Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Dagur í lífi Torbens Rasmussens, forstöðumanns Norræna hússins: Fjöldi gesta á kosningavöku Torben Rasmussen, forstöðumaður Norræna hússins, tók á móti nokkur hundruð gestum á kosningavöku Norð- manna á mánudagskvöld. DV-mynd GVA Fjölskyldan fór á fætur klukkan sjö á mánudagsmorguninn. Börnin Sid- sel, sem er 14 ára, og Johan, sem er 9 ára, þurftu aö mæta snemma í skól- ana sína, Hagaskóla og Melaskóla. Konan mín, Else KjærulffLauridsen, fór einnig á fætur um sama leyti og viö borðuðum saman morgunverð. Klukkan átta var ég kominn til vinnu í Norræna húsinu og fór yfir það sem fjalla átti um á starfsmannafundi sem fyrirhugaður var þennan morg- un. Skömmu síðar kom stjórnarfor- maður Norræna hússins, Lennart Elmevik prófessor, til að ræða ýmis málefni, þar á meðal gjöf vegna vígslu Þjóðarbókhlöðunnar 1. des- ember. Jóladagskrá fínpússuð Klukkan hálftíu var fundur með öllum starfsmönnum Norræna húss- ins. Meðal þess sem rætt var voru fjármál, dagskrá hússins á árinu sem er að líða og stór dagskráratriði á komandi ári. Skoðaðar voru upplýs- ingar um væntanlegan fund Norður- landaráðs hér á landi um mánaða- mótin febrúar-mars á næsta ári. Far- ið var yfir það sem í vændum var þessa viku og sérstaklega beina út- sendingu norska sjónvarpsins á mánudagskvöld vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Noregi um að- ild að Evrópusambandinu. í lok fundarins var rætt um jóladagskrá Norræna hússins. Að fundinum loknum gekk ég frá samkomulagi við Guðmund K. Magnússon prófessor um umræður í Norræna húsinu sunnudaginn 4. desember um afleiðingarnar af nýrri stöðu Norðurlanda gagnvart Evr- ópusambandinu og innbyrðis. Auk Guðmundar taka þátt í umræðunum sendiherrar Norðurlandanna. Sendi fréttatilkynningu um væntanlegar umræöur til ýmissa aðila auk fjöl- miðla. Síðan tóku við símhringingar tO ýmissa aöila á Norðurlöndum vegna kynninga og funda sem ráðgerðir eru í Norræna húsinu, meðal annars til Norrænu tungumála- og upplýs- ingamiðstöðvarinnar og til bók- menntagagnrýnanda og rithöfundar. í undirbúningi er viðamikil menn- ingardagskrá í Norræna húsinu í tengslum við fund Norðurlandaráðs. Óskað eftir sýningaraðstöðu Rétt fyrir hádegi var póstur dagsins kominn inn á borð til mín og í honum var meðal annars bréf frá danskri konu, búsettri á Ítalíu, sem óskaði eftir því að fá að halda sýningu í Nprræna húsinu árið 1996. í hádeginu snæddi ég með Lennart Elmevik og konu hans. Að hádegis- verði loknum las ég dagblöð, bæði íslensk og önnur Norðurlandablöð, til að geta fylgst með því sem er að gerast á hverjum stað. Ég gekk frá bréfi til arkitektasafns Finnlands vegna sýningarinnar Byggingarlist á íslandi. Verið er að athuga hvort hægt verði að halda þá sýningu í safninu næsta haust. Um fimmleytið lagði ég af stað heim að Skildinganesi 50. Þar náði ég í jólapakka sem við vorum búin að ganga frá til sendingar til Dan- merkur. Ég flýtti mér með pakkana niöur á pósthús því fresturinn var að renna út. Spennandi kosningavaka Um hálfsjö borðaði fjölskyldan saman kvöldverð og þremur stund- arfjórðungum síðar var ég kominn aftur upp í Norræna hús. Þar var mikið um að vera vegna kosninga- vökunnar frá Noregi. Aö henni stóð ekki bara Norræna húsið heldur einnig norska sendiráðið og Félag Norðmanna á íslandi. Alls komu á milli 250 og 300 gestir í húsið um kvöldið. Það var góð stemning og svo virtist sem mikil ánægja ríkti vegna niðurstööunnar. Ég var kominn í rúmið um eittleyt- ið. Með mér hafði ég Kristnihald undir Jökli. Finnur þú fimm breytingar? 286 ©PIB Þetta er einfaldlega besti fjárhundur sem ég hef átt. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Árni Hilmarsson, 2. Pétur Skaptason, Sólvallagötu 30, Elliðavöllum 10, 101 Reykjavík. 230 Keflavík. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriö- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með ki’ossi á myndinní til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. eru 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar, sem í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fuum breytingai’? 286 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.