Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JjV „Þegar við Einar Kárason vorum að skrifa handritið að Skyttunum var Þar sem Djöflaeyjan rís nýkomin út. Þar sem ég hafði hannað bókarkápuna fannst okkur eðlilegt að ég gerði kvikmynd upp úr bókinni. Það er að gerast nú 10 árum seinna. Hún er frábrugðin öðrum íslenskum myndum að því leytinu til að hún er þeirra dýrust," segir Friðrik Þór. DV-myndir GS kvikmyndagerðar. „Fyrir mig er mun auðveldar að fá peninga til framleiðslu eftir Ósk- arstilnefninguna. Markaðssvæði mynda minna hefur líka verið að stækka frá því ég gerði þá mynd. Til dæmis komust Börn náttúrunnar ekki fyrr en seint og síðar meir inn á Mexíkó- og Brasilíumarkað sem Bíódagar gerðu strax og Börnin hafa ekki enn komist á markað í Suður Kóreu eins Cold Fever tókst nær strax.“ Á Evrópskum og listrænum kvik- myndamarkaði eru kvikmyndir eignaðar leikstjórum ólíkt því sem gerist í Bandaríkjunum þar sem leikarar eru stjörnun kvikmynd- anna. Á fyrrnefndu mörkuðunum er talað um Kieslowski-mynd og svo framvegis. Á þann hátt hefur Frið- rik skapað sér nafn á erlendri grundu sem auðveldar honum þá fjármögnun kvikmynda sinna og markaðssetningu. Starf hans felur í sér mikil ferða- lög. Á síðustu tólf mánuðum hefur hann til dæmis farið til Japans, Suð- ur Afríku, Brasilíu, Bandaríkjana, Norðurlandanna, Þýskalands, Belg- íu, Frakklands, Hawaii, Filippseyja og víðar til að kynna íslenskar myndir. Baltasar í aðalhlutverkinu Handritshöfundur Djöflaeyjunnar er Einar Kárason og segir Friðrik myndina koma til með að verða trúa sögunum þótt greina megi aðr- ar áherslur í kvikmyndinni. Allar aðalpersónur úr bókinni mæta til dæmis til leiks í myndinni. Baltasar Kormákur leikur aðalhlutverkið í nýrri mynd Friðrik Þórs sem tökur hefjast á í januar: - Keypti kvikmyndaráttinn að verðlaunasögu Einars Más, Englum alheimsins Á þorranum hefjast tökur á nýrri kvikmynd Islensku kvikmyndasam- steypunnar byggðri á sögum Einars Kárasonar: Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Leikstjóri verður Friðrik Þór Friðriksson og er áætl- að að myndin verði frumsýnd i sept- ember en tökur eiga að stand yfir í átta vikur og framleiðslukostnaður myndarinnar er áætlaður 150 til 160 milljónir Friðrik, sem fyrir nokkrum dögum hlaut bjartsýnisverðlaun Brostes, féllst á að hitta blaðamann á skrifstofu sinni og ræða um nýju myndina og kvikmyndagerð á Is- landi almennt. Hugmyndin kviknaði fyrir fimm árum „Þegar við Einar Kárason vorum að skrifa handritið að Skyttunum var Þar sem Djöflaeyjan rís nýkom- in út. Þar sem ég hafði hannað bók- arkápuna fannst okkur eðlilegt að ég gerði kvikmynd upp úr bókinni. Það er að gerast nú 10 árum seinna. Hún er frábrugðin öðrum íslensk- um myndum að því leytinu til að hún er þeirra dýrust,“ segir Friðrik Þór. Djöflaeyjan er fjármögnuð á al- þjóðlegum vettvangi. Tuttugu millj- ónir koma frá Kvikmyndasjóði Is- lands og restin kemur frá Norræna kvikmyndasjóðnum, Evrópska kvik- myndasjóðnum og þýskum, dönsk- um og norskum aðilum. Þá eru nokkrar milljónir fengnar frá Japan og loks leggur íslenska kvikmynda- samsteypan fram talsverða fjárhæð og tæki. Markaðssvæðið stækk- ar, áhorfendum fjölgar Djöflaeyjan er meðal annars framleidd af sama framleiðanda og séð hefur um framleiðslu á öðrum myndum Friðriks: Peter Rommel hinum þýska, nýjum norskum aðila Egil Ödegard og Peter Aalbæk hin- um danska, sem einnig hefur séð um framleiðslu á nokkrum seinni verka Friðriks. Tæknifólkið verður yfirleitt íslensk, sem áður hefur starfað með Friðriki: Ari Kristins- son verður tökumaður, Kjartan Kjartansson sér um hljóðið og Árni Páll Jóhannsson annast leikmynda- gerð sem er stór þáttur í myndinni. Friðrik segir að vissulega hafi sú staðreynd að kvikmynd hans: Börn náttúrunnar hafi verið tilnefnd til Óskarsverölauna auðveldað honum aðgang að alþjóðlegu fjármagni til Eins og þeir sem þekkja sögur Einars þá er vettvangur atburða þeirra mikið til braggahverfi eftir- stríðsáranna. Enga íbúðarbragga er að finna lengur í Reykjavík og því þurfti að reisa nýtt braggahverfi og ganga frá réttu umhverfi þeirra. Braggarnir voru reistir í sumar úti á Seltjarnarnesi og er verið að reisa sviðsmyndina. Frágengið er að Baltasar Kormák- ur fer með aðalhlutverkið en ekki hefur verið samið við aðra leikara og vill Friðrik því ekki úttala sig um hverjir fara með önnur hlut- verk. Er kvikmyndagerð list? -Á kvikmyndagerð á íslandi í dag eitthvað skylt við list? „Hún er iðnaðargrein í sjálfu sér en margar af okkar myndum eru listrænar. Það er sennilega tii kom- ið af því að á erlendri grundu er list- ræni markaðurinn eini markaður- inn sem við getum keppt á. Við höf- um ekki stjörnurnar til að selja myndirnar okkar, ef svo væri horfði þetta öðru vísi við. Þetta þarf ekki að vera slæmt því markaður fyrir listrænar myndir er alltaf að aukast. Fólk er að uppgötva betur og betur að listræn kvikmynd þarf ekki að vera leiðinleg eins og Berg- man mynd.“ Þessa dagana eru 20 ár frá því að fyrsta verk hans var frumsýnt opin- berlega, þá í sjónvarpi. Um var að ræða myndina Nomina sunt odiosa - eða Nöfn eru hvimleið. Síðan hef- ur Friðrik gert fjórar kvikmyndir í fullri lengd: Skytturnar, Börn nátt- úrunnar, Bíódaga og Cold Fever. Þá hefur hann gert nokkrar heimildar- myndir eins og Rokk í Reykjavík, Kúrekar norðursins og Eldsmiðinn að ógleymdum alls óskyldum verk- um eins og Hringinn og Brennunjálssögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.