Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 2
2 ifréttir LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JL>V Keypti eigin geisladisk í Kolaportinu: Var stolið í innbroti átta mánuðum fyrr - undarlegasta tilviljun sem ég hef lent í, segir Hlynur Halldórsson „Þetta er undarlegasta tilvUjum sem ég hef lent í. Fyrir átta mánuð- um var brotist inn hjá mér og stolið 70 tU 80 geislaplötum. Ég kærði tU lögreglu en það kom ekkert út úr rannsókninni en nú gerist það að ég kaupi sams konar plötu í Kolaport- inu og þegar ég opnaði hana blasti við mér nafnið mitt. Ég hafði skrif- að það á gömlu plötuna mína,“ seg- ir Hlynur Halldórsson, tvítugur menntaskólanemi, í Scuntali við DV. Mánuður er frá því Hlynur keypti plötuna að nýju í Kolaportinu í sölu- bás þar. Hann opnaði hana þó ekki fyrr en í gær og var meira en lítið undrandi. Upphaflega keypti hann þessa plötu fyrir tveimur árum þegar hann var skiptinemi í Bandaríkjun- um. Hún er með ítalska söngvaran- um Eros Rama ZZotti og ófáanleg í þessari útgáfu hér á landi. „Ég ætlaði mér aUtaf að eignast þessa plötu aftur eftir að henni var stolið. Ég greip hana því um leið og ég sá hana í Kolaportinu og nú væri gaman að komast að því hvort fleiri pötur úr safni mínu eru þar einnig til sölu. Þessi eina sem ég er búinn plötu sem stolið var frá honum fyrir átta mánuðum. DV-mynd BG að fá aftur var mjög ódýr,“ segir Hlynur. Jens Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Kolaportsins, kannast við þann vanda að reynt sé að selja þýfi í Kolaportinu. „Þetta er vandamál sem við eru blessunarlega nær laus við. Starfsmönnum okkar er upp- álagt að hafa augun hjá sér og láta vita ef grunur vaknar. TU þessa hafa komið upp fjögur mál af þessu tagi og í þremur tilvikum kölluðum við á lögreglu," sagði Jens. -GK Það er árlegur viðburður að eigendur Svissins á Ártúnshöfða bjóði nágrönnum sínum til menningarveislu á aðventunni. Þar koma fram margir helstu lista- menn þjóðarinnar á sviði bókmennta og sönglistar. Þetta þykir mjög sérstakur viðburður þar sem þarna er um bílayerkstæði að ræða. Hér má sjá Einar Kára- son rithöfund lesa úr verkum sínum áheyrendum til mikillar skemmtunar. DV-mynd BG Slysagildra í Múlagöngunum: Vörubifreið ekið á klettavegg til að forðast DV, Akureyri: Talsverðar skemmdir urðu á vörubifreið sem ekið var á kletta- vegginn í jarðgöngunum í Ólafs- íjarðarmúla í fyrradag. Óhappið varð vegna þess að ökumaður bif- reiðarinnar valdi þann kost að aka frekar á vegginn en lenda á annarri vörubifreið sem á móti kom. Guðni Aðalsteinsson, lögreglu- maður í Ólafsfirði, segir að þetta hafi átt sér stað í beygju á göngun- um Ólafsfjarðarmegin og þar hafi fjölmargir árekstrar orðið síðan göngin voru tekin í notkun. „Það arekstur má aö vissu leyti segja að hér sé um slysagildru sé að ræða. Þama er þó spegill sem menn eiga að geta notað til að átta sig á hvort umferð er á móti en það er ekki víst að allir viti af honum,“ segir Guðni. Hann segir að æskilegt væri að skoða hvort selja eigi upp ljós á þessum stað í göngunum. Best væri þó að breikka göngin þama sem reyndar hefði átt að gerast áður en göngin voru tekin í notk- un. „Svo er það auðvitað æskilegt aö menn aki varlega þarna en á því hefur orðið misbrestur,“ segir Guðni. -gk Brenndist á höndum Flytja varð konu á slysadeild í gær vegna bruna á höndum eftir að eldur kom upp í eldhúsi íbúðar hennar við Hverfisgötu. Kviknaði í pottum og hafði eldur- inn breiðst nokkuð út þegar slökkvilið kom að. Greiðlega gekk að slökkva og eru skemmdir á íbúð- inni óverulegar. -GK •Suðureyri: Sjómannasamning- arnir samþykktir DV, Suðureyri: Sjómannasamningarnir, sem Al- þýðusamband Vestfiarða og Útvegs- mannafélag Vestfiarða gerðu með sér í sumar, voru nýlega samþykkt- ir á fundi í Verkalýðs- og sjómanna- félaginu