Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 11
Jólablað 1975 — ÞJOÐYI I þvottabala á baki um hávetur, og var reyndar nærri drukknuð i einni slikri laugarferð, er hun sökk upp undir hendur i mýri skammí frá Rauðará, en snjór yfir öllu og leiðin henni ókunnug. Aratugum siðar sagði ekkja tón- skáldsins við hana eitthvað á þá leið, að mikilli furðu gegndi hvað hún væri, þvi aldrei hefði „verið malað undir hana”. Skammt frá heimili Helga smiðs i Þingholtunum bjó roskin sýslumannsekkja, Þórdis Thorsteinsson, og. hafði kostgangara, mestmegnis skóla- pilta. Það varð Guðrúnu Jóns- dóttur til happs, að hún lenti hjá þeirri konu og dvaldist þar um þriggja ára skeið. Þar lærði hún sitthvað, sem á þeim tima var ekki a.ltitt að kenna óbrotnum alþýðustúlkum m.a. dönsku og hannyrðir ýmiskonar. Á heimil- inu rikti sú tegund agabundinnar glaðværðar, sem var einkenni betri-heimila á þeirri tið. Þar kynntist Guðrún fyrst fólki af þeirri tegund, sem sjálfsagt þótti að kalla „heldrafólk”. Húsmóð- irin var tengdamóðir sjálfs landshöfðingjans. Embættismenn og synir þeirra voru svo til dag- legir gestir. En stúlkuna af Alfta- nesi umgekkst Þórdis Thorsteins- son sem sina eigin dóttur. Ahrifin frá þvi heimili áttu eftir að verða varanleg svo lengi sem Guðrún lifði, enda minntist hún þeirrar dvalar sem einhvers unaðs- legasta tima ævi sinnar. Ungur menntamaður, Ólafur Stephensen að nafni, var um þessar mundir að ráðgera Ame- rikuför. Hann hafði lært til læknis og ákvað að yfirgefa gamla landið, eins og svo margir á þessum tima, og flytjast til Nýja heimsins. Mér er ekki kunnugt um, hversu náinn kunnings- skapur hans og Guðrúnar hefur verið, en svo mikið er vist, að hann lagði fast að henni að flytjast með sér vestur. — Hvað er ævintýralegra fyrir unga stúlku en slikt tilboð? Hafi maður i huga þá eftirvæntingu sem rikti meðal margra hér á landi á þeim tima, þegar áróðurinn fyrir Am- erikuferðum hljómaði sem hæst, er auðveldara að fá svarið við þeirri spurn. Og Guðrún Jóns- dóttir var mjög fús til fararinnar. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja. Schierbeck landlæknir sannfærði hana um, að svo óheil- næmt væri loftslagið i hinni vest- lægu heimsálfu, að hún myndi ekki geta hafzt þar við til lengdar; hann útmálaði fyrir henni alla þá erfiðleika sem híytu að biða hennar i þvi fjarlæga landi, og endirinn varð sá, að Guðrún fór hvergi. ólafur Step- hensen fór, varð læknir vestra og kom aldrei aftur. En örlög stúlk- unnar voru ráðin. Það átti ekki að verða hlutskipti hennar að hverfa burt. Árið 1885, rúmlega tvitug að aldri, ræðst hún sem „innistúlka” til Hallberg-hjónanna á Hótel Island, og þar er hún um tveggja ára skeið. Liklega kemst hún á þvi timabili i hvað mesta snertingu við hið unga lif höfuð- staðarins tilvonandi, og á efri árum sinum kunni hún ótaldar sögur frá þeim tima af ýmsu fólki, sem þá var ungt eða i blóma lifsins og átti jafnvel eftir að komast inn i Islandssöguna. Nöfn eins og Gestur Pálsson. Einar Benediktsson, Matthias Jochumsson og Hannes Hafstein voru henni ekki aðeins nöfn. Hún umgekkst þetta fólk meira og minna og þekkti vel. Og svo auðvitað hin nöfnin, sem engu siður gerðu sitt til að skapa umhverfiö: Gunna grallari, Sæfinnur með sextán skó, Eyjólfur ljóstollur... Það er um þessar mundir, að Reykjavik er að eignast sinn fræga „rúnt” i miðbænum. Unga fólkið hringsólaði um Aðal- stræti, Skólabrú. Heilags- andastræti og Löngustétt (Offisiel nöfn á þeim siðastnefndu voru reyndar Lækjargata og Austur- stræti, rétt