Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 21
JDV LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 21 Verðum að leika leiki þar sem allir geta sigrað - er flott mottó, segir Lárus Már Björnsson, kennari og rithöfundur Sesselja Traustadóttir, DV, Hvammstanga „Viö verðum að leika leiki þar sem allir geta sigrað," segir Lárus Már Björnsson, kennari, rithöfund- ur og ljóðskáld, um heim sem hann þekkir vel og hefur starfað við á sið- ustu árum, þ.e. „tapararnir" í ís- lenska skólakerfinu. Hann skrifaði nýlega bók sem segir frá baráttu 15 ára unglings, sem hefur lent í ein- elti í skólanum, baráttu hans fyrir fótfestu í lífinu og viðurkenningu á því sem hann er og stendur fyrir. Raunveruleika allt of margra ung- linga á íslandi í dag. Lárus Már hef- ur kennt við eldri deildir grunn- skóla, í starfsnámi og við yngri deildir framhaldsskóla, sem og sinnt námsráðgjöf í Reykholti þegar skólinn laut stjórn Odds Albertsson- ar. I vetur kennir hann við Grunn- skólann á Hvammstanga, auk þess sem hann stundar framhaldsnám við Háskóla íslands. Ég ræddi við hann á dögunum um íslenska grunn- og framhaldsskóla, nemend- ur í námserfiðleikum, starf kennar- ans og fleira, en vildi þó fyrst for- vitnast aðeins um hann sjálfan. Ég rakst illa í skólakerfinu „Ég er listamaður og bóhem. Ég rakst frekar illa í skólakerfinu, skipti um skóla og var utanskóla, sneri sólarhringnum við, las um nætur og í stað þess að lesa stærð- fræði, stúderaði ég heimspeki Sar- tres eða las skáldverk höfunda á borð við Camus. Ég var, held ég, mjög bráðþroska. Ég passa mjög illa inn í öll kerfi. Ég fór að kenna mjög ungur og flæktist svolítið um lands- byggðina. Ég hóf sambúð og flutti ásamt þáverandi eiginkonu minni og stjúpdóttur, til Svíþjóðar og bjó þar í sex ár. Við eignuðumst einn dreng, en hann er á unglingsaldri í dag. í Svíþjóð stundaði ég nám í fé- lagsvísindum, félagsfræði og hag- fræði og lauk kandidatsprófi í þeim fræðum." Hver eru þín kynni af ung- lingastarfi? „Ég hef mikið sinnt kennslu og ráðgjöf á meðal unglinga, 14-15 ára og sá hópur sem vegur þar þyngst er unglingar með greindarfarslega sömu forsendur og annað fólk, en engu að síður ýmiss konar uppflosn- unareinkenni og aðlögunarvanda. Þetta er visst misræmi sem vakti snemma áhuga minn.“ Kennslufræðin er gegnumsýrð „Eg fékk áhuga á að rannsaka þetta frekar, bæði frá kennslufræði- legu og félagsfræðilegu sjónarhorni. Allar rannsóknir á þessu sviði, hversu áhugaverðar og vel útfærðar sem þær kunna að vera, skila sér aldrei beint til þessara krakka sem ég er að tala um, heldur í besta falli óbeint. Kennslufræðin i Háskóla ís- lands er gegnum sýrð af aðferða- fræði og námsstatistik sem gagnast engum í praktik, en sáralítið unnið með raunverulegar lausnir á þeim vanda sem skapast hefur í mennta- kerfmu. Mig hefur langað tfl þess að gera eitthvað sem skilar sér beint til þeirra krakka og aðstandenda sem að vandann þekkja. Ég hef skoðað þessa ungu skjólstæðinga mína í nýju ljósi. Það kemur oft margt broslegt upp í daglegu lífi þessara krakka þó þau séu ekki beinlínis ofan á í lífinu. Þau lenda oft í harla Lárus Már Björnsson, kennari á Hvammstanga, hefur ákveðnar skoðanir á skólakerfinu og gagnrýnir það harðlega í viðtali við DV. Rykmottur - leiga Motturnar taka allt að 80% af óhreinindum, raka og sandi af skónum, sem annars berst inn á gólf. Sparaðu þrifin láttu okkur leigja þér mottu. ÞVOTTAHUSIÐ MJ°ss»ttverð. Borgartúni 27 s. 551 3397, 562 3180, fax 551 3395 tilefnislausum árekstrum og þau skortir orð og hugtök til þess að geta leyst úr árekstrum af eigin rammleik. Þessir krakkar, eins og aðrir, upplifa ýmsa tímamótaat- burði sem fleyta þeim skrefi lengra inn í heim hinna fullorðnu. Þeir eru í stöðugri leit að fyrirmyndum, ann- að hvort i eldri unglingum eða full- orðnum.