Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 T>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Dónaskapur á netinu
Hér á landi gætir þeirrar skoðunar eins og víða ann-
ars staðar, að dónaskapur á netinu og þá sérstaklega á
vefnum sé alvarlegt mál, sem þurfi að bregðast við með
einhverjum hætti. Hefur meðal annars verið lögð fram
á Alþingi ályktunartiUaga um meiðyrði á netinu.
Þegar fjallað er um þessi mál, er gott að gera greinar-
mun á samgöngutækjunum annars vegar og samgöngu-
leiðinni og tækninni að baki samgöngutækjanna hins
vegar. Þetta má skýra af dæmum af öðrum sviðum sam-
gangna, sem geta verið dónaleg og ofbeldishneigð.
Vegakerfi landsins er notað af glæpamönnum á leið
þeirra til dóna- og ofbeldisverka og frá þeim. Engum
dettur í hug að kæra Vegagerðina fyrir þessa hættu-
legu notkun vegakerfisins, né heldur dettur nokkrum í
hug að kæra framleiðendur bíla fyrir sama athæfi.
Pósturinn er gamalkunnug samgönguleið dónaskapar
og ofbeldisáráttu. Menn senda frá sér alls kyns póst, bæði
til þeirra, sem vilja fá slíkan póst, og til hinna, sem kæra
sig ekkert um hann eða eru honum jafnvel andvígir. Eng-
inn kærir Póst og síma fyrir þessa notkun.
Síminn hefur frá upphafi verið notaður af glæpa-
mönnum til að skipuleggja verk sín. Ennfremur er
hann töluvert notaður af ýmiss konar geðbiluðu fólki
til að koma á framfæri sjúkleika sínum, til dæmis til
starfsmanna Þjóðarsála af ýmsu tagi og annarra, sem
hlusta vilja.
Enginn kærir Póst og sima fyrir þessa notkun sí-
mans. Menn geta hins vegar kært Þjóðarsálir og starfs-
menn þeirra fyrir að ritstýra ófognuðinum út í ljósvak-
ann. Og menn geta kært beint þá geðbiluðu, ef þeir
hringja með ófognuðinn í þá, sem vilja ekki hlusta á
hann.
Pappír hefur öldum saman verið ein merkasta sam-
gönguleiðin. Hann er notaður af alls konar fólki til að
skrifa alls konar hluti, suma dónalega eða ofbeldis-
hneigða. Sumt af þessu er fjölritað með ýmsum hætti
og jafnvel prentað og fer í tímarit, blöð og bækur.
Pappírnum eða framleiðendum hans er ekki kennt
um misnotkun hans, né heldur framleiðendum fjölrit-
unar- og prentunartækja. Það er ekki fyrr en einhver
fer að fjölfalda dónaskapinn og dreifa honum, að unnt
er að gera einhvern ábyrgan, ritstjóra eða útgefanda.
Filmur og myndbönd eru mest notuðu samgönguleið-
irnar til að koma á framfæri dónaskap. Ábyrgðin á því
efni liggur hjá framleiðendum kvikmynda og dreifmg-
araðilum, en ekki í samgönguleiðunum, sem þeir nota,
hvorki filmum og myndböndum né ljósvakanum.
Þegar til sögunnar kemur ný samgönguleið, til dæm-
is netið og sú sérstaka hlið þess, sem kölluð er vefur-
inn, er skynsamlegt að átta okkur á, að þetta er bara
samgönguleið og sem slík ekki ábyrg fyrir innihaldinu.
Það er ekki einu sinni, að menn sendi neitt á vefnum.
Eðli vefsins er, að efnið liggur í tölvum manna hér
og þar um heiminn. Til þess að fá dónaskapinn til sín
verða menn að sækja hann á vefnum inn í tölvur ann-
arra. Dreifingin er af völdum viðtakenda en ekki fram-
leiðanda. Þeir deila því með sér ábyrgðinni á athæfinu.
