Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 24
- frábært unglingastarf hefur gert liðið frá Amsterdam að besta félagsliði heims í dag Hollenska liðið Ajax hefur heillað alla áhugamenn upp úr skónum í vetur. íslenskir knattspyrnuáhuga- menn eru þar ekki undanskildir en þeir hafa i tvígang fengið að sjá þetta frábæra lið i beinni sjónvarps- útsendingu i meistardeild Evrópu. Það stóðu margir agndofa þegar Ajax lék Real Madrid sundur og saman á dögunum og liðið hélt upp- teknum hætti nú í vikunni gegn gegn Ferencvaros. Þessar tvær viðureignir voru hreinir sýningar- leikir af hálfu Ajax og kæmi engum á óvart þótt liðinu tækist að verja Evróputitilinn sem liðið vann á sl. vori þegar liðið lagði AC Milan í úr- slitaleik í Vínarborg. Þau úrslit komu ýmsum á óvart en aðrir sögðu að þetta væri aðeins byrjunin að enn meiri velgengni. Þær spár eru að ganga eftir, hvergi er veikan blett að finna í liðinu, og í dag er ekki það lið sjáanlegt sem getur stöðvað sigurgöngu hollenska liðs- ins. Það leikur enginn vafi á því að Ajax er eitt sterkasta lið sem fram hefur komið í mörg ár. Ajax hefur verið i fremstu röð í Hollandi frá stofnun árið 1900. Lið á borð við Feyenoord og PSV Eindhoven hafa veitt því harða keppni en á síðustu árum hefur Ajax skotist fram úr og ber núna ægishjálm yfir þau. Ajax hefur 24 sinnum orðið hollenskur meistari og 12 sinnum bikarmeist- ari. Fjórum sinnum hefur liðið hampað Evróputitli meistaraliða og í eitt skipti bæði Evróputitli bikar- hafa og UEFA-titli. Ekkert lát ætlar að verða á fram- gangi liðsins í vetur. Liðið hefur skorað 53 mörk í 16 deildarleikjum og aðeins fengið á sig fjögur mörk. Liðið beið síðast ósigur í 1. deild gegn Willem II í maímánuði 1994 og þar var titillinn löngu kominn í höfn og ungir óreyndir leikmenn fengu að spreyta sig með aðalliðinu. Riðlakeppni í meistaradeild Evr- ópu lauk í vikunni og vann Ajax sinn riðil með yfirburðum, vann fimm leiki og gerði eitt jafntefli. Markatalán, 15-1, undirstrikar styrk liðsins. Liðið hefur staðið i ströngu í vetur en fyrir hálfum mánuði lék Ajax gegn suður-amer- ísku meisturunum Gremio í leik um heimsmeistaratitil félagsliða. Ajax bætti þar enn einni skrautfjöðrinni í safn sitt en liðið hafði þar betur i vítaspyrnukeppni. Það eru eflaust margir sem velta fyrir sér þessari velgengni liðsins. Hvað býr að baki er hægt að spyrja en mennirnir á bak við tjöldin, stjórnendurnir, er eru með svarið á reiðum höndum. Ajax hefur verið þekkt fyrir að leggja mikla áherslu á unglingastarfíð og hefur félagið um árabil rekið skóla fyrir upp- rennandi knattspyrnumenn. í þess- um skóla hófu knattspyrnuiðkun átta leikmenn sem tryggðu liðinu Evrópumeistaratitilinn á sl. vori. Úr þessum hópi kemur Patrick Kluivert sem kom inn á sem vara- maður í úrslitaleiknum gegn Milan. Hann nýtti tækifærið til fulls og skoraði sigurmark Ajax í leiknum. Fyrir leikinn var hann lítt þekktur en þetta mikilvæga mark kom hon- um heldur betur fram í sviðsljósið. Upp frá því hefur hann átt fast sæti í liðinu. Fyrir yfirstandandi tímabil ákvað stjóm félagsins að ráðast ekki í mikil leikmannakaup. Tveir leik- menn hættu, Frank Rijkaard lagði skóna á hilluna og Clarence Seedorf var seldur til Sampdoria á Ítalíu. Brasilíumaðurinn Marcio Santos var keyptur frá Fiorentina til að styrkja vömina enn frekar. Santos hefur hins vegar ekki leikið mikið því hann meiddist í upphafi tíma- bilsins en er óðum að ná sér. Það verður aftur á móti ekki auðvelt fyr- ir hann að komast í liðið því vörnin hefur verið eins og klettur i vetur. í Ajax er valinn maður í hverju rúmi, frá markverði til fremsta manns. Fyrir aftan vörnin stendur landsliðsmarkvörðurinn