eins og nú). Og þegar Reykvikingur heyrir nelndan „rúntinn” þarf ekki að gefa honum frekari lýsingu; það skiptir engu máli, hvort stolt ung- lingsins eru danskir skór á árinu 1886 eða lúxusbill á árinu 1963 — það er sá sami rúntur reyk- viskrar æsku. Og eitthvert kvöldið er Hannes Hafstein þar á gangi ásamt lagsbróður sinum, eftir að sól er sigin og sæll máninn stiginn upp á himinhvolfið; það er föl á jörðu. Þeir eru örlitið hreifir — og á vegi þeirra verður Guðrún Jónsdóttir frá Hausastöðum. Þeir taka hana tali —eða gera tilraun til þess — en hún vikur sér undan og inn i næsta hús. Og er sú saga ekki öllu lengri; nema hvað Hannes Hafstein yrkir „Gunnu- kvæði”, vinsælt ljóð, sem islenzkir stúdentar hafa ára- tugum saman sungið i góðum fagnaði og margir kunna. A stignum þar þeir stanza, sem stjörnur augun glansa. Hún vildi ekki anza... En var þá engin ást i lifi þessar- ar stúlku? Jú vissulega, Sönn ást og hrein. blandin allri þeirri rómantik og framtiðarvon, sem á öllum timum, meðal allra kyn- slóða, er óaðskiljanlegur þáttur sliks. Hún trúlofast ungum prestaskólastúdent, Þorsteini Bergssyni, Jónssonar prófasts að Vallanesi. En hér er bezt að gera langa sögu stutta. A efri árum vildi hún sem minnst um þetta tala. Má vera, að hálfri öld hafi tekizt að græða sárið — ellegar önnur sár og nýrri hafi gert hið fyrra sem smávægilega skeinu. En af prestaskólasveininum Þor- steini Bergssyni er það að segja, að hann lauk embættisprófi i nóvemberbyrjun 1887, tók sótt skömmu siðar og var liðið lik áður en mánuðurinn var á enda. Hafi örlög Guðrúnar verið ráðin á þeirri stundu sem hún ákvað að flytjast ekki til Ameriku, heldur vera kyrr og fara hvergi, þá voru þau nú vissulega ráðin öðru sinni. Enda bregður nú svo við, að hún unir sér ekki i Reykjavik lengur. Hvað enframundan? Þaðveithún ekki — nema það eitt, að hún verður að vinna, starfa, strita þegar svo ber undir. Framundan beið hennar lika ævilangt strit. ævilöng lórn. ævilöng átök þar sem nevta þurfti allra krai'ta Þegar hér er komið sögu, er hún i blóma lifsins, 24 ára gömul, en það er ekki fyrr en sjö eða átta árum siðar, að hún eignast eigið heimili. Þegar hún yfirgefur. Reykjavik. liggur leið hennar fyrst inn á heimili Norðfjörðs-* hjónanna i Keflavik.og þar dvelst hún i tvö ár. Eltir það er hún árlangt að Bakka i Melasveit, og nokkrar vikur kaupakona að Uppsölum i Hálsasveit. A þessum árum. sem voru einu ár ævi henn- ar. sem hún dvaldist i sveit. fékk hún þa óbeit á islenzku sveitalifi. evmd þess og sóöaskap. fpfræði og vinnuhörku. sem hún gat aldrei unnið bug á svo lengi sem hún lifði. Þangað var að rekja ástæðuna til þess. að hún gat ekki hugsað sér að senda sin eigin börn i sveit. Og svo sagðisl henni frá siðar. að aumlegur aðbúnaður hennar sjálfrar i þessum vistum hefði þó verið hátið og bilifi á móts við það sem vandalausir unglingar og niðursetningar helðu sums staðar orðið að þola. Máski hafði dvölin i höfuðstaðn- um gert þessa draumlyndu stúlku kröfuharða. Um það skal ekki dæmt. en vist er. að islenzk sveitamenning með öllu hennar ágæti átti aldrei upp á pallborðið hjá Guðrúnu frá Hausastöðuni Veturinn 1891—’92 dvelst hún i Reykjavik og lærir kjólasaum. Sumarið eftir tekur hún sig upp að nýju, fer aíla leið vestur á önundarfjörö og dvelst þar sumarlangt I vist. Um haustið hverfur hún aftur til Reyk.javikur og leggur slund á saumaskap næsta árið eða um það bil. Þá knýja örlögin dyra enn einu sinni. Fyrir veslan hafði hún kynnzt norðlenzkum manni, Benedikt Þorsteinssyni. sem