Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 54
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 4 Jölablaö 1975 —
Nýja Island
Framhald af 23. siBu.
sem tilheyroi a& visu Kan^a, og
var þvi háð hvaö öll „utanrikis-
mál” snerti, en þaö hafði sér-
staka stj.skrá og stjórn, sérstaka
tungu (fræösla fór fram á is-’
lensku) og sérstakt þjóöerni, þvi
aöeins islendingar gátu sest þar
aö. Hafin var útgáfa blaös,
Framfara, sem hætti þó aö koma
út 1880 vegna fjárskorts, og um
þetta leyfi hófust magnaðar trú-
máladeilur, sem minntu mikið á
stjórnmáladeilur heima. Þær
stóðu i áratugi aö visu meö nokkr-
um hléum, og tóku á sig ýmsar
myndir. Margir hafa hneykslast á
þessum deilum, en ýmsir þjóö-
félagfræöingar nú á dögum
hneigjast þó að þeirri skoöun, aö
slikar deilur séu fremur merki
um heilbrigt þjóðlif.
Þetta alislenska smáriki stóö i
tiu ár. Þegar árið 1883 fékk Nýja
tsland að visu kanadisk sveitar-
réttindi, en þau voru ekki notuö
fyrst um sinn og héldu menn is-
lenskum stjórnarháttum til 1887.
Þá var Manitoba stækkað og
meirihluti Keewatins-svæöis
sameinað þvi, og varö Nýja ís-
land þá sveit i fylkinu. Þannig
lauk þessari stórmerku tilraun
islendinga i Vesturheimi, og
sérkennilegasta kafla i sögu is-
lendinga fyrr og siðar, þvi að
tilraunin var ekki endurtekin
hvorki þar né i neinni annarri
byggð sem islendingar námu
síðar. En sagt er að þetta is-
lenska riki heföi getað staöið
miklu lengur með fullu samþykki
kanadiskrayfirvalda, ef veruleg-
ur áhugi hefði veriö fyrir hendi
meðal vestur-islendinga.
Islenskir útflytjendur höföu
alltaf haft i huga aö stofna „Nýtt
ísland” hvar svo sem þaö bæri
niður. En það er ekki óliklegj að
hörmungar frumbýlingsáranna
hafi einmitt dregiö svo mjög
kjark úr isl. landnemunum, að
þeir höföu ekki bolmagn til aö
halda tilrauninni áfram. Ekki er
vafi á þvi, aö eftir bóluveturinn
mikla voru margir lamaðir á sál
og líkama og vildu helst komast
burtu. Einn af helstu forvigis-
mönnum nýlendunnar, séra Páll
Þorláksson sem kom þangaö
haustið 1877 til að gegna prests-
störfum, var alltaf óánægður með
landið. Hann þekkti vel blómleg-
an landbúnað norskra landnema I
Wisconsin og leit svo á að land-
könnuðirnir þrir hefðu af
vanþekkingu valið bæði afskekkt
og lélegt land, þar sem engin von
væri til þess aö islendingar gætu
komiö undir sig fótunum. Strax
voriö 1878 stjórnaði hann brott-
flutningi fjölda manns úr
Nýja íslandi til Norður Dakóta,
þar sem hann stofnaði is-
lendingabyggð, sem þar er enn
viö lýöi. Vegna hins öra land-
náms þar gátu islendingar þó
ekki fengið eins mikið landrými
þar og þurft hefði og þótt þessi
byggð yrði um stund (1888)
stærsta islendingabyggðin
vestanhafs, varð fljótlega of
þröngt um landnemana.
Eftir brottför sr. Páls og
fylgismanna hans, helst enn
sama ástand i Nýja íslandi. Menn
voru stöðugt lamaöir eftir
erfiðleika fyrstu áranna og ekkert
virtist rætast úr: mönnum gekk
illa að aðlaga sig að atvinnuhátt-
um nýja landsins, og flóðin I
Winnipeg-vatni, einkum 1880 sem
eyðilögðu hibýli og torvelduðu
landbúnað, bættu ekki úr skák.
Við þetta bættist að stjórnarlánin
voru þrotin og talsverðar horfur á
atvinnuleysi — enda hafði ekki
enn verið lögð járnbraut til ný-
lendunnar. Vorið 1881 hófust aftur
brottflutningar úr Nýja Islandi,
og lá straumurinn I þetta skipti til
Argyle-byggöar, sem er um 100
milur suðvestur frá Winnipeg, og
hélt þessi hreyfing áfram næstu
árin. Ekki er loku fyrir það skotið
að trúmáladeilur hafi valdið
nokkru um, að þeir sem fluttust
burt á þessum árum tóku
stefnuna i tvær ólikar áttir: til
Norður Dakóta og til Argyle.
Þetta hafði vitanlega mjög slæm
áhrif á þjóðlif i Nýja Islandi: á
fyrstu árum nýlendunnar voru
þar taldir um 400 búendur og
hækkaði sú tala smám saman, en
eftir útflutninginn mikla urðu að-
eins eftir um 50 búendur i allri
nýlendunni og bjó helmingur
þeirra i Fljótsbyggðinni einni.