Það erfiða í þessu eins og í annarri fjölmiðlun er, að
foreldrar geta ekki stýrt notkun barna sinna, þegar þeir
eru ekki viðlátnir. Börn ná því í dónablöð og dónaspólur,
opna dónapóst, hlusta á dónasímalínur, kveikja á dónar-
ásum sjónvarps og sækja dónaskap á neti og vef.
Til úrbóta er bezt að framleiða hugbúnað í tölvur,
síma og sjónvarpstæki, sem gerir foreldrum kleift að
grisja dónalegt efni, þannig að það komist síður þar í
gegn.
Jónas Kristjánsson
Verkföll prófraun á
Frakklandsstjórn
í síðustu þingkosningum í
Frakklandi fengu flokkar í miðju
og til hægri í litrófi stjórnmálanna
kjöma fjóra fimmtu þingmanna
Fulltrúadeildar. í framhaldi af
þeim sigri ákvað Jacques Chirac,
foringi gaullista, að gera þriðju og
úrslitatilraunina til að hreppa for-
setaembættið.
Það tókst honum í vor en hann
varð að hafa sig allan við til að
sigra frambjóðanda sósíalista.
Voru þeir þó í vandræðum með aö
velja sér frambærilegan merkis-
bera og urðu því seinir fyrir.
í lokahrið kosningabaráttunnar
um forsetaembættið brá Chirac á
það ráð að koma fram sem maður
fólksins. Lagði hann sérstaka
áherslu á að ríkisstjórn sem hann
beitti sér fyrir að mynduð yrði
skyldi leggja megináherslu á að
efla atvinnulíf til að ná niður at-
vinnuleysi sem um langa hríð hef-
ur numið yfir 10% í Frakklandi.
Chirac valdi sem forsætisráð-
herra Alain Juppé, samherja sinn
um langa hríð og samstarfsmann í
borgarstjórn Parísar. Á fyrstu
mánuðum stjórnarferilsins gerði
Juppé sig líklegan til að leitast við
að efna kosningaloforð forsetans
um þenslustefnu, losaði sig til að
mynda við fjármálaráðherra sem
boðaði kerfisbreytingar með
einkavæðingu ríkisfyrirtækja og
fráhvarfi frá forgangi nemenda-
hóps úrvalsskólanna í Paris til
áhrifastarfa sem einatt hafa í for
með sér samkrull milli ríkiskerfis
og einkageira.
Síðsumars fór að bera á því að
ráðsmennska og stefnumörkun
Juppé naut ekki trausts á íjár-
magnsmarkaði. Út yfir tók þó þeg-
ar Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, tók að hamra á því að
hvergi mætti hvika frá settum
skilyrðum fyrir þátttöku ríkja
ESB í sameiginlegum gjaldmiðli
bandalagsins í ársbyrjun 1999.
Frakkland er langt frá því að upp-
fylla meginskilyrðið, sem er að
halli á rikisbúskap fari ekki yfir
3% af þjóðarframleiðslu á árinu
1997, en við það verður miðað þeg-
ar ákvarðanir verða teknar um
sameiginlega gjaldmiðilinn á
fyrra misseri 1998.
I haust brá svo Juppé á það ráð
að endurskipuleggja stjórn sína og
boða stranga aðhaldsstefnu til að
koma ríkisfjármálum í betra horf.
Afleiðingin er uppnám á frönsk-
um vinnumarkaði, einkum í opin-
bera geiranum. Hafa París og aðr-
ar helstu borgir nú verið lamaðar
að verulegu leyti á þriðju viku
vegna verkfalla.
Mestu veldur um öngþveitið
verkfall starfsmanna við járn-
brautir og aðrar almannasam-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Úlafsson
göngur. Ríkisstjórnin hefur sett
sér það mark að rétta við rekstur
járnbrautanna sem eru komnar í
175 milljarða franka skuld. Á rík-
issjóður að taka við 100 milljörð-
um en bættur rekstur að greiða
niður 75 milljarða á fimm árum.
