Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 JLlV * 2 * fréttir Skoöanakönnun DV á fylgi flokkanna: Sjálfstæðisflokkur i sokn en Framsóknarflokkur tapar - Alþýðuflokkur sækir í sig veðrið og Kvennalisti hjarnar við Meðan Sjálfstæðisflokkurinn bæt- ir stöðugt við fylgi sitt kvamast jafnt og þétt af stuðningsmannahópi Framsóknarflokksins. Alþýðuflokk- urinn og Kvennalistinn sækja í sig veðrið en Alþýðubandalagiö og Þjóð- vaki tapa fylgi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar DV sem fram- kvæmd var á miðvikudags- og fímmtudagskvöldið. Af þeim sem afstöðu tóku i skoð- anakönnun DV sögðust 12,9 prósent styðja Alþýðuflokkinn, 20,5 prósent Framsóknarflokkinn, 46,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 13,7 prósent Al- þýðubandalagið, 1,9 prósent Þjóð- vaka og 4,3 prósent Kvennalista. Náttúrulagaflokkurinn mældist með 0,2 prósenta fylgi en önnur ffamboð komust ekki á blað. í könnuninni reyndust samtals 67,0 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja stjórnarflokkana. Þriðjungur kjósenda sagöist styðja einhvern stjómarandstöðuflokkanna. Miðað við síðustu skoðanakönn- im DV, sem ffamkvæmd var í sept- ember, hefur fylgi Alþýðuflokksins aukist um 3,1 prósentustig, fylgi Framsóknarflokksins minnkað um 6,1 prósentustig, fylgi Sjálfstæðis- flokksins aukist um 4,0 prósentu- stig, fylgi Alþýðubandalagsins minnkað um 1,6 prósentustig, fylgi Þjóðvaka minnkað um 1,0 prósentu- stig og fylgi Kvennalistans aukist um 1,4 prósentustig. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 1.200 manns, eða helmingi stærra en DV styðst venjulega við í könnun- um sínum. Jafiit var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar fæm fram núna?“ Af öllu úrtakinu reyndust 6,7 pró- sent styðja Alþýðuflokk, 10,6 pró- sent Framsóknarflokk, 24,1 prósent Sjálfstæðisflokk, 7,1 prósent Alþýðu- bandalag, 1,0 prósent Þjóðvaka, 2,3 prósent Kvennalista og 0,1 prósent Náttúrulagaflokkinn. í skoðanakönnuninni reyndust 42,3 prósent óákveðin og 6,0 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Alls tóku því 51,7 prósent aðspurðra afstöðu í könnuninni. Miðað við síð- ustu könnun DV hefur óákveðnum Stuttar fréttir Allianz á islandi Þýska tryggingafélagið Alli- anz hefur ákveðið að stofha úti- bú hér á landi, fyrst erlendra tryggingafélaga. Allianz er stærsti tryggingaraðili Evrópu og einn af leiðandi tryggingaað- ilum heimsins. Bjami fær stuðning Bjarni P. Magnússon, fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur fengið stuðningsyfirlýs- ingu frá meira en helmingi at- kvæðisbærra íbúa hreppsins. Hreppsnefhdin fór fyrir skömmu fram á opinbera rannsókn á störfum Bjama. Bylgjan greindi frá. Viöræðum fram haldiö Flugumferðarstjórar og fúll- trúar ríkisins hittust hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Skv. RÚV er fyrirhugað að halda kjaravið- ræðunum áfram. Val heppnaö þjóöarátak Þjóðarátak stúdenta vegna Þjóðarbókhlöðunnar skilaði jafhvirði um 30 milljóna króna. -kaa DV 30% 25 20 15 10 5 0 □ Kosn. 8/4 '95 1=1 DV 21/9 '95 ° DV 30/U '95 Skipan þingsæta — samkvæmt skoöanakönnun — 30 50% 45 40 35 30 25 20 Fylgi flokka — samkvæmt skoöanakönnun — 46,5 42,5 j 37,1 26,6 23,3 20 15,3 □ Kosn. 8/4 '95 □ DV 21/9 '95 G DV 30/11 '95 Niðurstöður skoðanakönnunar DV - til samanburöar eru niðurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 45% 40 35 30 25 20 15 10 S 5 °l l_ 6/4 Kosn. '95 '95 30/116/4 Kosn. '95 '95 '95 I I- 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 ► I I I - 30/11 6/4 Kosn. '95 '95 '95 -►< I ‘1-1 30/116/4 Kosn. '95 '95 '95 og þeim sem svara ekki fjölgað um 5,9 prósentustig. Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt skoðanakönnun DV fengi Alþýðuflokkur 8 menn kjöma á þing og ynni mann miðað við úr- slit síðustu kosninga. Framsóknar- Ðokkur fengi 13 þingsæti, tapar tveimur þingsætum. Sjálfstæðis- flokkur fengi 30 menn kjöma og bætir við sig fimm þingsætum frá síðustu kosningum. Alþýðubandalagið fengi 9 menn kjöma á þing ef kosið væri núna, sama fjölda og í þingkosningunum. Þjóðvaki myndi hins vegar tapa 3 þingsætum - fékk fjóra kjöma í vor en fengi einungis einn núna sam- kvæmt könnuninni. Kvennalistinn myndi fá 2 konur kjömar á þing núna og tapa einu þingsæti. Bóksölustríð hafið Bóksölustríð er hafið eftir að Bón- us-verslanir fóra að bjóða 20% af- slátt á bókum. Nokkrar bókaversl- anir, s.s. Eymundsson og Penninn, hafa auglýst 15% afslátt og telja bók- salar og útgefendur að Bónus hafi rift samkomulagi um 15% hámarks- afslátt. Jóhannes í Bónusi sagði hins vegar við DV að fyrirtæki sitt væri ekki bundið þessu samkomu- lagi. Litlu munaði að útgefendur lok- uðu á viðskipti við Bónus á fimmtu- dag en eftir samráðsfúnd var ákveð- ið að láta fyrirtækinu bækur í té. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði það ókveðið hvenær fyrirtækið tilkynnti afslátt og hve mikill hann yrði. „Þetta gerist þegar það gerist," sagði Óskar en sem kunnugt er var Hagkaup með 25% afslátt af bókum í.fyrra. Jóhannes í Bónusi sagði það ekki spumingu að ef einhver byði meiri afslátt en Bónus yrði boðið betur. Þess má geta að Kaupfélag Ámes- inga á Selfossi byijaði í gær að bjóða 25% bókaafslátt. -bjb Forseti íslands: Ellefu manns fengu riddarakrossinn Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, afhenti i gær ellefu ís- lendingum riddarakrossinn, heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- oröu, samkvæmt tillögu orðunefnd- ar. Eftirtaldir fengu riddarakrossinn: Bjami Helgason, garðyrkjubóndi á Laugalandi, fyrir störf að garðyrkju- og félagsmálum, Eyþór Þórðarson, starfsmaður í Þjóðskjalasafni, fyrir fræða- og félagsstörf, Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarffæðingur, fyr- ir störf að hafréttarmálum í þágu ís- lands, dr. Gunnar Guðmundsson, prófessor og yfirlæknir, fyrir vís- indastörf, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fyrir störf í opinbera þágu, Helgi Þorláks- son, fyrrv. skólastjóri í Reykjavík, fyrir störf að skóla- og félagsmálum, Jensína Halldórsdóttir, fyrrv. skóla- stjóri Húsmæðraskóla Suðurlands, fjTÍr fræðslustörf, Kristján Ragnars- son, prófessor og endurhæfmgar- læknir í New York, fyrir félags- og vísindastörf, Petra Sveinsdóttir, húsmóðir á Stöðvarfirði, fyrir söfn- un og varðveislu náttúruminja, Sig- rún Hjálmtýsdóttir (Diddú), ópem- söngkona, fyrir sönglist, og Snorri Hermannsson, húsasmíðameistari á ísafirði, fyrir framlag til björgunar- mála. -bjb Skekkjumörk í könnun sem þess- ari em tvö til þrjú prósentustig. Þess má hins vegar geta að í síðustu skoðanakönnun fyrir kosningamar í apríl síðastliðnum var meðalfrávik frá kjörfylgi flokkanna einungis 0,29 prósentustig. -kaa KK í bílslysi: Vildi spila en fær ekki „Hann vildi ólmur spila nú á sunnudaginn í gifsinu en fær það ekki. Það verður að fresta öllu tónleikahaldi fram yfir ára- mót," segir Ellen Kristjánsdótt- ir, söngkona og systir tónlistar- mannsins Kristjáns Kristjáns- sonar eða KK. Hann slasaðist í bflslysi í Hvalfirði í fyrrinótt og verður því að fella niður fyrirhugaða útgáfutónleika á morgun. KK hlaut áverka á hné og brjósti en er á batavegi. -GK Kringlan opin um helgina: Kveikt á jólatré Nú hefur tekið gildi lengri af- greiðslutími í Kringiunni sem gildir til jóla og eru allar versl- anir í Kringlunni nú opnar alla daga til jóla og lengur um helg- ar. í dag, laugardag, verður opið frá kl. 10 tii 18 Kringlunni og á morgun, sunnudag, frá kl. 12 til 18. Kveikt veröur á jólatré Kringlunnar á morgun kl. 15. Fjölmargt verður til skemmt- unar um helgina, í dag verður kynning á keppninni „sterkasti maður heims".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.