var þó nokkru eldri en hún. sjó- maður. gæsimenni og talinn duglegur. en hafði þó litið orðið uppifasl. ilann kemur nú suður. og er ekki að orðlengja það. að þau verða ásátt um að láta eitt vfir bæði ganga. Ilitt er mér stórlega til efs. að draum- lyndi eða rómantik hafi af Guð- rúnar háll'u stjórnaö þeirri ráða brevtni. Þegar hér var komið sögu hafði hún einn eða tvo um þritugt og varla seinna vænna fyrir einstæðingsstúlku að koma sér I höfn. Oftar en einu sinni heyrði ég hana segja eitthvað á þá leið, að það væri hægt að stofna heimili án ástar, eignast börn án ástar. þvo þvotta og skúra gólf án ástar. Hvað átti hún við með þeim ópersónulegu setningum? Voru það spakmæli, sem hún hafði lesið i bókum? Eða var það einföld tjáning á lifs- revnslu hennar sjálfrar? Fyrstu samvistarár sin voru þau Benedikt og Guðrún búsett á Austfjörðum, fyrst á Mjóa irði, siðar á Vopnafirði. 1 október 1895 fæðist þeim sonur, sem látirn er heita Guðmann Elias, og á öf rum degi nýrrar aldar, 2. janúar 901, fæðist dóttirin sem hlaut nrfnið Elisabet Jónina Ekki varð heim fleiri barna auðið. Bene iikt Þorsteinsson stundaði sjó og jafn- framt algenga verkamannav|nnu Guðrún Jónsdóttir með greinarhöf. á handleggnum. Myndin tekin við konungskomu i Rvik 1926. Klisabet Jónina Benediktsdóttir, móðir greinarhöfundar. Myndin tekin i lteykjavik 1922. Guðmann Klias Benediktsson skömmu lyrir utanförina til \or- egs. Myndin tekin á Akurevri. brot úr hópmynd sem nú er lik- lega glötuð. i landi. en ekki er mer kunnugt um, að þau hafi átt búfé. Eins og áður segir þótti Benedikt dugnaðarmaður til verka. glæsi- menni að vallarsýn, og hefur óefað átt til að bera ýmsilegt það. sem I augum fólks þykir koma heim við sanna karlmennsku — meðal annars þrautseigju og þol við vindrykkju. Sá hæfileiki sljóvgaðist ekki, þótt árin liðu; fremur hið gagnstæða. Arið 1905 eða þar um bil flytjast þau búferlum til Akureyrar og áttu heima þar það sem eftir var af sambúð þeirra. A þessum árum fór óregla Benedikts vax- andi, og kom að þvi um siðir, að þau Guðrún slitu samvistum. Fór þá Benedikt suður á land, og höfðu þau hvorugt af öðru að segja eftir það. Uppi stóð hún ein með börnin tvö innan við fermingu. Enn voru orðin þátta- skil i lifi hennar. Og nú tóku við erfið ár. Kannski erfiðari vegna þess, að Guörún Jónsdóttir setti markið hátt. Henni var ekki nóg að láta hverjum degi nægja sina þján- ingu, þótt hún vrði að sjálfsögðu að gera það jöfnum höndum. heldur horfði hún fram á við — eignaðist hugsjón. Það varð hennar hugsjón, að láta það sjást og sannast, að hún gæti ekki aðeins séð börnunum sinum fyrir brýnustu lifsnauðsynjum. heldur skyldi hún lika koma þeim til mennta. fremur en þá var enn titt um alþýðubörn. Um mörg undan- farin ár hafði hún orðið að vinna fyrir heimilinu að miklu leyti. með þvi sem til féll i sjávarplássi og kvenmaður gat talizt geta unnið. Það voru þvi kannski ekki ýkjamikil viðbrigði. þótt eigin- maðurinn væri horfinn út og suður. Enn var hún á þeim aldri. að hún var ekki farin að missa móð; átti þó fátt i fimmtugt. Börnin hennar voru henni það yndi. sú fylling lifsins. sem ekkert annað hefði getað orðið i jafn- rikum mæli. Þau voru framtiðin. Fyrir þau skyldi lifað. á meðan þau þyrftu þess með; engin liætta væri á öðru en að þau myndu endurgjalda henni það i fyllingu timans. — Og Guðrún Jónsdóttir neytti handa sinna, lagði nótt við dag. sá með hverjum degi ávöxt iðju sinnar og var óefað Framhald á bls. 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.