Járnbrautastarfsmenn þykjast
sjá fram á verulega fækkun mann-
afla, afnám landsbyggðaleiða sem
héraðsstjórnir treysta sér ekki til
að taka við og niðurskurð fríð-
inda. Sér í lagi er þeim illa við að
lestarstjórar missi forréttindi til
að fara á full eftirlaun fimmtugir.
Eftirlaunaaldur er líka deilu-
efni stjórnvalda og annarra opin-
berra starfsmanna. Ríkisstjórnin
vill að opinberir starfsmenn þurfi
sama starfsaldur til fullra eftir-
launa og aðrir, eða 40 ár, en nú
nægja þeim 37 og hálft. Er þetta
eitt meginatriði í ráðstöfunum til
að rétta af halla almannatrygg-
ingakerfisins sem er fjármagnað
með launaskatti. Nú nemur hall-
inn 250 milljörðum franka og við-
urkenna allir að í greiðsluþrot
stefnir sé ekki að gert.
Ríkisstjóm Juppé hefur komist
að þeirri niðurstöðu að lykillinn
að lausn deilunnar sé samkomu-
lag við járnbrautastarfsmenn sem
hófu verkfall og hindra að aðrir
komist til starfa. Hefur hún skip-
að sáttasemjara til að reyna að
koma á viðræðum. Á því strand-
aði þegar síðast fréttist að foringj-
ar járnbrautastarfsmanna vilja að
farið sé i formlegar samningaum-
leitanir um öll atriði sem að þeim
snúa en ráðherrar bjóða einungis
óskilgreindar viðræður. Öngþveit-
ið sem af vinnustöðvunum leiðir
fyrir franskan almenning og
franskt atvinnulíf er nú komiö á
það stig að eitthvað hlýtur undan
að láta áður en langt um líður.
Chirac og Juppé standa frammi
fyrir því að þeirra eigin þjóð og
umheimurinn spyrja hvort þeir
ráði við að stjórna Frakklandi.
Bíll brennur í Nantes í Vestur-Frakklandi eftir hervirki spellvirkja í kjölfar
göngu verkfallsmanna. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Vafasöm gjöf
Þessa dagana er Lars Emil Johansen, formaður
grænlensku heimastjórnarinnar, eins og hver ann-
; ar jólasveinn í S-Afríku að afhenda Nelson Mandela
j 100 þúsund dollara og viðurkenningu sem jóla-
sveinn ársins. Neikvæð umræða er kannski betri
en engin en hræsni er ekki besta auglýsingin. Ef
I jólasveinn Grænlands vill halda áfram að vera vin-
I ur bamanna þarf hann ekki að fara til S-Afríku.
I Hann ætti miklu heldur aö vera heima og búa sín-
um eigin börnum mannsæmandi lífsskilyrði.
Úr forystugrein Politiken, 4. desember.
I
Bjargið fiskinum
Staðan í fiskveiðimálum er svo slæm að jafnvel
þing sem er mótfallið setningu reglugerða vill
reglugerð. Bandaríska þingið íhugar nú löggjöf til
björgunar fiskiðnaðinum með því að bjarga fyrst
fiskinum. Það er rétt að staðið. Það hefði verið
betra bæði fyrir fiskinn og sjómenn hefði það verið
gert fyrir löngu.
Úr forystugrein Washington Post 4. desem-
ber.
Kusu niðurskurðinn yfir sig
Franskir borgarar, sem hafa reynt að stunda við-
skipti sín áfram, eru óánægðir með að stjórnin sem
þeir kusu til að efla efnahaginn og skapa meiri störf
hefur tekið upp stefnu sem er líkleg til að hafa þver-
öfug áhrif. En sannleikurinn er sá að franskir kjós-
endur kusu sjálfir yfir sig niðurskurð þegar þeir
ákváðu 1992 að láta frankann róa og taka upp Evr-
ópumynt.
Úr forystugrein New York Times,
7. desember.