Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Síða 48
52 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Trimm Mataræði: Ryðjum óholla matnum úr vegi Þaö eina sem þarf að gera er að stunda reglulega hreyfmgu og neyta færri hitaeininga en brennt er. Þetta hljómar svo andstyggilega auðvelt að einhverjir lesendur eru efalaust búnir að tvíhenda blaöinu út í horn í reiðikasti því þeir vita vel að þetta er ekki eins auðvelt að það hljómar. Nýlegar rannsóknir sýna þó að sam- setning fæðunnar vegur afar þungt, ekki síður en fjöldi hitaeininganna. Hvað maður borðar er ekki síður mikilvægt en hve mikið af því maður lætur ofan í sig. Rannsókn, sem gerð var við há- skólann í Illinois í Bandaríkjunum, beindist að mataræði 40 grannra og 38 spikfeitra manna og kvenna. Fylgst var ítarlega með mataræði þeirra um hríð og allir þátttakendur voru látnir halda nákvæmt bókhald yfir hvern einasta matarbita sem þeir létu ofan í sig. í ljós kom að ekki var merkjanlegur munur á fjölda hitaeininga sem grannir og feitir létu ofan í sig. Ekki var heldur marktæk- ur munur á hreyfimynstri þeirra, þ.e. báðir hópar stunduðu álíka mikla líkamsrækt. Það sem skildi hópana að var samsetning fæðunnar. Feitir karlmenn í hópnum fengu 33% hitaeininganna úr fitu en þeir grönnu aöeins 29%. Feitar konur í - það er ekki erfitt að grennast Rannsókn á feitum og grönnum sem fengu jafnmargar hitaeiningar leiddi athyglisverða hluti í Ijós. hópnum fengu 36% sinna hitaeininga úr fitu en grannar konur 29%. Auk þessa kom í ljós að feita fólkið hafði tilhneigingu til meira sykur- og sæt- indaáts en granna fólkið og það borð- aði mun minna af trefjarikri fæðu. Þetta þýöir það að sá sem vill grenn- ast ætti að huga meira að samsetn- ingu fæðunnar en því að telja hita- einingar frá morgni til kvölds. Með því að auka matarneyslu sína en gæta þess að það sé einungis holl, trefjarík og fitusnauð fæða sem bætt er við er smám saman hægt að ryöja óholla matnum út af matseðlinum. (Heimild: Runners World) Hlaupa- stingur - hvað er hægtað gera? Hefur þú einhvern timann feng- ið hlaupasting? Sennilega geta allir svarað þessu játandi og má þá einu gilda hvort um er að ræða skokkara, hlaupara eða bara ein- hvern sem er að missa af strætó. Flestir kannast við þann sker- andi sársauka sem hlaupastingur getur verið. Við hvert fótspor finnst þér eins og hnífur standi í síðunni á þér og hver andardrátt- ur kostar kvalir. Erlendar kann- anir sýna að þriöji hver keppandi í hlaupum þarf einhvern tímann að berjast viö hlaupasting, oftast við hraðaæfingar eöa í keppni. Hlaupastingur á upptök sin í þindinni. Hann orsakast af þvi aö önnur líffæri sem tengd eru við þindina toga í hana. Þetta eru einkum magi, lifur, bris og fleiri nauösynleg neöanþindaráhöld. Flestir tengja hlaupasting viö ónóga upphitun, stress eða rangt mataræði fyrir hlaup og margir hlauparar hafa uppi ýmsa sér- viskutakta sem eiga að koma í veg fyrir stinginn. Koma má í veg fyrir hlaupasting meö ýmsu móti, t.d. með því að foröast að borða eöa drekka mikíð fyrir hlaup eða átök. Þeir sem þjást sérlega af hlaupasting ættu aö stunda magaæfingar til þess aö styrkja magavöövana. Eitt ágætt ráö þeg- ar hlaupastingur gerir vart viö sig hægra megin er að reyna aö anda frá sér þegar vinstri fótur skellur á jörðinni og öfugt Enn- fremur er mönnum ráölagt aö leggja áherslu á magaöndun. Gönguskíði: Hvar eru mótin fyrir almenning? Hér með er auglýst eftir göngu- skíðamóti með þátttöku almennings. Trimmsíðan er sannfærð um að ef eitthvert íþróttafélag tæki sig til og kæmi á fótjéttu gönguskíöamóti fyr- ir almenning og kynnti þaö vel myndi ekki standa á þátttökunni. Staðreyndin er sú að margir trimm- arar nota gönguskíði sem aukaþjálf- un yfir vetrarmánuðina og þótt þeir Umsjón Páll Ásgeirsson séu misgóðir er yfirleitt grunnt á keppnisskapinu og margir vildu gjarnan fá