Edwin Van Der Saar sem er öryggið upp- málað. Mikil ógnun kemur frá vinstri kantinum en þ£ir er Marc Overmars sem hefur verið undir smásjánni hjá mörgum liðum í wet- ur. Ajax segir að hann fari hvergi, hann sé ánægður hjá félaginu og vel launaður. Það skiptir engu hvert kauptilboðið í hann verður, í hann verður haldið í fremstu lög. Á vinstri kantinum leikur Nígerímaðurinn Finidi George. Hann þykir mikið efni og hefur skilað sínu og meira en það i vetur. Sá leikmaður sem leikið hefur framar öllum vonum er Finn- inn Jari Litmanen. Hann kom til Ajax fyrir rúmum þremur árum og féll strax inn í leik liðsins. Óánægju- raddir voru einhveijar þegar hann var keyptur fyrir smápening. í dag er hann í dýrðlingatölu og verðið á honum hefur margfaldast. Hollenska landsliðið mætir írum í Liverpol 13. desember í leik um laust sæti í Evrópukeppni landsliða næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn sækir átta leikmenn í byrjunarlið Ajax, það er að segja alla þá sem hafa hollenskt ríkisfang. Þetta segir meira en mörg orð um gæði liðsins. Velgengni hjá Ajax er bara upp- hafið að einhverju meira. Meðalald- ur leikmanna er um 25 ár og ljóst að með slíkan mannskap er hægt að gera ýmislegt með á næstu árum ef rétt verður á spilum haldið. Þjálfar- j inn Louis van Gaal er með framtíð- arsýn á borðinu ef allar áætlanir ganga eftir. Ljóst er að gífurlegir j fjármunir muni koma í kassann í , vetur. Sterkur fjárhagur og frábær j mannskapur ætti að halda liðinu á sömu braut. Stórlið á Ítalíu hafa lit- ið hýru auga til Ajax-liðsins með kaup á mönnum í huga. Forráða- menn Ajax eru meðvitaðir um þetta og er markmið þeirra að gera vel sína menn, ekki minna en gert er suður á Ítalíu. Á bak við Ajax eru peningamenn og með þá kunna þeir að fara. Ajax fékk fyrir þátttöku sínu í meistara- deildinni í fyrra nálægt einn millj- j arð króna. Þeir peningar fóru að stærstum hluta í byggingu á nýjum leikvangi sem tekinn verður í notk- un næsta haust. Hann mun rúma 50 þúsund áhorfendur í sæti og er þeg- , ar orðið uppselt á alla heimaleiki liðsins á næsta tímabili. Miðapant- anir hafa borist frá öllum heims- j hornum, allir sem vilja sjá knatt- spyrnu í hæsta gæðaflokki, láta sig 1 ekki muna um að skreppa til Amsterdam. -JKS Við höldum áfram að bjóða sprengjuverð..!! þvottavél 850 snúningar. ^ 17 þvottakerfi. Tekur 5 kg. af þvotti. , D28, tvær. hurðir. ^ ^ 175x59,5x59 hxbxd $ Frystir uppi - 57I. Kælir niðri - 223I. Hljóðlátur. Fallegt útlit. ísskápur C37TR, tvær hurðir. 175x59,5x59 hxbxd Frystir niðri -1001. Kælir uppi - 2351. 2 pressur. Hljóðlátur. ísskápur >ísskápur F-1320. Ein hurð. 108x55x58 hxbxd. Frystir 22I - Kælir 288 Ein pressa. Hljóðlátur. Sterk innrétting. Sansui Micro 1400 Hljómtækjasamstæðá Geislaspilari, útvarpf segulband, stór skjár, Fullkomin fjarstýringT Öflugir hátalarar. Verið velkominn í nýja og glæsilega verslun okkar að Skútuvogi 1. .. ................................... Greda compact þurrkari 3 kg. 2 hitastig. HxBxD: 67x49x48 smr Veltir tromlu í báðar • áttir. Barki fylgir. ,, Creda autodry ^ þurrkari *^ Tekur 5 kg. 2 hitastig. . cs»Veltir í aðra áttina. Krumpvörn. Barki fylgir. Creda reversair þurrkari 5 kg. 2 hitastig. Krumpvörn. Veltir í báðar áttir. Barki fylgir. CredacoNDENSA >tyS þéttiþurrkari } 5 kg. 2 hitastig. r^V^Veltir í báóar áttir. fe>\j Mntor ol/l/i horl/a Notar ekki barka. Krumpvörn. Rakaskynjari,- Opið: Mán-Fös. 10-19 Laugardag 10-18 Sunnudag 13-18 V/54 Raðgreiðslur - 24 mán. JE» Raðgreiðslur - 36 mán. - A.NNO 1929 - RflFKf mmim islands if Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax: 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.