Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 32

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 32
32SÍÐA ÞJÓÐVILJINN— Jólablað 1975. Þessi stytta stendur i Gimli og mun eiga að tákna á sinn hátt uppruna staðarmanna. Nokkrir islendingar hafa flust til Winnipeg á siðustu árum, og eru meö- al þeirra Þráinn Kristjánsson veitingahússtjóri og Edda kona hans. Þetta glæsiiega veitingahús er i Winnipeg og heitir „The Round Table”. Þvi stjúrnar Þráinn Kristjánsson. Báturinn „íslendingur” verður hafður til siglinga milli eyja Winnipeg-vatns. A strönd Hecla Isiand. f spurt er að þvi hversu vel is- lenska sé við lýði á Nýja íslandi og i öðrum islendingabyggðum Kanada, væri einfaldasta svarið vafalaust það, að flestir vestur-is- lendingar sem komnir eru um og yfir fertugt tali ágæta islensku, en þeir sem eru yngri tali litið sem ekkert. I fljótu bragði virðist þetta lika vera i fullu samræmi við þá meginreglu, sem lærdóms- mennirnir boðuðu á ráðstefnunni i Winnineg: að fyrsta kynslóð innflytjenda reyni af öllum mætti að viðhalda menningu sinni og varðveita tengslin við upprunann, önnur kynslóðin taki við þessum menningararfi — en reyni af öll- um mætti að gleyma honum, en þriðja kynslóðin reyni að rifja hann upp á ný og viðhalda þvi sem þá er ekki þegar gleymt og fyrnt. En maður rekur sig fljótt á það að málið er allmiklu flóknara en það virðist vera á yfirborðinu, og þessi ágæta regla stenst ekki nema að litlu leyti. bannig er t.d. mjög hæpið að'segja að fyrsta kynslóðin hafi „reynt aö halda menningu sinni”. Þeir sem bjuggu i islenskustu byggðarlög- um Nýja íslands (Fljótsbyggð og Mikley og sveitunum þar i kring) voru islenskir bændur og þurftu ekki að leggja mikið á sig til að vera það áfram. Nýja ísland var alislenskt smáriki i tiu ár og reyndar vafalaust miklu lengur, og þegar „gallarir” (úkrainu- menn, pólverjar og ungverjar) fóru að flytjast þangað upp úr aldamótunum, kunnu þeir ekki ensku og urðu þvi ekki til þess að ýta undir enskukunnáttu meðal vestur-islendinga. Sagt er að margir gallar hafi lært islensku, en hins vegar fara engar sögu af þvi að vestur-islendingar hafi lært mál þeirra. Þessu olli munur á þjóðfélagsstöðu: innflytjendur frá Austur-Evrópu voru fátækir og ómenntaðir flóttamenn, sem höfðu neyðst til að yfirgefa lönd sin af pólitiskum ástæðum. Orðið „galli” var hálfgert skammar- yrði i munni vestur-islendinga: „Þú skalt ekki tala við mig, ég er ekkert annað en helvitis galli”, sagði úkrainumaður i Arborg, sem talaði ágæta islensku, við Harald Bessason. Ýmsir þeir islendingar, er bjuggu meðal enskumælandi kanada- manna, reyndu hins vegar þegar að verða kanadiskir. Þá vildi það oft brenna við að mönnum gekk illa að halda islenskunni og held- ur ekki vel að læra enskuna, og varð árangurinn oft á tiðum hið furðulegasta hrognamál. Gutt- ormur J. Guttormsson gerði fræga skopstælingu á málfari þessara manna i kvæði sinu „Winnipeg lcelander”, sem flest- ir vestur-islendingar kannast við: Vestur- íslensk menning í Manitoba

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.