Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Dagur í lífi Torbens Rasmussens, forstöðumanns Norræna hússins: Fjöldi gesta á kosningavöku Torben Rasmussen, forstöðumaður Norræna hússins, tók á móti nokkur hundruð gestum á kosningavöku Norð- manna á mánudagskvöld. DV-mynd GVA Fjölskyldan fór á fætur klukkan sjö á mánudagsmorguninn. Börnin Sid- sel, sem er 14 ára, og Johan, sem er 9 ára, þurftu aö mæta snemma í skól- ana sína, Hagaskóla og Melaskóla. Konan mín, Else KjærulffLauridsen, fór einnig á fætur um sama leyti og viö borðuðum saman morgunverð. Klukkan átta var ég kominn til vinnu í Norræna húsinu og fór yfir það sem fjalla átti um á starfsmannafundi sem fyrirhugaður var þennan morg- un. Skömmu síðar kom stjórnarfor- maður Norræna hússins, Lennart Elmevik prófessor, til að ræða ýmis málefni, þar á meðal gjöf vegna vígslu Þjóðarbókhlöðunnar 1. des- ember. Jóladagskrá fínpússuð Klukkan hálftíu var fundur með öllum starfsmönnum Norræna húss- ins. Meðal þess sem rætt var voru fjármál, dagskrá hússins á árinu sem er að líða og stór dagskráratriði á komandi ári. Skoðaðar voru upplýs- ingar um væntanlegan fund Norður- landaráðs hér á landi um mánaða- mótin febrúar-mars á næsta ári. Far- ið var yfir það sem í vændum var þessa viku og sérstaklega beina út- sendingu norska sjónvarpsins á mánudagskvöld vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Noregi um að- ild að Evrópusambandinu. í lok fundarins var rætt um jóladagskrá Norræna hússins. Að fundinum loknum gekk ég frá samkomulagi við Guðmund K. Magnússon prófessor um umræður í Norræna húsinu sunnudaginn 4. desember um afleiðingarnar af nýrri stöðu Norðurlanda gagnvart Evr- ópusambandinu og innbyrðis. Auk Guðmundar taka þátt í umræðunum sendiherrar Norðurlandanna. Sendi fréttatilkynningu um væntanlegar umræöur til ýmissa aðila auk fjöl- miðla. Síðan tóku við símhringingar tO ýmissa aöila á Norðurlöndum vegna kynninga og funda sem ráðgerðir eru í Norræna húsinu, meðal annars til Norrænu tungumála- og upplýs- ingamiðstöðvarinnar og til bók- menntagagnrýnanda og rithöfundar. í undirbúningi er viðamikil menn- ingardagskrá í Norræna húsinu í tengslum við fund Norðurlandaráðs. Óskað eftir sýningaraðstöðu Rétt fyrir hádegi var póstur dagsins kominn inn á borð til mín og í honum var meðal annars bréf frá danskri konu, búsettri á Ítalíu, sem óskaði eftir því að fá að halda sýningu í Nprræna húsinu árið 1996. í hádeginu snæddi ég með Lennart Elmevik og konu hans. Að hádegis- verði loknum las ég dagblöð, bæði íslensk og önnur Norðurlandablöð, til að geta fylgst með því sem er að gerast á hverjum stað. Ég gekk frá bréfi til arkitektasafns Finnlands vegna sýningarinnar Byggingarlist á íslandi. Verið er að athuga hvort hægt verði að halda þá sýningu í safninu næsta haust. Um fimmleytið lagði ég af stað heim að Skildinganesi 50. Þar náði ég í jólapakka sem við vorum búin að ganga frá til sendingar til Dan- merkur. Ég flýtti mér með pakkana niöur á pósthús því fresturinn var að renna út. Spennandi kosningavaka Um hálfsjö borðaði fjölskyldan saman kvöldverð og þremur stund- arfjórðungum síðar var ég kominn aftur upp í Norræna hús. Þar var mikið um að vera vegna kosninga- vökunnar frá Noregi. Aö henni stóð ekki bara Norræna húsið heldur einnig norska sendiráðið og Félag Norðmanna á íslandi. Alls komu á milli 250 og 300 gestir í húsið um kvöldið. Það var góð stemning og svo virtist sem mikil ánægja ríkti vegna niðurstööunnar. Ég var kominn í rúmið um eittleyt- ið. Með mér hafði ég Kristnihald undir Jökli. Finnur þú fimm breytingar? 286 ©PIB Þetta er einfaldlega besti fjárhundur sem ég hef átt. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Árni Hilmarsson, 2. Pétur Skaptason, Sólvallagötu 30, Elliðavöllum 10, 101 Reykjavík. 230 Keflavík. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriö- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með ki’ossi á myndinní til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. eru 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar, sem í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fuum breytingai’? 286 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.