Súganda af félagsmönnum. Helsta breyting frá síðustu samn- ingum er sú að nú mega stærri bát- ar róa 6 daga í viku frá 1. nóv. Með samningunum hækka kauptrygging og tímataxtar um 4,3% frá kaup- gjaldsskránni 1. maí 1992. Launalið- ir um 3,3% og fæðispeningar um 3,0%. Kauptrygging háseta er nú 75.001 kr. á mánuði fyrir utan fæðis- peninga og orlof. -RS Leitin beinist að Sundahöfn Leitin að Emu Arnardóttur, 35 ára gamalli konu úr Reykjavík, bar engan árangur í gær. Leitin beind- ist einkum að Sundahöfninni og ná- grenni hennar en sporhundur hafði rakið slóð í áttina þangað. Fimm kafarar frá slökkviliðinu leituðu skipulega í höfninni og við bryggju Viðeyjarferjunnar. Þá voru gengnar fiörur. Lögreglan segist engar vísbendingar hafa um hvað orðið hefur af Ernu. Leit verður framhaldið i dag. Ema hefur verið týnd frá því aðf- aranótt fimmtudagsins. Hún er frek- ar þybbin, ljóshærð og með axlarsítt hár. Þegar hún fór að heiman var hún klædd í þröngar, svartar galla- buxur, dökka, síöa peysu og rauð- leita kuldaúlpu. -GK Kafarar leituðu í allan gærdag ár- angurslaust að Ernu Arnardóttur í Sundahöfn. Leit verður framhaldið í dag. DV-mynd S Jóhannes Gunnarsson: Afkáralegt verð á raflýsingu „Sú einokun sem virðist eiga sér stað í Kirkjugörðum Reykjavíkur á raflýsingu leiða hefur augsýnilega leitt af sér af- káralegt verð á þjónustunni. Að þjónustan skuli vera miklu dýr- ari hjá þessum aðilum en skát- um á Akureyri, sem vinna við þetta í fiáröflunarskyni, segir allt sem segja þarf um okrið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna. Hátt verð á upplýstum kross- um í Kirkjugörðum Reykjavík- ur hefur sætt mikilli gagnrýni að undanfömu. Ljóstíra yfir jól- in kostar hátt í 6 þúsund krón- ur og óheimilt er að tengja eig- in jólaskreytingar við dreifi- kerfið sem er í eigu einkaaðila. Alfs staðar annars staðar á landinu er verð mun lægra og sums staðar er frír aðgangur að rafmagnstenglum. Að sögn Jóhannesar er það gagnrýnisvert að stjórn Kirkju- garða Reykjavíkurprófasts- dæma skuli hafa án undangeng- ins útboðs úthlutað tveim raf- verktökum öll yfirráð yfir raf- magnstengingum í görðunum. Fyrir vikið sé engin samkeppni sem óhjákvæmilega bitni á neytendum. Ekki bæti úr skák að stjórn garðanna skuli hafa þrýst verðinu upp eins og fram- kvæmdastjóri annars rafverk- takans hefur látið hafa eftir sér. -kaa stuttar fréttir Nakinn án síma Ungur maður sem mætti nak- inn í verslun til að verða sér úti um ókeypis síma hefur kært verslunina formlega til Sam- keppnisráðs því hann fékk ekki símann. RÚV greindi frá þessu. Hitaveitu skipt upp Hitaveita Akraness og Borg- arfiarðar og ríkiö gengu í gær frá samningi um breytingar á starfsemi fyrirtækisins og lækkun á gjaldskrá þess. Skv. RÚV verður hitaveitunni skipt upp í 3 fyrirtæki um áramótin. Stjórn BSRB ánægð Stjórn BSRB hefur lýst yfir ánægju með það að ríkisstjóm- in skuli hafa horfið frá því að taka upp innritunargjöld á sjúkrahúsum. Á hinn bóginn varar stjórnin við aukinni einkavæðingu. Sala á sorgarmerkjum Sala á sorgar- og samúðar- merkjum hefst í næstu viku. Vigdís Finnbogadóttir forseti og Ólafur Skúlason biskup taka við fyrstu merkjunum á mánu- daginn. Spáir 2,6% veröbólgu Seðlabankinn gerir ráð fyrir 2,6% prósenta verðbólgu á næsta ári. Skv. Bylgjunni gerir spáin ráö fyrir að launaþróun fverði í samræmi við gildandi samninga. Áhyggjufullar konur Stjórn Bandalags kvenna í Hafnarfirði hefur sent heil- brigðisráðherra bréf þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á þjón- ustuhlutverki St. Jósefsspitala. Gagntilboð afhent Fulltrúar röntgentækna af- hentu stjórnendum Ríkisspítala gagntilboö á fundi í gær. Að- eins 4 rönt-gentæknar af 19 eru að störfum hjá Landspítalan- um- -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.