Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 13
Jólablaft 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 iststofnunin til beggja átta, hann teygir úr sér upp i loftið eins og öfugur piramiði eða eins og þjóð- félagsbyggingin sjálf utan hvað stjórnandi Myndlista- og hand- iðaskíans situr undir öllu bákninu en i þjóðfélagsbákninu tróna stjórnendur fjölmennir efst. Myndlista- og handiðaskólinn er gjörólfkur öðrum skólum á landinu, ef ekki að skipulagi þá að öllu innra starfi. Til að fá inngöngu þurfa menn að hafa gagnfræðapróf og stand- ast inntökupróf. t haust sóttu rúmlega 70 nemendur og tæplega 50 sluppu inn i skólann. Það er reyndar ekki alveg rétt að gagn- fræðapróf dugi til inngöngu, þvi að ætlast er til að menn kunni svolitið fyrir sér i undirstöðuat- riðum myndlistar, meðferð tóna og lita og geti séð hlutina rétt og skilað þeim þannig á pappirinn. Margir þeirra sem setjast i dag- skólann hafa stundað nám á kvöldnámskeiðum MHI áður og þannig kynnst undirstöðuatriðun- um, eða þeir hafa tekið myndlist sem valgrein i menntaskóla. A fyrsta ári i MHt er nám al- menns eðlis, undirbúningur undir sérhæfingu, annað árið er svo tvi- skipt, eða a.m.k. er stefnt að þvi að þar mótist skipulag er greini milli þeirra sem ætla i myndlist og þeirra sem ætla i kennslu og handiðir. Á þriðja ári eru nemendur svo búnir að velja sér deild: kenn- aradeild þar sem numin er teikn- jn eða vefnaður. Þá geta menn einnig valið sér auglvsingadeild, textildeild, keramikdeild og myndlistardeild. Myndlistardeildin skiptist svo afturi grafik, skúlptúr og málun. Menntaskóli, háskóli, tækniskóli Hildur skólastjóri fræðir okkur um það, að þeir sem hefji nám i MHl séu oft á tiðum farnir að „reskjast”, meðalaldur nýlið- anna er 20 ár, af 141 nemanda i skólanum (þar af 94 stúlkur) er 21 með stúdentspróf, 10 koma úr iðii- skóla, 5 úr Kennaraskólanum og 7 úr verslunarskólanum, svo eitt- hvað sé nefnt. Aðeins islenskukennsla og kennsla i listasögu og i sumum tilfellum fagsaga eru bókleg og að hætti bóknámsskólanna, að öðru leyti er skólinn eins og eitt alls- herjar verkstæði. „Stofnunin er einhvers staðar á bilinu milli þess að vera mennta- skóli, háskóli og tækniskóli”, seg- ir Hildur, „en við kennararnir finnum helst til samstöðu með listaskólunum tveimur og auk þess verknámsskólunum, vegna þeirra vinnubragða sem hér eru notuð. Kennarar verknáms- skólanna eru verr launaðir en sennarar bóknámsskólanna og nemendur okkar fá ekki námslán 3g tel ég þetta gróft óréttlæti. Þeir sem ljúka námi hór”, heldur Hildur áfram, ,,fá sumir nokkur réttindi, svo sem auglýs- ingateiknarar og nefna má kenn- arapróf, en annað er reyndar nokkuð undir hælinn lagt. Þó eru textilhönnuðir búnir að mynda fagfélag, en fagfélögin eru undir- staða sérstakra undirstöðurétt- inda. Nemendur héðan, t.d. nem- endur i málun, eru oft i tengslum við skólann eftir að verunni hér er lokið. Það eru lika mörg dæmi þess, að brautskráður nemandi sest aftur i skólann, annað hvort i aðra deild eða’þá i „akademiuna” sem við svo köllum. „Akademian” er eins konar fimmta námsár. Hörður Agústs- son skólastjóri kom henni á fót, hugsaði hana sem eins konar brú milli námsins hér i skólanum og náms i erlendum listaskólum. M.a. var hún stofnuð vegna þess að seinni árin hefur orðið æ tor- sóttara að fá inni á erlendum listaháskólum og listamaður. brautskráður héðan, getur átt erfiða vist úti i þjóðfélaginu, ó- studdur og án „réttinda””. Skemmtilegur skóli — segir skólastjórinn Aður en við spyrjum Hildi um deilu yngri iistamanna (sbr. grein Nielsar Hafstein) og ann- arra (sbr. Braga Asg.) spyrjum við hvort MHl sé skemmtilegur skóli. Framhald á bls. 15. „Ef ég kenndi sögu, myndi ég byrja á nútíðinni. Seinna myndu vakna spurningar um fortíðina...” „Hér eru nemendur og hér eru verkstæði — nemendur sjá raunhæfan árangur vinnu sinnar” „Margir útskrifaðir nemendur snúa aftur til skólans” „Myndlista- og handíðaskólinn er einhvers staðar á bilinu milli háskóla, menntaskóla og tækniskóla” „Myndlist er huglæg glíma við viðfangsefni, glíma við verklega þjálfun — samstilling þessara tveggja þátta” „Fólk skilur ekki þennan þétta lærdóm mynd- listarmannsins — finnur samkennd með amatörlist” ..ekki mögulegt nema maður losi sig úr viðjum einkunnar- kerfisins”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.