Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 34
34
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JLlV
Jóhann Guðnason matreiðslumaður heiðraður fyrir vel unnin störf á Keflavíkurflugvelli:
Ok milli Reykjavíkur
og Keflavíkur í 43 ár
- lenti aðeins einu sinni í umferðaróhappi
„Ég byrjaöi að vinna á Keflavík-
urflugvelli árið 1952 og var að hætta
núna í september. Það var ekki mik-
ið um vinnu hérna á höfuðborgar-
svæðinu þá. Mér var bent á að
sækja um starf suður á Keflavíkur-
flugvelli og fékk það. Allan tímann,
sem ég vann þarna, ók ég á milli
Reykjavíkur og Keflavíkur enda hef
ég alla mína tíð búið í Reykjavík,"
sagði Jóhann Guðnason matreiðslu-
maður sem varð sjötugur 23. sept-
ember á þessu ári.
Hann hætti að vinna um það leyti
og fékk afhentan viðurkenningar-
skjöld frá vinnuveitendum sínum af
því tilefni. Þar eru honum þökkuð
árin 43. Á skildinum stendur: „Jó-
hann Guðnason. 43 starfsár hjá
Varnarliðinu, 4. nóv. 1952 til 27.
sept. 1995. Með þakklæti fyrir góð
störf.“ Hann hafði áður fengið við-
urkenningu, bæði eftir 20 og 30 ára
starf.
2800 manns í mat
„Ég vann í mötuneyti á Vellinum
KIMPEX
FYRIR VÉLSLEÐANN
Arctic Cat frá kr. 7.118
Kawasaki frá kr. 6.927
Polaris frá kr. 5.860
Skidoo frá kr. 4.981
Yamaha frá kr. 4.857
Jóhann Guðnason með viðurkenningarskjöldinn sem hann fékk þegar hann lét af störfum og viðurkenningu eftir 20
ára starf hjá vinnuveitendum sínum á Keflavíkurflugvelli. DV-mynd BG
vorum við hjónin að íhuga að flytja
suður eftir en hættum við það. Veg-
urinn var nú ekki góður fyrstu árin,
maður ók sums staðar á beru
hrauninu. Það var bara fyrst eftir
að heflað var sem vegurinn var
sæmilegur. Kunningjar mínir segja
reyndar að ég sé orðinn leiðinni svo
kunnugur að ég geti bara sofið á
leiðinni. Stundum hef ég haft ferða-
félaga og það er miklu skemmti-
legra en vera einn á ferðinni."
- Lentirðu aldrei í slysi eða
óhappi á leiðinni?
„Einu sinni, þá var ég ekki orð-
inn þrítugur. Það var hálka og ég
var einn í bílnum. Mér var illa við
að koma of seint og var að flýta mér.
Þegar ég kom á Stapann byrjaði bíll-
inn að renna þó að hann væri á
keðjum. Hann snerist, fór svo út af
og valt eina veltu. Ég var svo hepp-
inn að ég slasaðist ekkert. Síðan hef
ég hugsað öðruvísi og gætt betur að
mér, ekki það að ég aki sérstaklega
rólega."
Skemmtilegt í vinnunni
- Hefur ekki margt spaugilegt
gerst í eldhúsinu öll þessi ár?
„Jú, jú, en það er nú ekki margt
sem er í frásögur færandi. Þó man
ég eftir að einu sinni brenndist illa
í í einum af fjórum ofnum sem ég
átti víst að passa upp á. Ég hafði
brugðið mér í mat. Þetta var nú
ekkert lítið magn í hverjum ofni.
Við vildum ekki að yfirmaður okk-
ar kæmist að þessu og vorum fljótir
að koma þessu í nálæga ruslatunnu.
