Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 49
53 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Merming Frá Jóni Leifs Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskólabíói s.l. fimmtu- dagskvöld. Stjórnandi var Petri Sakari, núverandi aöalgestastjórn- andi sveitarinnar. Á efnisskránni voru tónverk eftir Jón Leifs og Mahler. Tónleikarnir hófust á Hinstu kveðju op. 53 fyrir strengjasveit eftir Jón Leifs. Verkiö var samið á árinu 1961 til minningar um móður tónskáldsins sem þá var nýlátin. Það er hægferðugt og tregafullt, en engu að síður þrungið sérstæðri og afar persónulegri fegurð og kæmi það undirrituðum ekki á óvart að þetta verk ætti eftir að festa sig í sessi á verkefnaskrám hljómsveita á alþjóðavettvangi. Sinfóniuhljóm- sveit íslands lék verkið mjög vel, af bæði sterkri tilfinningu og ná- kvæmni. Adagio-þáttur tíimdu sinfóníu Gustavs Mahlers var næstur á efn- isskrá og eins og áðurheyrt verk Jóns Leifs hófst verk Mahlers á víólum og meira að segja lauk með m.a. mjög háum nótum í piccolo- flautu, eins og við áttum eftir að heyra mikið af í þeim verkum Jóns sem á eftir fylgdu. Þetta verk Mahl- ers bendir til þess að stíll hans Tónlist Áskell Másson hafi verið að breytast þótt enginn viti raunar um hverjar breytingar tónskáldið kynni að hafa gert á verkinu áður en yfir lyki, hefði því enst aldur til. Þessi þáttur, eins og hann stendur nú, er afar viðkvæm- ur í flutningi og þrátt fyrir að um gerólíkan stíl sé að ræða þá á þessi tóniist þaö sameiginlegt með tónlist Jóns Leifs að vera þrungin tilfinn- ingum en nakin og miskunnarlaus fyrir flytjendurna og þannig einkar erfið í flutningi. Hljómsveitin lék verkið af innsæi og öryggi undir styrkri stjórn Petri Sakari. Forleik- urinn Minni íslands op. 9 var næst- ur á efnisskrá og er það verk sem byggist mjög á þjóðlegum stefjum, rímnalögum og tvísöngslögum. Oftsinnis fléttar tónskáldið saman á meistaralegan hátt ólíkustu stefj- um í þessu verki. Kór íslensku óperunnar og Graduaiekór Langholtskirkju tóku þátt í flutningi þessa verks svo og í því síðasta á efnisskránni, Þjóö- hvöt, einnig eftir Jón Leifs. Flutn- ingur beggja þessara verka var með ágætum á heildina litið og eiga þar margir þakkir skildar. Skiln- ingur hljómsveitarstjórans Petris Sakaris á tónlist Jóns hlýtur þó að rísa hæst og markar það að viti undirritaðs nokkur tímamót þegar segja má að við séum farin að heyra verk Jóns Leifs túlkuð en ekki bara leikin, en þaö var einmitt það sem gerðist á þessum tónleikum. Flutningur verksins Þjóðhvatar var sérlega áhrifamikill en í því verki sýnir Jón á sér margar hliðar sem höfundur. Verkið er í sjö köfl- um og ber hver þeirra sitt sérstæða yfirbragð. Hér er mörgum ólíkum öflum teflt saman, barnasöng, róm- antik, þjóölegri sönghefð og áhrif einnig frá framandi þjóðum. Upp- haflega mun Jón hafa ætlað sér að senda verkið í samkeppni sem efnt var til vegna Alþingishátíðarinnar 1930. Þegar hann sá hins vegar að hann átti sér í dómnefndinni and- stæðing sem var Sigfús Einarsson tónskáld, ákvað hann að láta vera að senda verk sitt í þá keppni. Hafði hann þar rétt fyrir sér að betur færi um verk sitt ef þaö fengi að njóta sín alfarið á eigin forsendum án allra ytri tilefna. Einlæg bravóhróp tónleikagesta í lok þessara tónleika sýndu, svo ekki verður um viiist, hvert erindi tónhst Jóns á til okkar allra. naust Borgartúni 26, Reykjavík. S.91-622262 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði. S.91-655510 Háberg, Skeifunni 5. Rv. S.91-814788 Vilborgarsjóður Starfsmannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst mánudag- inn 5. des. og stendur til 16. des. nk. Uppl. um regl- ur sjóðsins og afgreiðsla á skrifstofu Sóknar, Skip- holti 50a, sími 681150. Stjórn Sóknar LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! NÝTT NÝTT 100% bómull, 100% gæði Fibri bómullarfatnaður íl Stærðir: M-XXL Buxur kr. 3.990 Peysur kr. 4.990 Stærðir: M-XXL Blá peysa kr. 3.990 Bláar buxur kr. 3.890 Rauð peysa kr. 4.990 Sendum í póstkröfu Axel O, Vestmannaeyjum s. 98-13268 Dreifing Ju-GÓ, s. 679910 Fæst í öllum helstu sportvöruverslunum BÉhBHiíí Sunnudaglnn 4. desember kl. 15..—_________________ stóra jólatrénu í Kringlunni. Skólakór Kársness syngur jólalög og börn úr Kársnesskóla kveikja á jólatrénu. Furðufjölskyldan, Söngsveitin Fílharmónía, Söngtríó Frú Emelíu, Kvennakór Suðurnesja. Nýjar jólaskreytingar eru komnar upp í Kringlunni A«tl í desember daga til jóla í Kringlunni. Á laugardag er opíð frá kl.10-16 og sunnudag frá kl.13-17 ’JSffiHBHBBBBPÍHBBBSBSBÍBBBBHBBBB yfír 2000 bflastæði - öll ókeypis - ...alltaf hlý
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.