Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 25
 %f LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 ____________________ íþróttir United lækkar ekki aðgangseyri Stuðningsmenn Manchester United urðu fyrir miklum vonbrigðum í vikunni þegar tilkynnt var að aðgangseyrir að heimaleikjum liðsins yrði ekki lækkaður. Vonast var eftir að það yrði gert eftir að í ljós kom að hagnaður vallarins hefði verið 20 milljónir punda. Stjórnarmaður í United sagði að ákvörðun um lækkun miðaverðs yrði tekin í apríl í vor. Danska sambandið semur við sjónvarpið Danska knattspyrnusambandið hefur komist að samkomulagi við Danmarks Radio og TV 2 um sjónvarps- og útvarpssendingar næstu 8 árin. And- virði samningsins er 550 milljónir danskra króna og tryggir stöðvunum rétt á lýsingum eða sýning- um á leikjum í deildakeppninni, Evrópukeppninni og leikjum danská landsliðsins. HM í íshokkí gaf Svíum góðan pening HM í íshokkí, sem haldið var í Svíþjóð á þessu ári, hefur heldur betur gefið sænska íshokkísam- bandinu peninga í aðra hönd og er það orðið rík- asta sérsambandið í landinu. Svenska Dagbladet greinir frá því að áætlað hafi verið að hagnaður af HM myndi verða 22 milljónir sænskra króna en uppgjörið sýndi hins vegar 39 milljónir sænskra króna. Enn leita Úlfarnir Enska 1. deildar liðið Úlfarnir í knattspyrnu leit- ar logandi ljósi að framkvæmdastjóra eftir að Gra- ham Taylor var vikið úr starfi fyrir nokkrum vik- um. Síðan þá hafa margir verið nefndir til sögunn- ar en fátt staðist í þeim efnum. Nýjasta nafnið í öll- um þessum vangaveltum er Kenny Dalglish, stjórn- armaður hjá Blackburn og áður framkvæmdastjóri þess. : Verðdæmi: j Matardiskur kr. 230 : Supudiskur kr. 230 Kaffibolli m/undirská j Abætisdiskur kr. 230 Altir fytgihlutir tii senam ajrviM Vorum að taka heim fleiri gerðir af matar og kaffistellum frá Ancher Iversen í Danmörku. Þetta eru falleg og vönduð stell úr postulíni á hreint fráhæru verði sem setja má í uppþvottavélar og örbylgjuofna. Verið hagsýn og komið til okkar mmm Húsgagnahöllinni Bíldshöfða 20 -112 Reykjavík - Sími 587 1410 þegar þú fellur fyrir þeim 12.522 atb.verS AEG KM21 Hrærir, hakkar, rífur þeytir, hnoðar 03 margt fieira. 1,25 lítra skél, blandari, 400 W mótor og stiglaus hraði. Siggi Hall elskar hana Snotur og sniðug Fjölhæf við bakstur og matargerð. Rífur, þeytir, hnoðar - hrærir 600 g af deigi. 0,8 lítra skál og 320 W mótor. Einn hraði og impúlstakki. Mjög hagstætt verð. BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, sími 553 8820 15.779 afb.ver& AEO KM41 Þær verða ekki fullkomnari! Býr yfir öllum kostum KM 21 en hefur þar að auki; grænmetismaukara, rífjám, ávaxtapressu og smáhakkara. 500 W mótor. Gerir makann myndarlegan - í eldhúsinu 5.995 / EF ÞÚ LEGGUR MAT Á ÞESSAR VERÐUR ÚTKOMAN GÓÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.