Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Síða 36
40 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 li sfc Elísabet Waage við hörpuna fallegu sem hún geymir á DV-mynd Brynjar Gauti Hún er eini íslenski atvinnuhörpuleikarinn: Tónlistin gefur manni mikið - segir Elisabet Waage sem var að gefa út geisladisk ásamt Peter Verduyn Lunel flautuleikara „Eg heiUaðist af hörpu þegar ég var unghngur. Þá hafði ég verið að læra á píanó en varð fyrir miklum áhrifum þegar ég horfði á sjón- varpsþátt þar sem Leonard Bem- stein kynnti hljóðfæri," segir Elísa- bet Waage, eini íslenski atvinnu- hörpuleikarinn, en hún var aö senda frá sér geisladisk ásamt með- leikara sínum, Peter Verduyn Lun- el flautuleikara, og hefur hann fengið góða dóma. Það var ekki auðvelt fyrir Elísa- betu að komast í hörpunám á sín- um tíma. Þó var heppnin með henni þar sem faðir hennar, Einar B. Waage, lék með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og með henni lék út- lendur hörpuleikari, Monika Abendroth. Einar fékk Moniku til að kenna dóttur sinni. * Þegar Elísabet lauk námi hér á landi fór hún til Hollands í frekara nám en þar kynntist hún eigin- manni sínum, Fred Leferink, og hefur verið búsett þar að mestu síðan. Elísabet hefur leikið töluvert á tónleikum í Hollandi ásamt Peter og hafa þau fengið lofsamlega dóma. „Ég er með annan fótinn hér á landi og hef haldið hér tónleika. yið Peter munum halda tónleika í Áskirkju 18. desember þar sem við kynnum m.a. efnið á diskinum okkar,“ segir Elísabet. EMI gefur út Þaö er ekki einfalt fyrir klassíska tónlistarmenn að fá útgefendur að diski og því má segja að Elísabet og Peter hafi veriö einstaklega heppin þegar EMI-hljómplötuút- gáfan ákvað að taka hann til dreif- ingar. Það þýðir að diskurinn verð- ur geflnn út um víða veröld og er þegar kominn í búðir á íslandi. Það er Japis sem sér um dreifingu hér á landi. Aftan á diskinum hefur einn þekktasti fiðlusnillingur heims, Yehudi Menuhin, skrifað lofsam- lega um flutning þeirra Elísabetar og Peters og segir að dásamlegt sé að hlýða á flutning þeirra. „Hugmyndin að diskinum er kannski gamall draumur. Þetta er dýrt ævintýri. Það var eiginlega eiginmaður minn sem hvatti okkur Peter til að láta verða af þessu. Við vorum mjög heppin með alla sem lögðu hönd á plóginn og ég er ánægð með diskinn þó maður geti alltaf gert betur,“ segir Elísabet. „Maður veit ekkert hversu áhug- inn er mikill fyrir klassískum diski en mér heyrist þó að hann sé tals- verður." Kennari í tveimur löndum Elísabet hefur verið að kenna bæði hér á landi og í Hollandi. „Ég hef verið að kenna tveimur íslensk- um stúlkum. Önnur er búin að vera hjá mér í fjögur ár. Þegar ég er í Hollandi hafa þær þó þurft að bjarga sér sjálfar og það er kannski galli," útskýrir Elísabet. Þegar Elisabet var að læra var önnur ung stúlka við nám á hörpu á sama tíma. „Sú stúlka hætti námi og sneri sér að allt öðrum hlutum þó hún spili á hörpu sér til skemmt- unar.“ Mikið tónlistarfólk Mikil tónhst er í ætt Elísabetar. Hálfsystir hennar og nafna er söng- kona, faðir hennar var tónlistar- maður og móðir hennar, Magnea Waage, söng mikið með kórum, þar á meðal Þjóðleikhúskórnum, amma hennar, Elísabet Einarsdótt- ir, og ömmusystir, María Markan, voru báðar söngkonur og ömmu- bróðir, Einar Markan, var söngv- ari. Það hefur ekki verið algengt að klassískir tónlistarmenn gefi út geisladiska en Elísabet segir að það hafi verið mjög lærdómsríkt að vinna við upptökur. „Maður þarf að hugsa margt á annan hátt en fyrir tónleika. Draumurinn er þó ekki að halda áfram í upptökum heldur að fá að spila sem mest á tónleikum." Elísabet og Peter hafa spilað tvisvar áður saman á íslandi, á Skálholtstónleikum og í Sigurjóns- safni. Eiginmaður Elísabetar er ekkert í tónlist en hann rekur eigið fjárfestingarfyrirtæki í Hollandi og starfar við hjálparstofnanir fyrir þróunarlönd. Falleg harpa Á heimili Elísabetar hér á landi stendur falleg harpa sem hún pant- aði frá Þýskalandi. Harpa er dýrt og þungt hljóðfæri sem erfitt er að flytja til þannig að þessa hörpu geymir Elísabet á Islandi. „Ég keypti þessa hörpu nýja og gerði þær kröfur að hún væri sterkbyggö því hún þarf að þola flutning á tón- leika, auk þess sem enginn hér á landi gerir við þetta hljóðfæri. Monika spilar á alveg eins hljóð- færi og þegar við spflum saman með Sinfóníuhljómsveit íslands er- um við því samstæðar," segir hún ennfremur. Elísabet verður ekkert sérstak- lega ánægð þegar minnst er á engla með hörpur og segist oft hafa feng- iö að heyra slíkar setningar. „Þetta er fallegt hljóðfæri og það höfðar mjög til fegurðarskyns fólks. Mér finnst það mikil blessun að fá að starfa við hugðarefni sitt. Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist og hún gefur mér mikið," segir El- ísabet Waage sem ætlar að dvelja á íslandi yfir jólin ásamt eigin- manni sínum og dóttur, Maríu Sól- eyju, sem er 3ja ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.