Þjóðviljinn - 24.12.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975. t I ! ! F i i I i f r i Rætt við Hildi Hákonardóttur vefara, sem nú er skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands Skemmtilegur skóli og ekki mjög vondur Ef marka má af fjölda málverkasýninga i Reykjavik, málverka- uppboöa og fjörugu lifi i myndlist að öðru leyti, svo sem sérkennilegri skiptingu málara I raun- verulega málara og föndrara, hlýtur Mynd- lista- og handiðaskóU ís- lands að vera einhvers konar miðpunktur i stormviðrum lista- pólitikurinnar. Fyrir nokkrum dögum sagði Niels Hafstein i grein i Þjóðívilj- anum, þar sem hann fjallaði um myndir eftir Einar Hákonarson, einn af kennurum Myndlistaskól- ans: „Vera min i Myndlista- og handiðaskóla íslands hefur oft orðið mér umhugsunarefni, sér- staklega undraði mig hin fast- njörvaða stefna einstakra kenn- ara gagnvart nýjungum i mynd- list, þessum mönnum var þróunin lokuðbók, og þau gildi sem nýjar liststefnur báru með sér fengu ekki náð fyrir augum þeirra, að- eins skyldi byggt á grundvallar- reglum og gömlum kennsluhátt- um...Ágætur mvndlistarunnandi sagði við mig um daginn, er við ræddum þessi mál, að Myndlista- og handiðaskólinn hefði heila- þvegið 90% af nemendum sinum frá þvf hann mundi eftirsér... Ef einhver i SÚM hópnum stundaði nám i MHt þá forðaði hann sér i burtu og andaði að sér ferskara lofti, t.d. áhrifum frá Diter Rot o.fl. Þegar poplistin ruddi sér braut fyrir mörgum árum þá sögðu uppeldisfræðingarnir nei, nei! Þegar Conceptualisminn bankaði á dyrnar hjá þeim var söngurinn nei, nei!...” Og síðar i grein sinni segir Ní- els, og er þá kominn að kennara MHl, Einari Hákonarsyni: „Ein- ar Hákonarson er gott dæmi um listamann sem soðinn hefur verið niður, tjóðraður við hefðina og patentlausnina, — en i hans stað má alveg eins taka hvern sem er af þessum oliumálurum og negla hann uppað vegg, ef einhver munur er á útfærslunni þá heim- færist hann aðeins á persónuleg- an stil...” Og þeim sem fylgdust með myndlistarmálum, t.d. á siðum dagblaðanna var ljóst, að með þessari harðorðu grein Nielsar, var einmitt snert við þvi máli myndlistarinnar sem sjaidnast er rætt oþinberlega, striðið milli yngri manna og FIM-málara annars vegar, skólakennaranna og þeirra sem hafa sprengt sér eigin leið, t.d. ýmissa SÚM-ar- anna. Það stóð raunar ekki á svarinu, Bragi Ásgeirsson svaraði viku siðar í Morgunblaðinu: „Að sjálfsögðu ætla ég ekki að elta ólar við skoðanirNielsar, sem eru hans mál, en mér er spurn, hverjir hafa soðið Einar niður og segir Hildur um skóla sinn, þar sem gamla einkunnakerfiö hefur veriö lagt niöur tjóðrað? Slik fullyrðing er mjög alvarlegs eðlis, að ekki sé meira sagt, þvi að þetta hlýtur fyrst og fremst að vera einstaklingsbund- ið, hvort menn láti sjóða sig niður og tjóðra af einstaklingum, stefn- um eða skóltum... — Og svo við vikjum aðeins að fullyrðingum Nielsar um Mynd- lista-og handiðaskólann, kannast ég sannarlega ekki við fastnjörv- aða stefnu einstakra kennara gagnvart nýjungum i myndlist. Þvert á móti tel ég marga þeirra opna gagnvart mörgum framúr- stefnugildum, þótt þeir taki margir afstöðu gegn þeirri stefnu sem Niels Hafstein og félagar að- hyllast. Og annað er það, að kenn- urum skólans leyfist að hafa skoðanir og halda fast i þær og eru ekki skyldugir til að hlaupa eftir hverri framúrstefnuvind- bólu, er hingað berst að utan...” Innan piramiðans Blaðamann langaði að skyggn- ast um innandyra i þvi skólahúsi, sem þannig er deilt um, og við hittum Hildi Hákonardóttur skólastjóra á dögunum. Myndlista- og handiðaskólinn er sérkennilegur að ytri lögun. Hann virðist ótrúlega litill þegar inn er komið, á fyrstu hæð situr skólastjórinn og þar er fundar- herbergi. En þegar ofar dregur i það hús sem skólinn ræður, dreif- Einn af nemendum skólans viö leirkera- gerö Meö greininni eru fleiri myndir af nemendum og kennur- um aö starfi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.