Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 24

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 24
24 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975. Einar Már Jónsson heldur áfram frásögn sinni af vestur- íslendingum í Kanada Þannig var lifiö á sléttunum miklu áöur fyrr — áður cn hvitir menn út- rýmdu visundahjörðunum. Þessi útstiiling er á þjóöminjasafninu í Winni- peg og mun hún aö visu ekki eiga aö sýna indiána á visundaveiöum heldur métis, þ.e.a.s. kynblendinga frakka og indiána, en þeir voru fjölmennir i Manitoba og mynduöu sérstaka þjóð. Þetta skilti mætir feröamönnum sem koma til Baffins lands. A þvi stendur „Velkominn” á þremur málum: ensku, frönsku og tungu núita (eða eski- móa) og sýnir þaö ferðamanninum þegar aö Kanada er ekki tvityngt land heldur fjöltyngt. „Métis” á visundaveiöum. INDÍÁNAR Ariö 1910 dreymdi ungan mann, Trausta Vigfússon i Geys- is-byggð, að maður nokkur kom inn i herbergi hans. Hann kynnti sig sem John Ramsay og sagði svo við Trausta: „Ég vil að þú reisir garð umhverfis gröf ást- kærrar konu minnar Betsýjar á Sandy Bar”. Trausti baðst undan þessu, hann sagðist vera fátækur og hafa litið bolmagn til slikra framkvæmda, og þvi ráölagöi hann manninum að snúa sér eitt- hvað annað. En John Ramsay sagði þá að allir aðrir hefðu dauf- heyrst við bæn hans. Trausti gleymdi þessum draum fljótlega, en nokkrum mánuðum siðar dreymdi hann sama mann- inn aftur. bá lét hann reisa garð umhverfis leiði Betsýjar, sem merkt var með legsteini með nafni hennar, og standa bæði garðurinn og legsteinninn enn á Sandy Bar. Einum þrjátiu og fimm árum áður en þessi atburður varð hafði John Ramsay hitt islendinga i fyrsta sinn. Fyrsta vetur islensku landnemanna á þvi svæði sem Kanadastjórn hafði úthlutað þeim fóru þrjár fjölskyldur norður til íslendingafljóts og hugðust setj- ast að fyrir norðan fljótið nálægt þeim stað þar sem nú er þorpið Riverton. En meðan þeir voru að ir inn á land indiána. Þess vegna skyldu þeir yfirgefa staðinn. ís- lendingarnir voru ekki of vissir i sinni sök, og varð niðurstaöan þvi sú að báðir aðilar komu sér sam- an um að skjóta málinu til um- boðsmanna stjórnarinnar. Nokkru siðar kom sá úrskurður aö landsvæði islendinganna næði norður fyrir fljótið, og mættu þeir þvi byggja á þessum stað. Eftir þetta varð John Ramsay hinn mesti vinur isléndinga og aðstoðaði þá á ýmsan hátt. 1 hungursneyðinni fyrsta vorið hjálpuöu indiánarnir islendingum með matgjöfum og hefði ástandið orðið enn alvarlegra ef þeirrar hjálparhefði ekki notið við. Siðar leiðbeindu indiánarnir þeim með ýmsa veiðitækni, einkum fisk- veiðar undir is, sem annars stað- ar er skýrt frá, og fór það svo að islendingar urðu hinir mestu kunnáttumenn á þessu sviði. John Ramsay var einnig leiðsögumað- ur islendinga i byrjun meðan þeir voru enn litt kunnugir landinu. Kynntist hann sérstaklega vel þeim islendingum sem settust að við islendingafljót. Þegar bólusóttin gekk um á Nýja Islandi herjaði hún jafn grimmdarlega á indiánana og is- lendingana. Þann vetur fór John m ------>■ Frá Manotoba-háskóla : þar er bæöi kcnnd Islenska — og cree. byggja fyrsta kofann, komu indi- ánar aö og fóru að ýfast við þá. Forystumaður þeirra gerði sig liklegan til að ýta báti islending- anna út i fljótið þar til einn þeirra kom hlaupandi með reidda öxi. Þá reri hann burt sem skjótast i barkarbát sinum: Þessi indiáni var John Ramsay. Allan þennan dag reru indiánarnir upp og niður ána ogskjfiuýmistá fugla eða upp i loftið, greinilega i þeim tilgangi aðhræða landnemana. Siðla dags gengu indiánarnir svo inn i kofa landnemanna með byssur i hendi og settust þegjandi niður i hálf- hring við dyrnar, en islending- arnir sátu innstinni. Þannig leið nokkur timi, en um sólsetur kom John Ramsay með indiánskan túlk. Hann tilkynnti islendingun- um að nýlenda þeirra næði aðeins norður að Islendingafljóti en ekki lengra, og væru þeir þvi nú komn-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.