Nýir innflytjendur komu i stað
þeirra, sem fluttust burt úr Nýja
tslandi, og kom t.d. á þessum ár-
um hópur manna, sem yfirgaf
nýlenduna I Marklandi. Smám
saman fóru kjör manna þar að
vænkast. Samt lá þó megin-
straumurinn að heiman siðustu
ár 19. aldar og um aldamótin i
aðrar byggðir: fyrst voru numdar
byggðir á austurströnd
Manitoba-vatns, ekki langt i
vestur frá Nýja Islandi, siðan
byggðir fyrir vestan
Manitoba-vatn og loks, um alda-
mótin, Vatnabyggðirnar miklu I
Saskatchewan, sem urðu að lok-
um stærstu islendingabyggðirnar
vestanhafs. En á þessum árum
var Kanadastjórn komin á þá
skoðun að islendingar einir
myndu aldrei byggja allt Nýja
ísland og árið 1897 var einkarétt-
ur þeirra á landinu afnuminn og
það opnað öðrum innflytjendum.
Þá tóku að flytjast þangað
úkrainumenn, ungverjar og
pólverjar, sem vestur-islendingar
nefndu einu nafni „galla”, þvi að
hinir fyrstu þessara manna komu
frá Galisíu, og eru þeir nú fjöl-
mennasta þjóðin á þessum slóð-
um.
Þrátt fyrir þetta hefur þó alltaf
verið mjög sterk Islendingabyggð
á Nýja Islandi, einkum i norður-
hluta þess, Fljótsbyggð og Mikley
(þangað til byggðin þar lagðist
niður fyrir fáum árum) og er
reyndar eins og vestur-is-
lendingar þar hafi haft forystu
meðal landa sinna vestanhafs.
Ein ástæðan er vafalaust sú að
skammt þar fyrir sunnan er
Winnipeg, sem hefur alltaf verið
höfuðborg vestpr-Islendinga, þótt
þeir hafi einungis verið litið brot
borgarbda. En kannski skiptir
það þó enn meira máli að það
voru Ibúar Nýja Islands sem
stefnt höfðu hæst og gert þá
tilraun til stofnunar islensks smá-
rikis, sem marga hafði dreymt
um. En þegar þeirri tilraun lauk
endanlega 1897 hófst ný saga:
saga vestur-islendinga i
fjölþjóðasamfélagi,og heldur hún
stöðugt áfram.
e.m.j.
(Aðalheimild: „Vestmenn” eftir
Þorstein Þ. Þorsteinsson)
Hildur
Framhald af bls.15
eldri vinnubrögðum eins og þau
hafa verið tiðkuð i skólum, og
a.m.k. i fyrstu virðist vera miklu
auðveldara að miðla þekkingu
genginna kynslóða til nemenda i
hefðbundnu formi.
Ég sé hinsvegar ekkert nema á-
vinning af þvi, ef hægt er að fara
hina leiðina. En kynslóð kennar-
anna er alltaf eldri en kynslóð
nemendanna. Og kynslóð kennar-
anna byggir aftur á uppeldinu
sem hún fékk frá sinum kennur-
um sem var enn kynslóð eldri.
Þetta sýnir hve erfitt það er aö
breyta vinnubrögðum i skólum,
nema þá helstmeð þvi að breyta
skólunum sjálfum i grundvallar-
atriöum.
1 vetur höfum við tekið upp hóp-
vinnu i sumum önnum, þar sem
einstaklingsvinnan kemur ekki
glögglega fram, heldur árangur
hópsins. Þetta er t.d. ekki mögu-
legt nema maður losi sig úr viðj-
um einkunnakerfisins. í gegnum
slika vinnu, sem oft er tengd þjóð-
félagslegum atburðum, tileinkar
nemandinn sér önnur vinnubrögð
sem ættu að koma honum að góð-
um notum siðar, þvi að listamenn
vinna nú mikið samhent I smá-
hópum að skyldum verkefnum.”
íhlaupaskólastjóri
Hildur Hákonardóttir er vefari
að mennt, hún verður ekki skóla-
stjóri Myndlista- og handiðaskól-
ans nema i eitt ár. Hörður
Agústsson er skipaður skóla-
stjóri, en hann fékk þriggja ára
orlof til að sinna rannsóknarstörf-
um sinum á hibýlum islendinga
til forna. Gisli B. Björnsson aug-
lýsingateiknari hljóp i skarðiö
fyrir Hörð, en honum reyndist
ekki unnt að sitja þar nema I tvö
ár. Þannig mun Hildurhita skóla-
stjórastólinn þar til Hörður birtist
á ný.
„Ég er fyrst og fremst vefari”,
segir Hildur, „og það er góð til-
breyting fyrir mig aö verða „niu
til fimm manneskja” um skeið,
en það tekur enda”. —GG
Óskum öllu starfsfólki okkar
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
um leið og við þökkum gott samstarf á
árinu.
BÆJARÚTGERÐ
HAFNARFJARÐAR
Gleðileg jól
Farsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
RAFAFL
Vinnufélag rafiðnaðarmanna
MATUR ER
MANNSINS
MEGIN
Hafið þér hugleitt mikilvægi þess að neyta
rétt samansettrar fæðu?
Fyrir innisetumanninn, sem hyggur á stór
afrek, er þetta ekki hvað minnsta atriðið.
Kynnist vörum okkar, þær henta yður og
fást ekki i öðrum verslunum.
NLF-BÚÐIRNAR
Óðinsgötu 5 og Laugavegi 20
Stdlhúsgögn bera af til margra
nota. Við framleiðum og seljum
úrval af stdlhúsgögnum. Stíll og
styrkur eru einkunnarorðln.
Það er tilefni til þess að kynna
sér SÓLÓHÚSGÖGN.
Útsölustaðir í Reykjavík: JL-hús-
ið, Hringbraut 121, og Sólóhús-
gögn, Kirkjusandi. Komið eða
pantið í póstkröfu.
Kirkjusandi
1
Sími 35005
Óskum viðskiptamönnum starfsfólki svo og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
HAFSKIP H.F.