að reyna sig við sína jafn- ingja. Góð þátttaka í almennings- hlaupum ætti að sanna að þetta er rétt. Auðvelt er að hugsa sér mótiö á troðinni braut í Bláfjöllunum og að keppt yrði í 5,10 og 20 kílómetra göngu í sem flestum aldursflokkum. Hér yrði, eins og í almenningshlaup- unum, aðalatriðið að vera með, sjálf- um sér til skemmtunar og heilsubót- ar. Fræg erlend fyrirmynd er Vasa- gangan í Svíþjóð sem einhverjir ís- lendingar keppa í á hveiju ári. „Þetta er góð hugmynd og sá sem hrindir þessu í framkvæmd á velvilja Blá- fjallanefndar vfsan," sagði Erling Jóhannsson, íþróttafulltrúi Reykja- víkurborgar, í samtali við Trimmsíð- una. Hann minnti þó á valt veðurlag sem gerir skipulag slíks móts erfitt. s:>vS» Það vantar gönguskiðamót fyrir almenning. DV Maraþon fyrir öld- unga? Trimmsíðan hefur eftir bestu fáanlegum heimildum aö nokkrir áhugasamir og sporléttir hlaup- arar ætli að gangast fyrir lítt formlegu íslandsmeistaramóti öldunga í maraþonhlaupi í vor. Hvernig skipt verður í flokka og hverjir teljast öldungar er ekki vitað en rætt hefur verið um að hlaupa frá Skálholti niður á Sel- foss sem mun vera nákvæmlega 42,1 kílómetri. Gárungar segja að til þess að hæðarmunur verði ekki ólöglegur (innan við 10 metr- ar) milli upphafs og enda hlaups verði markið að vera uppi á 3. hæð í Kaupfélaginu á Selfossi. Upphafsmenn þessarar hug- myndar og marga líklega þátttak- endur er að finna innan vébanda ÖL-hlaupahópsins. Trimmsíðan hefur fyrir satt að til sé staðfest heimsmet í því að hlaupa maraþonhlaup afturábak. Því er hér með beint til nýjunga- gjarnra hlaupara aö hér er verð- ugt verkefni að fást við. Vitað er um a.m.k. einn skokkara sem grípur til þessa hlaupalags við hátíðleg tækifæri. Við nefnum engin nöfn en viðkomandi er Ijós- myndari, hundaræktarmaður og hefur fengiö verðlaun fyrir furðufatnað í Reykjavíkurmara- þoni. Margir vita að fólk sem borðar mikið af fiski og fiskmeti er í minni hættu að fá hjartasjúk- dóma en gírugar kjötætur. Nýjar rannsóknir sýna að fiskát er enn- fremur gott fyrir lungun. Far- aldsfræöingar við Minnesotahá- skóla könnuöu mataræði og heilsufar 9.000 núverandi og fyrr- verandi reykingamanna og reyndust 900 þeirra vera með ein- hverja lungnasjúkdóma. í hópi þeirra heilsuveilu fannst varla nokkur fiskæta en hinir sem snæddu a.m.k. 500 grömm af fiski í viku hverri voru við ágæta heilsu. Sem sagt, ýsa var það heillin. Besta ráðið við svefhleysi er að stytta þann tíma sem maður eyð- ir í rúminu. Rannsóknir á nær 60 tilraunum síðustu 20 árin sýna svo ekki verður um villst að svefnleysingjar sem fara seinna að sofa og fyrr á fætur sofa bet- ur. Enn betur gengur þeim sem fara fram úr þegar þeir geta ekki sofið og fara að risla viö eitthvað annað en að bylta sér bölvandi og úrillir í rúminu. Þaö er nefni- lega iðulega ergelsi yfir því að geta ekki sofið sem heldur vöku fyrir fólki. Að æfa hlaupí gufubaöi Gufubað er til margra hluta nytsamlegt og getur komiö að sérstaklega góðu gagni við hlaupaþjálfun. Rétt er að taka fram að þetta er fúlasta alvara og umsjónarmaöur trimmsíðu er ekki að fara á límingunum. Gufu- baðið er ekki notað til þess bein- lfnis að hlaupa f þvf heldur er staðhæft að tíðar setur i gufubaði geti búið hlaupara undir að hlaupa í miklum hita og gert þeim kleiff að standa sig betur. í nýju tölublaði Runner World segist hlaupadrottningin Anne Marie Letko fara i gufubaö á hverjum degi og þakkar velgengni sína f hlaupum í heitu loftslagi einmitt því. Hún telur að byrjendur í gufúsetum ættu aö láta 10-15 mínúturí einu nægja í fyrstu. Það sem gerist er að svitakirtlar lík- amans starfa á hámarksafköstum í gufubaðí og ná þannig hámarks- kælingu. Þaö eru einmitt svita- kirtlarnir sem þurfa að vera í toppþjálfun eigi likaminn að geta starfað eðlilega í miklum hita og undir álagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.