Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 - Vá, trompet. Sendi Jói frændi mér gjöf líka? - Heyrðu, pabbi, hefur þú nokkuð séð jólasveininn? - Jólatréð er þarna undir! Bridge Ólympíuskákmótið í Moskvu: Leikflétta Garri Kasparov, PCA-heimsmeistari, og Florencio Campomanes, forseti FIDE, hafa báðir hag af óiympíumótinu í Moskvu en skáklistin sjálf er orðin aukaatriði. Kasparovs og Campomanesar? Ólympíuskákmótið hófst í Moskvu sl. fimmtudag og stendur til 15. þessa mánaðar. Þetta er 32. ólympíumótið í skák en fyrsta opinbera ólympíu- skákmótið var haldiö í London árið 1927. Þetta er í annað sinn sem ólympíumót fer fram í Moskvu - 12. mótið var haldið þar 1956. íslenska sveitin náði þar ekki að komast í „A- úrslit“ en varð í 2. sæti í B-flokki, á eftir Austurríkismönnum en fyrir ofan þjóðir eins og Svía, Finna, Hol- lendinga, Þjóðverja, Frakka og Norð- menn. Mótið nú átti aö fara fram í Þessal- óniku í Grikklandi en eftir manna- skipti í grísku ríkisstjórninni var ekki staðið við fyrirheit og mótið var blásið af. Þetta var mikiö áfall fyrir Alþjóðaskáksambandið, FIDE, með Campomanes forseta fremstan í flokki. Argentínumenn voru um tíma inni í myndinni að taka mótið að sér en á síðustu stundu kom Garrí Kasparov eins og frelsandi engill og samningar tókust um að mótið færi fram í Moskvu. Vellauðugur Rússi, Andrej Mak- arov, sem m.a. er formaöur nefndar sem berst gegn skipulagðri glæpa- starfsemi í Rússlandi, hefur tekið að sér fjárhagslega ábyrgð fyrir mótinu en vinfengi mikið er með þeim Kasp- arov. Þegar ritari þessara lína spurði Kasparov að þvi á dögunum hvort ekki væri rétt með farið aðhann, eða vinir hans, hefðu tekið að sér að sjá um ólympíumótið, svaraöi Kasparov af sinni alkunnu hógværð: „Þú getur sagt að það sé ég.“ En hvers vegna er Kasparov sem tiltölulega nýlega sagði sig úr lögum við FIDE og stofnaði sín eigin samtök atvinnuskákmanna, PCA, að koma FIDE til bjargar? Fram að þessu hafa ekki verið átakanlega miklir kær- leikar meö þeim Campomanesi. Margir telja að hér sé um snilldar- lega leikíléttu Kasparovs og Campo- manesar að ræða. Kasparov sjái fram á að PCA samtökin eigi ekki bjarta framtíð fyrir höndum og að skákmál- um sé best fyrir komiö hjá FIDE. í samkomulagi hans um að taka að sér Umsjón Jón L. Árnason framkvæmd ólympíumótsins felist vilyrði frá FIDE um að hann tefli heimsmeistaraeinvígi - sem heims- meistari - við sigurvegara áskor- endaeinvígja FIDE. Þannig yrði unnt að sameina FIDE og PCA á nýjan leik. Jafnframt hefur stigalegu skák- banni Kasparovs og Shorts nú verið aflétt. Nafn Kasparovs er aftur komið á stigalista FIDE og talan 2805 aftan við. Sömu raddir herma að Campoman- es hyggi enn á framboð til forseta FIDE, þrátt fyrir að hann hafi áður gefið út þá yfirlýsingu að nú myndi hann hætta. Með samkomuiaginu viö Kasparov felist stuðningur rúss- neska skáksambandsins og fleiri skáksambanda Sovétlýðveldanna viö framboð Campomanesar. Ef á þessu má byggja snýst ólympíuskákmótið í Moskvu í raun og veru um valda- baráttu og tilfæringar en skáklistin sjálf er orðin aukaatriði. Mótið fer fram á Hótel Kosmos, sem reist var fyrir ólympíuleikana 1980. Þetta er gríðarlega stórt hótel, meö 1100 herbergjum og þar er allt til alls. Að sögn Kasparovs þurfa skákmenn ekki að hafa áhyggjur af lélegu fæði eða að þjónustan verði þunglamaleg. „Þetta er túrista-vél,“ sagði Kasparov. Hann sagöi aö ör- yggisgæsla yrði afar ströng en bætti við að ef skákmenn færu út af hótel- inu væri það á þeirra ábyrgð. Það á eflaust einnig við um skemmtigöng- ur í „garði efnahagslegra framfara", gegnt hótelinu. Islenska skáksveitin verður þannig skipuð: 1. Jóhann Hjartarson, 2585 Elo-stig. 2. Hannes Hlífar Stefánsson, 2560 stig. 3. Margeir Pétursson, 2540 stig. 4. Jón L. Árnason, 2525 stig. 5. Helgi Ólafsson, 2520 stig. 6. Helgi Áss Grétarsson, 2450 stig. Liðsstjóri verður Áskell Örn Kára- son og fararstjórar Þráinn Guð- mundsson og Andri Hrólfsson. Gunnar Eyjólfsson leikari, sem fylgt hefur sveitinni á siöustu tvö ólymp- íumót, á því miöur ekki heimangengt nú, en sveitarmenn munu þó eflaust nýta sér aðferðir hans við að efla ein- beitingu, eins og kostur er. Þetta er í fyrsta sem íslendingar senda skáksveit á ólympíumót, sem eingöngu er skipuð stórmeisturum. Róðurinn verður þó vafalítið þyngri en nokkru sinni fyrr, m.a. vegna þess að Rússar munu eiga tvær sveitir meðal keppenda með Kasparov á 1. borði í annarri en Karpov í hinni. Þá munu þjóðir Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétlýðvelda íjölmenna með alla sína sterkustu menn og flótti sterkra stórmeistara frá lýð- veldunum til annarra landa hefur einnig aukist. Þannig eru ísraels- menn t.a.m. komnir með afar öfluga sveit. Athyglisvert er að Judit Polgar mun tefla á 1. borði með sveit Ung- verja en hún hefur sett það skilyrði að hún fái að tefla allar skákirnar, standi hugur hennar til þess. íslenskum skákmönnum hefur í seinni tíð oft tekist betur í sveita- keppnum en sem einstaklingar. Menn munu leggjast á eitt um að ná frambærilegum árangri í Moskvu en fyrirfram gera menn sér ekki allt of háar vonir. Líklegt er að sveitin sé u.þ.b. í 20. sæti á styrkleikalistanum, miðað við meðalstig á íjórum efstu borðum. Rússland „A“ er að sjálf- sögðu með sterkasta liðið á pappír- unum; Rússland „B“ kemur þar á eftir, síðan sveit Bandaríkjanna, Úkraínu og Ungveijalands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.