Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 33 Jóladagatölin eiga sér langa sögu: Hefur safnað jóla- dagatölum í áratugi - rekur nú safn á heimili sínu í Danmörku Þegar jólin nálgast veröa allir börn aftur og vilja halda í gömlu góöu siö- ina sem þeir ólust upp við. Sumir eru meira að segja svo fastheldnir á jóhn að engu má breyta frá ári til árs. Aðrir leyfa jólunum að taka siná- vægilegum breytingum. Eitt er það sem hefur tilheyrt jólunum í gegnum tíðina en það eru jóladagatölin fyrir börnin. Flest höfum við einhvern tíma átt jóladagatal en í dag eru það jóladagatöl með súkkulaðimolum sem eru hvað vinsælust. Og nú ættu börnin að vera búin að opna þrjá glugga á dagatalinu sínu. Árið 1940 var það gjarnan mikil stund þegar fjölskyldufaðirinn vakti fram undir morgun aðfaranótt 1. des- ember til að klára jóladagatal sem þá var ævinlega heimagert. Pabbam- ir reyndu gjaman að búa til hreyfan- legt dagatal og oft var jóladagataliö smiðað. Hendir engu Sennilega era fáir í heiminum sem hafa haldið til haga jóladagatölum sínum en svo vill þó til að kona ein í Danmörku, Tove Tendal, hefur safnað þeim og komið upp safni á heimili sínu. Sagt er að jóladagatöl hafi verið fyrst gerö í kringum 1870 þegar hjóla- smiður á Sjálandi tók upp á því að skreyta hjól hjá sér með 24 ljósum og síöan tendraði hann eitt ljós á dag fram til jóla. Líklegast urðu þó daga- tölin almenn um aldamótin. Fátæk- asta fólkiö bjó til jóladagatal með blikkdós og 24 steinum. Börnin áttu að taka einn stein úr dósinni fram að jólum. Aðrir foreldrar fundu upp á því að stinga 24 eldspýtum í stóra kartöflu og síðan var ein eldspýta tínd af á degi hveijum til jóla. Þeir sem voru hugmyndaríkir skreyttu gjarnan kartöfluna og gerðu grís úr Hér má sjá þrjú mismunandi daga- töl. Efst er Betlehem-dagatal frá ár- inu 1973. Þá er dagatal sem er eins og bjálkahús frá árinu 1950 og neðst er jólasveinaskóli frá árinu 1961. henni. Þá voru eldspýtumar líka lit- aðar til að gera þær sparilegri. Þá þekktist einnig að pakka pipar- kökum inn í pappír og binda þráð 1, piparkökunum var síðan komið fyrir í sultukrukku og ein borðuð á degi hveijum til jóla. Aðrir bjuggu til stór- an jólasvein sem hélt á 24 bandsnúr- um sem leiddu aftur á bak þar sem leyndust litlar gjafir. Jóladagatöl með gluggum Það hefur verið í kringum 1930 sem jóladagatöl, lík og við þekkjum, urðu til. Þessi með opnanlegu gluggum. í gluggunum mátti finna sögu eða teikningu fyrir hvem dag. Þessi dagatöl þróuðust síðan mjög á næstu ámm og urðu margvísleg. Einnig Tove Tendal hefur safnað ýmsum hlutum að sér frá því hún var barn að aldri. Auk þess hefur fólk gefið henni margs konar skemmtilega hluti. Hér hefur hún komið upp alls kyns jóladagatölum á litla safninu sínu. Fremst til vinstri er blikkdósin með steinunum sem fátæku börnin urðu að sætta sig við eftir aldamótin. komu á markað jólasveinar sem gátu hreyft hendur og fætur. Tove Tendal er þekkt listakona í Danmörku. Hún er 68 ára gömul og komin á eftirlaun en vinnur þó allan sólarhringinn við litla safnið sitt sem hún hefur komið upp á heimili sínu. Hvorki Tove né foreldrar hennar vildu henda hlutum þó gamlir væm. En með því að safna hlutunum gátu þau komiö upp þessu safni sem þyk- ir hin mesta gersemi í dag. Það er fleira en jóladót sem Tove hefur safn- að að sér. Á safninu má finna hús- gögn, leikfóng og margt fleira. Söfnunarárátta Tove varð til þess að fólk varð forvitið um gömlu hlut- ina hennar. Það kom gjarrian og spurði hvort það mætti skoða herleg- heitin. Þá fór fólk líka að koma með gamla hluti og gefa Tove ef hún vildi varðveita þá. Þetta vatt síðan upp á sig þannig að úr varð að Tove opnaði safnið og fékk sér aðstoðarmann- eskju en margir sjálíboðaliðar hafa lagt henni hjálparhönd. Gaman væri að heyra af fólki hér á landi sem hefur safnað gömlu jóladóti. Kvöldverðartilboð 2/12 - 8/12 •k Sjávarréttapaté með kavíar, rísstráum og kaperssósu k Glóðaður lambapiparvöðvi með smjörsteiktum kjörsveppum og rauðvínsrjómasósu 'k Jarðarberjafrauð í súkkulaðihjúpaðri. túlípana- körfu með brómberjum og ávaxtasósu Kr. 1.950 Opið i hádeginu mánud.-föstud. Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud. Nýr spennandi a la carte matseðill Borðapantanir í síma 88 99 67 loksins öll gömlu góðu lögin saman á geisladi Ó þú, Lilla Jóns, Róninn, Reyndu aftur, Blús í G, Elska þig enn, Braggablús, . Sölvi Helgason, Hudson Bay, Einhvers staðar einhvern tíma aftur, Þorparinn, Gamli skólinn, Garún, Gamli góði vinur, Reykjavíkurblús, Samferða, Göngum yfir brúna, Fínn Dagur, Gálgablús og Sigling TONLISTARDEILD Imælisút
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.