“ Hverjir eru „tapararnir"? „15-30 prósent unglinga eru með einkunn á grunnskólaprófum sem ekki dugir til að fleyta þeim inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðu- neytið virðist ekki hafa umtalsverð- an áhuga á þessum hópi heldur ein- beitir sér alfarið að þessum 1-2 pró- sent bama og unglinga sem mælast með einhverja auðmælanlega aug- ljósa fötlun, heyrnarskerðingu, lík- amlega fötlun o.þ.h. Þetta er í raun- inni mjög óheppilegt. Mitt mottó um skóla sæki ég til fræðimanns, sem heitir Alschuler. Hann sagði: „Við þurfum að leika nýja leiki þar sem allir geta sigrað.” Þetta finnst mér flott mottó. Mitt al- menna mottó í lífinu sæki ég til Freddy Mercury heitins - „This co- uld be heaven for everyone” þá meina ég lífið. En til þess að það geti orðið, þá verðum við að hætta að níða niður skóinn á náunganum og læra umburðarlyndi og ákveðna afstæðishyggju. Þetta er náttúrlega hlutur sem allir geta lært. Fólk er ólíkt og þaö er kannski það sem ger- ir lífið fallegt. Skýrsla nefndar um mótun menntastefnu, sem kom út 1994 og unnin var undir stjórn Sigríðar Önnu Þórðardóttur, alþingismanns og kennara, er það jákvæðasta sem ég hef séð um skólamál í háa herr- ans tíð. Tillögumar lúta að því að greining á stöðu barna fari fram á mun fyrri stigum heldur en gert er í dag. Kennarinn fær þá breytt hlut- verk, hann er ekki bara í miðlun- inni, heldur er hann líka ráðgjafi og stuðningsaðili. Ég hef alltaf séð kennarahlutverkið í þvi ljósi, en það eru sorglega margir kennarar sem skilgreina hlutverk sitt mjög þröngt, sem kennslu, punktur, búið. Framtíðarskólinn, draumaskólinn, hvernig er hann? í Framhaldsskólanum í Reyk- holti, árin ’93-’94 var mjög margt vel gert og er eflaust enn, ég þekki það bara ekki, en þar var öllum sinnt á sínum eigin forsendum og engum var hafnað nema af mjög ríkum ástæðum, þá hugsanlega vegna fikniefnaneyslu og slíkra hluta sem hefðu getað stefnt skólasamfélaginu í voða. En þar voru áherslurnar á einstaklinginn, hans áhugamál og þarfir. Við skilgreindum okkar hlut- verk sem kennarar mjög vítt þar, við vorum allt í senn, kennarar, ráðgjafar, vinir og eiginlegir for- eldrar þessara krakka. Það er nú heldur mikil krafa og erfitt að sjá það gerast í venjulegum skólum, sem ekki eru heimavistarskólar. KIMPEX AUKAHLUTIR FYRIR VETRARSPORTIÐ Hjálmar, hanskar, lúffur, skór, húfur, nýmabelti, gieraugu, vélsleðagallar, kortatöskur, yfirbreiðslur o.m.tl Mikið úrvai ” Skútuvogi 12A, s. 581 2530 Panasonic HD600 Hi Fi Myndbandstæki Duxinn f október hefti tímaritsins ”What Video” er Panasonic HD 600 myndbandstækið útskrifað með hæstu einkun (10) fyrir myndgæði. Þessa einkun dreymir alla framleiðendur myndbandstækja um og nú hefur draumurinn ræst enn einu sinni hjá Panasonic. Er ekki tími til kominn að þú látir þinn draum um frábært myndbandstæki á frábæru verðfrætast? Panasonic NV-HD 600 myndbandstækið er btíið Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive gang- verki, Clear view control, fjarstýringu sem gengur einnig á flest allar gerðir sjónvarpa, 2x Scart tengi ásamt því að sýna allar aðgerðir á skjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.