- ur langan tíma að sauma hluti. Þetta fer eftir því hvað bútarnir eru stórir, hvað hluturinn sjálfur er stór og hversu mikið er stungið. Ég var til dæmis 20 klukkustundir að sauma lítinn jóladúk. Það tók mig 128 klukkustundir að sauma eitt teppi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.