Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 TlV
Dagur í lífi Magnúsar Vers Magnússonar:
Keppt tií sigurs
með vott af flensu
Ég þurfti að vakna snemma á
sunnudagsmorguninn því ég stóð
fyrir áskorenda móti Pizza ’67 um
sterkasta mann jarðar. Þrátt fyrir
áform mín um að vakna snemma
var hringt í mig enn fyrr og mér
sagt að vandamál væru komin upp
varðandi keppnina. Sérstakar
tunnur, sem við höfðum látið
stækka og fyllt með vatni til að
þær yrðu stöðugar, höfðu byrjað að
ieka og bæta þurfti úr vandanum.
Ég lofaði að kíkja á málið og fór
fram úr.
Unnusta mín lá í rúminu með
yfir 40 stiga hita og ég var ekki
frá því að ég væri að veikjast
líka. Ég var ekki eins og ég átti
að mér að vera - nokkuð slapp-
ur.
Það þýddi ekkert að vorkenna
Sjálfum sér þannig að ég reif mig á
fætur og bjó til kjarngóðán morg-
unverð - sannkallaðan orkudrykk.
Henti banana í blandarann, hellti
mjólk yfir og skóflaði þyngdarbæt-
andi dufti út í og kveikti á. Eftir að
hafa drukkið þennan kaloriuríka
drykk tók ég saman dótið mitt og
gerði mig kláran til brottfarar.
Höllinni ásamt samstarfsmönnum
keyrði ég Benz-rútuna, sem við
höfðum til afnota, og renndi
eftir öðrum þátttak-
endum niður á hót- ;j\
el. Þaðan fórum við á
Pizza ’67 í hádegis-
verð. Menn borð-
uðu mest pasta,
súpu og brauð -
létt
var á réttu róli og þótt maður hefði
viljað sjá fleiri þá þurfti maður
ekki að borga með mótinu.
Mútið tekið með trukki
Ég kýldi á þetta og mótið var
tekið með trukki. Maður hafði
samt áhyggjur af eigin frammi-
stöðu því undirbúningur
móts ins
hafði
, tekið
a
3
mein
tíma frá
mér, tíma
sem nota hefði átt til æfinga og
undirbúniiigs, en ég hafði ætlað
mér í upphafi. Auk þess fann ég að
heilsan var ekki upp á sitt besta en
Það þýddi ekkert að vorkenna sjálfum sér þannig að ég reif mig á fætur og bjó til kjarngóðan morgunverð -
sannkallaðan orkudrykk. Henti banana í blandarann, hellti mjólk yfir og skóflaði þyngdarbætandi dufti út í og
kveikti á. DV-mynd JAK
Leyst úr vandamálum
Ég settist undir stýri og ók nið-
ur í höll og fór yfir málin. Utan
smávægilegra vandamál virtist allt
á réttu róli.
Eftir að hafa gert allt klárt í
en orkuríkt fæði svo þeir væru bet-
ur búnir undir að takast á við átök
dagsins. Eftir að hafa spjallað sam-
an og kankast á fóru menn aftur
niður í höll og tóku léttar æfingar
og gerðu klárt.
Maður hafði léttar áhyggjur af
því hvórt allt væri ekki á réttu róli
og hvort nógu margir myndu mæta
til að dæmið myndi borga sig. Allt
keppnin gekk vel hjá mér. Um
tíma óttaðist ég þó að Heinz
Ollesch myndi hafa mig og adrena-
línið fór á fullmikla hreyfingu. Ég
fór því og losaði mig við hluta af
hádegisverðinum sem ég virtist
ekki geta haldið niðri. Hvort um
var að kenna adrenalíninu eða
slappleikanum sem var að hellast
yfir mig veit ég ekki en þegar þetta
er skrifað ligg ég í rúminu í flensu
og tvísýnt er hvort ég kemst til
Kaupmannahafnar nú um helgina.
Þegar að síðustu grein var kom-
ið, burði steina á tunnu, var enn
mjótt á mununum en mér tókst að
knýja fram sigur enda er þetta ein
af minum betri greinum og Heinz
lenti í öðru sæti en honum hefur
einnig oft gengið vel í þessari
grein.
Eftir að hafa hampað verðlaun-
um og tekið saman tækin í Höll-
inni var farið heim í sturtu og
klætt sig í betri fötin. Um kvöldið
var sigrinum fagnað i góðra félaga
hópi. Öllum keppendum og starfs-
mönnum var boðið til veislu þar
sem árangrinum var skolað niður
með drykk og mat. Heilsan var
góð, þannig séð, um kvöldið. Menn
urðu mjúkir en þó var farið
snemma heim að sofa. Vinnunni
við mótið var engan vegin lokið
því þátttakendurnir fóru sumir
hverjir ekki heim fyrr en á þriðju-
dag og það þurfti að hafa ofan af
fyrir þeim. Þeim sem fóru heim á
mánudag' þurfti hins vegar að
fylgja út á flugvöll.
Dagurinn var sem sagt hinn
besti og enn einn sigurinn í höfn.
-pp
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og
fjórðu getraun reyndust vera:
1. Hjörtur Jón Hjartarson
Vallarási 1
110 Reykjavik
2. Inga Jóna Jóhannsdóttir
Kjalarlandi 30
108 Seltjarnarnes
Finnur þú fimm breytingar? 336
Nú er komið að þeim þætti Sinfóníunnar sem ég venst aldrei.
Nafn:
Myndirnar tvær viröast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmætl kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stöðinni, Síðumúla 2, Réykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790.
Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 336
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík