Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 37 Kvikmyndin gerist á eftirstríðsárunum og hefur þurft að skapa umgjörðina eða sviðsmyndina frá grunni. Myndin kostar sitt. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 160 milljónum verði eytt í hana. Kvikmyndarétturinn að Engium alheimsins keyptur I samvinnu við Peter Olbech, eins stærsta kvikmyndaframleiðanda í Evrópu, hefur Friðrik og íslenska kvikmyndasamsteypan keypt kvik- myndaréttinn að Norðurlandaverð- launaskáldsögu Einars Más Guð- mundssonar: Englar Alheimsins. Einar Már hefur þegar hafið að skrifa kvikmyndahandritið en vegna fjármögnunar er óvíst að hún verði framleidd á íslensku. Líklegra er að hún verði tekin á dönsku. Þá stendur til að Friðrik leikstýri tveimur kvikmyndum í Svíþjóð á næstunni. Friðrik hefur verulegar áhyggjur af fjárskorti kvikmyndasjóðs og því skilningsleysi sem íslensk kvik- myndagerð virðist mæta hjá stjóm- völdum. Erlendir fjármögnunaraðil- ar krefjist þess að fá að ráða útlendt tæknilið til framleiðslunnar og inn- lent vinnuafl í greininni eigi í vök að verjast vegna þessa. „Það hefði ekki veriö neitt mál að gera Djöflaeyjuna á ensku. Það hefði verið mikið minna mál að fjár- magna hana ef svo hefði verið. Það er þetta sem er að gerast I dag. Islenskubaráttan háð á hvíta tjaldinu Baráttan við að halda tungunni hreinni er ekki háð á Rás eitt eins og ráðamenn RÚV halda. Hún er háð á hvíta tjaldinu og í sjónvarp- inu. Af tveggja milijarða veltu RÚV fara aðeins 10 prósent í íslenska dagskrárgerð sjónvarps og til dæm- is fer jafn mikið í útvarpsleikrit í dag og úthlutað er til gerðar ís- lenskra kvikmynda í ár. Annað hvort verða menn að hætta að fram- leiða kvikmyndir á íslensku eða stórauka framlög til kvikmynda- gerðar. Ég veit ekki hve lengi við komumst upp með það að fá erlent fjármagn til að framleiða kvikmynd- ir á íslensku af íslendingum. I dag erum við að horfa upp á báráttu gegn áhrifum útlensku á íslensku og sú barátta er kostuð af útlending- um, eins furðulegt og það kann að virðast." Friðrik óttast að íslensk kvik- myndagerð flytjist úr landi ef haft sé í huga ástandið á íslenskum kvik- myndamarkaði. í raun sé atgervis- flóttinn hafmn. Kvikmyndagerðar- fólk og fjölskyldur þeirra flykkjast úr landi til starfa erlendis. „Við verðum að spyrna fótum við þessari þróun. Ég á ekki annað orð yfir það viðhorf sem ríkir til kvik- myndagerðar hér en: Heimska," seg- ir Friðrik. „Stjómvöldum ber að halda uppi dagskrárgerð fyrir sjónvarp og gerð kvikmynda á íslensku. Þjóð sem stærir 'sig af menningarstarfsemi á að standa framarlega í kvikmynda- gerð sem er oft sú ásjóna landsins og menningarinnar sem útlending- ar hafa mest kynni af. Þótt við eig- um okkur merkilega bókmennta- sögu þá eru kvikmyndir miðill nú- tímans. í öðru lagi þá er kvikmyndagerð fjárhagslega hagkvæm fyrir þjóðar- búið. Hún er gjaldeyris- og tekju- skapandi fyrir ríkissjóð. í þriðja lagi þá skapa kvikmyndir og kvikmyndagerð störf í þjónustu og ferðamannaiðnaði í miklum meira mæli en menn hafa áður gert sér grein fyrir. Til dæmis hafa 200 til 300 milljón manns séð Börn Nátt- urunnar sem sýnir stórbrotnar landslagssenur á íslandi, líklega kemur hálfur milljarður manna til með að sjá Cold Fever og ómældur er sá fjöldi útlendinga sem hefur les- ið umfjöllun um ísland vegna ís- lenskra kvikmynda." -PP CD-168 A GOÐU United ferðatæki með geislaspilara útvarpi og segulbandi. URR-366 Venturer ferðatæki með geislaspilara útvarpi og seguibandi KR. 1 3.900 stgr. PRCD-700 Nesco ferðatæki með geislaspilara tvöföldu segulbandi, og fjarstýringu KR. 15.900 stgr. Akai ferðatæki með geislaspilara útvarpi og tvöföldu segulbandi. KR. 17.900 stgr. United hljómtækjasamstæða \ með geislaspilara j útvarpi m/minnum, segulbandi og fjarstýringu KR. 19.900 stgr. UMC-5226 SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.