Það tókst án þess að upp kæmist. Yf-
irmaðurinn hefði svo sem ekkert
gert en við vildum ekki að hann
vissi af þessu.“
Belra verð er vandfundið
raanrts
Y Skútuvogi 12A, s. 581 2530
og var yfirmatreiðslumaður þar í
2-3 ár. í mötuneytinu borða bæði
amerískir hermenn og íslendingar
sem vinna á Vellinum. Þeim hefur
fækkað mikið, það var miklu meira
um að vera fyrstu árin. Þegar mest
var voru 2.800 manns í mat í hádeg-
inu. Seinni árin borðuðu 6-700
manns í hádeginu og 4-500 á kvöld-
in. Það vinna um 30 manns á hverri
vakt í eldhúsinu, þar af 8 kokkar og
1 bakari. Vaktirnar eru þrettán tím-
úm PÍN UGQJZt IDFftNU
ER RAKASTIGIÐ ÖRUGGLEGAILAGIA
ÞINNI SKRIFSTOFU EÐA ÞÍNU HEIMILI?
fnfctanii RAKATÆKIN FRÁ BIONAIRE EIMA
VATNIÐ OG ÞVÍ ENGIN HÆTTA^Á SÝKLAMYNDUN.
(rrsöm/m.
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni, Húsasmiðjan
Skútuvogi 3, Glóey Ármúla 19, Bílanaust Borgartúni
26. Kópavogur: Festa Hamraborg 14. Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs Skagabraut 6. Selfoss: Árvirkinn
Eyrarvegi 29. Akureyri: Hljómver Glerárgötu 32,
Raflagnadeild KEA Hafnarstræti 91-95. ísafjörður:
Straumur Silfurgötu 5.
BIOINJAIRE - FYRIR ÞIIMA HEILSU
Völuteiiiur 3, Mosfellsbær. Sími 566-8300
ar og fyrirkomulagið er þannig að
unnið er í tvo daga og síðan er
tveggja daga frí nema um helgar eru
þrír dagar í einu. Líka eru nætur-
vaktir og það er alltaf sama fólkið
sem vinnur þarna. Ég kunni vel við
þetta fyrirkomulag."
Alltaf sömu menn-
irnir sem kvarta
- Færðu leið á mat þegar þú ert
alltaf að matbúa?
„Við í eldhúsinu borðum alla
vega ekki eins mikið og þeir sem
koma í mat til okkar, það er
skammtað ansi vel á diskana og
sumir koma aftur og aftur til að fá
ábót. Ég hef þurft að passa matar-
æðið. Sumir kokkar eru nartandi
allan daginn, tína upp í sig þegar
þeir eru að skera kjötið."
- Finnst þér menn matvandir?
„Sumir, það eru alltaf sömu
mennirnir sem kvarta yfir matnum,
það er alveg eins og til sjós. Flestall-
ir voru samt ánægðir hjá okkur og
voru að hæla okkur fyrir matinn.
Ók sums staðar
á beru hrauninu
- Varstu ekki orðinn leiður á að
keyra á milli Reykjavíkur og Kefla-
víkur?
„Jú, þetta verður náttúrlega
þreytandi til lengdar. Fyrstu árin
Skemmtilegt í vinnunni
„Svo man ég eftir að stúlka, sem
hafði unnið hjá okkur, var að hætta.
Þá tóku tveir strákarnir hana og
stungu henni ofan í pott fullan af
vatni. Þetta var nú kveðjan til henn-
ar. Það var oft skemmtilegt í vinn-
unni.“
- Finnurðu mun á íslendingum
og Ameríkönum?
„Nei, ótrúlega lítinn, ég kann
ákaflega vel við Ameríkana, þeir
koma náttúrlega úr öðru umhverfi
og hugsa öðruvísi. Ég kunni vel við
að vinna þarna, vinnuaðstaðan var
góð og góður starfsandi, annars
hefði ég aldrei verið svona lengi."
Sund á morgnana
- Hvernig er þá að vera hættur?
„Það er nú svo stutt síðan. Ég
hætti aö eigin ósk, þar sem ég var
búinn að fá kransæðastíflu, það var
árið 1978. Það amar samt ekkert að
mér, þetta voru væg einkenni.
Konan mín, Regína J. Kerulf,
vildi líka að ég hætti svo ég ákvað
að hætta þegar ég yrði sjötugur. Svo
er langt frá að ég láti mér leiðast,
við vorum að koma hjónin úr fjög-
urra vikna mjög góðri ferð til
Kanaríeyja. Einnig förum við alltaf
í sundlaugina í efra Breiðholti á
morgnana, pottarnir þar eru svo
góðir. Síðan er nóg að snúast eftir
hádegi, til dæmis að fara í heim-
sóknir.