Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 2
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 JLlV * 2 * fréttir Skoöanakönnun DV á fylgi flokkanna: Sjálfstæðisflokkur i sokn en Framsóknarflokkur tapar - Alþýðuflokkur sækir í sig veðrið og Kvennalisti hjarnar við Meðan Sjálfstæðisflokkurinn bæt- ir stöðugt við fylgi sitt kvamast jafnt og þétt af stuðningsmannahópi Framsóknarflokksins. Alþýðuflokk- urinn og Kvennalistinn sækja í sig veðrið en Alþýðubandalagiö og Þjóð- vaki tapa fylgi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar DV sem fram- kvæmd var á miðvikudags- og fímmtudagskvöldið. Af þeim sem afstöðu tóku i skoð- anakönnun DV sögðust 12,9 prósent styðja Alþýðuflokkinn, 20,5 prósent Framsóknarflokkinn, 46,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 13,7 prósent Al- þýðubandalagið, 1,9 prósent Þjóð- vaka og 4,3 prósent Kvennalista. Náttúrulagaflokkurinn mældist með 0,2 prósenta fylgi en önnur ffamboð komust ekki á blað. í könnuninni reyndust samtals 67,0 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja stjórnarflokkana. Þriðjungur kjósenda sagöist styðja einhvern stjómarandstöðuflokkanna. Miðað við síðustu skoðanakönn- im DV, sem ffamkvæmd var í sept- ember, hefur fylgi Alþýðuflokksins aukist um 3,1 prósentustig, fylgi Framsóknarflokksins minnkað um 6,1 prósentustig, fylgi Sjálfstæðis- flokksins aukist um 4,0 prósentu- stig, fylgi Alþýðubandalagsins minnkað um 1,6 prósentustig, fylgi Þjóðvaka minnkað um 1,0 prósentu- stig og fylgi Kvennalistans aukist um 1,4 prósentustig. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 1.200 manns, eða helmingi stærra en DV styðst venjulega við í könnun- um sínum. Jafiit var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar fæm fram núna?“ Af öllu úrtakinu reyndust 6,7 pró- sent styðja Alþýðuflokk, 10,6 pró- sent Framsóknarflokk, 24,1 prósent Sjálfstæðisflokk, 7,1 prósent Alþýðu- bandalag, 1,0 prósent Þjóðvaka, 2,3 prósent Kvennalista og 0,1 prósent Náttúrulagaflokkinn. í skoðanakönnuninni reyndust 42,3 prósent óákveðin og 6,0 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Alls tóku því 51,7 prósent aðspurðra afstöðu í könnuninni. Miðað við síð- ustu könnun DV hefur óákveðnum Stuttar fréttir Allianz á islandi Þýska tryggingafélagið Alli- anz hefur ákveðið að stofha úti- bú hér á landi, fyrst erlendra tryggingafélaga. Allianz er stærsti tryggingaraðili Evrópu og einn af leiðandi tryggingaað- ilum heimsins. Bjami fær stuðning Bjarni P. Magnússon, fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur fengið stuðningsyfirlýs- ingu frá meira en helmingi at- kvæðisbærra íbúa hreppsins. Hreppsnefhdin fór fyrir skömmu fram á opinbera rannsókn á störfum Bjama. Bylgjan greindi frá. Viöræðum fram haldiö Flugumferðarstjórar og fúll- trúar ríkisins hittust hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Skv. RÚV er fyrirhugað að halda kjaravið- ræðunum áfram. Val heppnaö þjóöarátak Þjóðarátak stúdenta vegna Þjóðarbókhlöðunnar skilaði jafhvirði um 30 milljóna króna. -kaa DV 30% 25 20 15 10 5 0 □ Kosn. 8/4 '95 1=1 DV 21/9 '95 ° DV 30/U '95 Skipan þingsæta — samkvæmt skoöanakönnun — 30 50% 45 40 35 30 25 20 Fylgi flokka — samkvæmt skoöanakönnun — 46,5 42,5 j 37,1 26,6 23,3 20 15,3 □ Kosn. 8/4 '95 □ DV 21/9 '95 G DV 30/11 '95 Niðurstöður skoðanakönnunar DV - til samanburöar eru niðurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 45% 40 35 30 25 20 15 10 S 5 °l l_ 6/4 Kosn. '95 '95 30/116/4 Kosn. '95 '95 '95 I I- 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 ► I I I - 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 -►< I ‘1-1 30/116/4 Kosn. '95 '95 '95 og þeim sem svara ekki fjölgað um 5,9 prósentustig. Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt skoðanakönnun DV fengi Alþýðuflokkur 8 menn kjöma á þing og ynni mann miðað við úr- slit síðustu kosninga. Framsóknar- Ðokkur fengi 13 þingsæti, tapar tveimur þingsætum. Sjálfstæðis- flokkur fengi 30 menn kjöma og bætir við sig fimm þingsætum frá síðustu kosningum. Alþýðubandalagið fengi 9 menn kjöma á þing ef kosið væri núna, sama fjölda og í þingkosningunum. Þjóðvaki myndi hins vegar tapa 3 þingsætum - fékk fjóra kjöma í vor en fengi einungis einn núna sam- kvæmt könnuninni. Kvennalistinn myndi fá 2 konur kjömar á þing núna og tapa einu þingsæti. Bóksölustríð hafið Bóksölustríð er hafið eftir að Bón- us-verslanir fóra að bjóða 20% af- slátt á bókum. Nokkrar bókaversl- anir, s.s. Eymundsson og Penninn, hafa auglýst 15% afslátt og telja bók- salar og útgefendur að Bónus hafi rift samkomulagi um 15% hámarks- afslátt. Jóhannes í Bónusi sagði hins vegar við DV að fyrirtæki sitt væri ekki bundið þessu samkomu- lagi. Litlu munaði að útgefendur lok- uðu á viðskipti við Bónus á fimmtu- dag en eftir samráðsfúnd var ákveð- ið að láta fyrirtækinu bækur í té. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði það ókveðið hvenær fyrirtækið tilkynnti afslátt og hve mikill hann yrði. „Þetta gerist þegar það gerist," sagði Óskar en sem kunnugt er var Hagkaup með 25% afslátt af bókum í.fyrra. Jóhannes í Bónusi sagði það ekki spumingu að ef einhver byði meiri afslátt en Bónus yrði boðið betur. Þess má geta að Kaupfélag Ámes- inga á Selfossi byijaði í gær að bjóða 25% bókaafslátt. -bjb Forseti íslands: Ellefu manns fengu riddarakrossinn Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, afhenti i gær ellefu ís- lendingum riddarakrossinn, heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- oröu, samkvæmt tillögu orðunefnd- ar. Eftirtaldir fengu riddarakrossinn: Bjami Helgason, garðyrkjubóndi á Laugalandi, fyrir störf að garðyrkju- og félagsmálum, Eyþór Þórðarson, starfsmaður í Þjóðskjalasafni, fyrir fræða- og félagsstörf, Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarffæðingur, fyr- ir störf að hafréttarmálum í þágu ís- lands, dr. Gunnar Guðmundsson, prófessor og yfirlæknir, fyrir vís- indastörf, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fyrir störf í opinbera þágu, Helgi Þorláks- son, fyrrv. skólastjóri í Reykjavík, fyrir störf að skóla- og félagsmálum, Jensína Halldórsdóttir, fyrrv. skóla- stjóri Húsmæðraskóla Suðurlands, fjTÍr fræðslustörf, Kristján Ragnars- son, prófessor og endurhæfmgar- læknir í New York, fyrir félags- og vísindastörf, Petra Sveinsdóttir, húsmóðir á Stöðvarfirði, fyrir söfn- un og varðveislu náttúruminja, Sig- rún Hjálmtýsdóttir (Diddú), ópem- söngkona, fyrir sönglist, og Snorri Hermannsson, húsasmíðameistari á ísafirði, fyrir framlag til björgunar- mála. -bjb Skekkjumörk í könnun sem þess- ari em tvö til þrjú prósentustig. Þess má hins vegar geta að í síðustu skoðanakönnun fyrir kosningamar í apríl síðastliðnum var meðalfrávik frá kjörfylgi flokkanna einungis 0,29 prósentustig. -kaa KK í bílslysi: Vildi spila en fær ekki „Hann vildi ólmur spila nú á sunnudaginn í gifsinu en fær það ekki. Það verður að fresta öllu tónleikahaldi fram yfir ára- mót," segir Ellen Kristjánsdótt- ir, söngkona og systir tónlistar- mannsins Kristjáns Kristjáns- sonar eða KK. Hann slasaðist í bflslysi í Hvalfirði í fyrrinótt og verður því að fella niður fyrirhugaða útgáfutónleika á morgun. KK hlaut áverka á hné og brjósti en er á batavegi. -GK Kringlan opin um helgina: Kveikt á jólatré Nú hefur tekið gildi lengri af- greiðslutími í Kringiunni sem gildir til jóla og eru allar versl- anir í Kringlunni nú opnar alla daga til jóla og lengur um helg- ar. í dag, laugardag, verður opið frá kl. 10 tii 18 Kringlunni og á morgun, sunnudag, frá kl. 12 til 18. Kveikt veröur á jólatré Kringlunnar á morgun kl. 15. Fjölmargt verður til skemmt- unar um helgina, í dag verður kynning á keppninni „sterkasti maður heims".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.