Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 46
50 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Bakaðir aöventukransar Væri ekki skemmtilegt að eiga bak- aðan aðventukrans meö kafíinu á morgun ef einhver kemur í heim- sókn? í jólablaði danska Hjemmets rákumst við á skemmtilega bakaða Group TEKA AG Heimilistæki á kynningarverði Nú er lag! Endurnýjaðu gömlu tækin með glæsilegum og vönduð- um TEKA heimilistækjum, meðan þessi hagstæðu kynn- ingarverð bjóðast. Innbyggingarofnar, efri og neðri ofnar. Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 17.950 Helluborð Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál með eða án takkaborðs. Steyptar hellur verð frá 11.900 Keramik hellur verð frá 24.350 Viftur og háfar Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 6.890 Stjórnborð Litir: hvítt eða brúnt Verð frá 3.250 Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. kl. 10-16 Verslun fyrir alla aðventukransa og koma uppskrift- irnar að þeim hér ef einhver vill prófa. Marsipankrans 400 g hveiti (ca 6'/2 dl) 150 g smjör eöa smjörlíki 35 g ger 1 dl ijómi 2 egg 14 tsk. salt 2 msk. sykur 1 tsk. kardimommur Fylling 125 g marsipan 125 g smjör 100 g sykur (rúmlega 1 dl) 40 g hakkað pómerans Til skrauts Skrautsykur 25 g möndlur Setjiö 300 g af hveitinu í skál og hnoðið saman með smjörinu. Setjiö gerið út í rjómann, búið til holu í deigið og hellið gerblandinu þar í ásamt eggjunum (sem hafa verið hrærð saman), salti, sykri og kardi- mommum. Hnoðiö deigið vel og bæt- ið afganginum af hveitinu viö þar til deigiö verður jafnt og fint. Látið hef- ast í 20-30 minútur. Hrærið marsipani, smjöri og sykri saman í fyllinguna. Fletjið deigið út langsum og hafið það ca 15 sm breitt. Setjiö fyllinguna og pómerans í miðj- una eftir allri lengjunni, brjótið lengjuna saman og búið til krans. Látið hefast aftur á köldum staö í 1-2 tíma. Penslið með eggi og skreytið með skrautsykri og möndlum. Bakið kransinn í 20-25 mínútur við 200 gráður. Setjið síðan fjögur kert-i í kransinn og berið logandi á borð. Fyllt aðventukaka 250 g smjör eða smjörlíki 250 g sykur (3 dl) eggin saman við deigið eitt í einu. Þá er hveitinu og lyftiduftinu bætt í ásamt portvíninu. Bætið fyllingunni saman við. Látið deigið síðan í kringlótt form og bakið kökuna í eina klukkustund við 175 gráða hita. Kæl- ið hana síðan. Skreytið kökuna með glassúr, sem er flórsykur og vatn hrært saman, og rifnum appelsínu- berki. Setjið fjögur kerti í kökuna og berið hana logandi á borð. Hægt er að frysta þessa köku án glassúrsins. Logandi aðventukaka. Skemmtilegt meðlæti með kaffinu nú á aðventunni. rifinn börkur af 1 appelsínu 4 egg 250'g hveiti (rúml. 4 dl) 114, tsk. lyftiduft 14 dl portvín Fylling 50 g súkkulaði 50 g möndlur 40 g súkkat 40 g pómerans 100 g rúsínur 1 msk. hveiti SI<jraut 100 g flórsykur (2 dl) vatn rifmn appelsínubörkur Byrjið á fyllingunni. Hakkið allt sem á að fara í hana, hvert fyrir sig, og blandið síðan vel saman með 1 msk. af hveiti. Þá er komið að deiginu. Hrærið vel saman smjör og sykur. Bætið appel- sínuberkinum saman við. Hrærið glögg fyrir böm Mörgum þykir mjög gott að fá sér jólaglögg, t.d. eftir labb í jólaösinni á Laugaveginum eða þegar komið er heim á kvöldin. Jólaglögg þarf ekkert endilega að vera áfeng og krakkana langar ábyggilega jafn mikið í þenn- an heita jölalega drykk og fullorðna fólkið. Þess vegna er ekki vitlaust að útbúa jólaglögg fyrir börnin sem sötra má yfir piparkökubakstrinum. Bömum finnst nefnilega sérstaklega skemmtilegt að baka piparkökur og eiga aö fá að taka þátt í því. Hér kem- ur uppskrift aö jólaglögg fyrir börnin sem vert er aö prófa. 2 dl vatn 1 kanilstöng 8-10 negulnaglar hýði af 2-3 appelsínum (notið kart- ötluflysjara) safi úr 2-3 appelsínum Setjið allt sem upptalið er í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Hellið síð- an í stærri pott ásamt 1 lítra af vín- berjasaft og 4-5 dl af kirsuberjarsaft. Hitiö aftur upp og bætið 10 rúsínum og 50-75 g af möndluflögum út í. Hellið síðan í glas með skeið. Skammturinn dugar fyrir 6-7 börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.