Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 48
52 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JLlV Eilíf innri barátta - kaflabrot úr bókinni María - konan bak við goðsögnina eftir Ingólf Margeirsson Hraði og glæsileiki tískuheims- ins, glaumgosar, kampavín, ferða- lög, félagsskapur heimsfrægra ' manna úr heimi stjórnmála, kvik- mynda og viðskipta. Ljómi goðsagn- ar hefur leikið um nafn og persónu Maríu Guðmundsdóttur ljósmynda- fyrirsætu. f ævisögu sinni María - konan bak við goðsögnina, sem út er komin hjá Vöku-Helgafelli, gerir María upp við eigin goðsögn. Höf- undur bókarinnar, Ingólfur Mar- geirsson, hefur m.a. farið í gegnum tíu þúsund blaðsíður úr dagbókum Maríu, um 1.300 bréf úr einkasafni Maríu, auk þess að eiga við hana ít- arleg viðtöl. DV birtir hér nokkur brot úr bókinni með leyfi útgefanda. Slegin í gólfið í ævisögu sinni segir María frá því hvernig líf hennar gjörbreyttist eftir að hún var kjörin ungfrú ís- land 1961. Hún fór í sýningarferð til Suður-Ameríku en á leiðinni til baka til íslands millilenti hún í Par- ís þar sem hún var óvænt uppgötv- uð sem fyrirsæta á hárgreiðslu- stofu. María tók upp nafnið Maria Gudy. Hún hafði bækistöð í París og komst fljótlega inn i hringiðu hins ljúfa lifs stórborgarinnar, sótti veislur með „þotuliði" þess tíma og kynntist rómuðum glaumgosum sem flestir voru mun eldri en hún. Ekki voru þó karlmennirnir sem hún hitti allir miklir „kavalérar" eins og samskipti hennar við spænskan nautabana bera með sér: „Ein eftirminnilegustu samskipti min við karlmenn í París á þessum árum voru við spænskan nauta- bana. Hann rotaði mig með hnefa- höggi, eða allt að því. Og er reyndar eini karlmaðurinn sem það hefur gert. Gælunafn nautabanans var E1 Cordobes og hann var einn hinna litríku gesta á Hótel Napóleon. Hann var þekktasti nautabani Spán- ar í upphafi sjöunda áratugsins og naut virðingar og frægðar langt út fyrir landsteinana. Hann sá mig eitt kvöldið i anddyri hótelsins og hafði stuttan formála á umleitan sinni; eftir að hafa kynnt sig, bauð hann mér í kvöldverð. Ég afþakkaði. Ég hafði séð til hans á hótelinu og vissi hver hann var. Hann var glæsileg- ur, ungur, spengilegur, dökkur með tindrandi augu og breiðan munn. En E1 Cordobes var giftur maður. Og ein af lífsreglum mínum er að vera ekki með giftum mönum. Sum- ar konur vilja bara gifta menn. Telja það öruggustu og hentugustu leiðina til að vera í frjálsum ástar- samböndum. Ég er ekki þannig gerð. Ég vil ekki deila mínum mönnum með neinum kvenmanni. Og ég ber of mikla virðingu fyrir konum þeirra, til þess að ég vilji gera þeim það, sem ég vil ekki að aðrar konur geri mér. E1 Cordobes tók afneitunina hins vegar ekki alvarlega. Kannski var hann vanur því að konur streittust á móti honum og að höfnun væri hluti ástarleiksins. Hann fór að sitja fyrir mér, rauk á mig úr dimmum hornum og djúpum stólum þegar ég birtist í anddyrinu og upphóf ákafur lofsöng um fegurð mína. Það var eins og höfnun mín hefði æst hann um allan mun. Á sama tíma tóku blómavendir að streyma til mín; litla kytran mín undir súðinni breyttist í ilmandi rósahaf. Ég gaf þjónustufólkinu blómin en herberg- ið fylltist jafnóðum af nýjum, blóð- rauðum og angandi rósum. Nautabaninn var jyreini- lega vitfirrtur af ast Ég hélt hins vegar mínu striki. Ég hafnaði öllum tilboðum hans. Kvöld eitt fór ég með vinum mínum Dany, Claude, Oleg og fleirum á diskótek- iö Chez Regine í París. Ég var í svörtum kjól með punthlýrum. Einn fyrsti gesturinn sem ég sá á skemmtistaðnum var spænski nautabaninn. Hann starði á mig orðlaus af undrun og heift; konan sem hafði neitað honum ítrekað var í fylgd með heilli hjörð af karlmönn- um! Nokkru síðar stóð ég á gólfinu og spjallaði við kunningja minn. Skyndilega fann ég að einhver stóð bak við mig og leysti hnútana á hlýrum kjólsins. Þeir féllu niður. Ég snerist á hæli og rak viðkomandi heiftarlegan löðrung. Ég sá þrútið andlit nautabanans og tryllt augu hans. Svo fann ég snöggan sársauka í hökunni og flaug lárétt yfir borð og niður á dansgólf. Þar lá ég hreyf- ingarlaus.“ Grát sem barn Hið hraða líf fyrirsætunnar i Evr- ópu, Banda- ríkjunum og um víða ver- öld, bauð ekki upp á langvarandi tilfinninga- sambönd. EinkalífMar- íu var að mestu í stöð- ugu upp- námi. í Bandaríkjun- um kynntist hún banda- ríska blaða- manninum Luis Carlos Dominques. Það var stóra ástin í lífi hennar. „Luis var fyrsta mann- eskjan sem ég trúði til fulls fyrir leyndarmál- inu í lífi mínu: Að ég væri • ætt- leidd. Allt frá því að veröld mín hafði hrunið á unglingsár- unum, hafði ég fáum sagt frá ættleið- ingu minni. Ég hafði ekki rætt þetta viðkvæma mál nema við útvalda vini mína. Og aðeins hreyft við yf- irborðinu. Eftir spreng- inguna í Út- hlíðinni forð- um höfðum við öll sett lokið kirfi- lega á ketil- inn. Ég lagði hins vegar spilin á borð- ið fyrir Luis. Samt hafði ég ekki þekkt hann nema í nokkra mánuði. í þessu máli sem öðrum, veitti Luis mér alla sína athygli og hugulsemi. Hann tók mig í faðm sér. Faðmur hans gaf mér vörn og skjól fyrir sár- um tilfinningum mínum. Ég grét sem barn; í fyrsta skipti grét ég í örmum annars. Tár mín höfðu áður verið fyrir mig eina. Hann fann til með mér en lét ekki vorkunnsemi sína íþyngja dóm- greindinni. Það var mér mikill létt- ir að geta rætt hinn þokukennda uppruna minn og innstu tilfinning- ar við einhvern, öll þessi flækja hafði legið djúpt í undirmeðvitund- inni án þess að taka á sig fast form. Ég hafði afgreitt ýmsar hliðar máls- ins af rökhyggju en átt erfiðara með að takast á við tilfinningarnar. Ég fann fyrir þörf að gefa Luis allt. Ég vildi verða hluti af hans lífi um leið og hann yrði hluti af mínu. Ég var reiðubúin að gefa mig alla. Samt hafnaði ég Luis.“ Úaðlaðandi hlussa María varð fyrir hrottafenginni árás í stórhýsi í New York 1976 sem hún lýsir ítarlega í bókinni. Atburð- ur þessi varpaði skugga á líf hennar í mörg ár á eftir og átti hún í mikl- um erfiðleikum með að umgangast fólk eftir árásina. Hún þorði varla út úr húsi. Hér lýsir hún því hvern- ig hún fór að því að mæta veröld- inni: „Hin innri barátta virtist eilíf" Álagið var lýjandi. Kvíðinn sat í hverri taug, frá morgni til kvölds. Ég reyndi að bægja honum frá mér með valíumtöflum - og það tókst stundum tímabundið. Ég stakk lyfj- unum í vasann á hverjum degi sem ég fór að heiman. Tíu milligrömm til að komast niður í lyftunni, og hitta fólk. Önnur fimm milligrömm um hádegið þegar farið var út í há- degisverð. Aftur fimm milligrömm síðdegis og loks fyrir svefninn ef ég hafði ekki drukkið þeim mun meira af áfengi. Mér var ráðlagt af lækni að taka lyf við þunglyndi; róandi lyf. Fyrstu dagana eftir að ég byrj- aði á lyfjunum, var ég haldin stöð- ugum svima en eftir nokkra daga fór líkaminn að venjast lyfjunum. Þessi nýju lyf voru ekki jafn sljógvandi og valíumið, en slógu á angistina án þess að ég yrði óskýr í kollinum. Ég drakk meira áfengi en áður. Ég átti alltaf bjór í ísskápnum. Var farin að fá mér bjór á morgnana, eldaði mér jafnvel steik og kart- öflumús í morgunmat til að geta réttlætt að drekka kaldan bjór með heitum mat. Klukkan níu að morgni. Stundum drakk ég um miðjan dag. í fyrstu reyndi ég að finna einhverja ástæðu eins og að vinkona kom í heimsókn, en þvi meiri sem einangrun mín varð, gaf ég dauðann og djöfulinn í öll tilefni og fékk mér gin og tónik síðdegis í stað kaffibollans. Ég fór að hafa áhyggjur af drykkjunni. Var ég orð- in alkóhólisti? Einn daginn vakna ég timbruð og í þungum svefnrofun- um rennur það upp fyrir mér, að þetta er fimmtándi morgunninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.