Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 43
47
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
Hólmavík:
Hús Magnúsar
Jónssonar frá Skrið-
■ /
nesenm i eigu
Dagrenningar
HANNAÐU
þinn eigin bol til þess að gefa
í
Komdu með tilbúna fyrirmynd eóa
hugmyndir sem við hjálpum þér við
að útfæra.
Hús Magnúsar Jónssonar frá Skriðnesenni, sem er á Hólmavík, hefur verið
gert upp og er komið í eigu Dagrenningar, björgunarsveitar Slysavarnafélags
Islands. DV-mynd Guðfinnur.
BR05-&0UR
ÐUMUIA 33 SIMI 581 4141, FAX 588 4141
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík:
Eitt af eldri og glæsilegustu hús-
um á Hólmavík frá fyrri helmingi
þessarar aldar, kennt við Magnús
Lýðsson, bónda og járnsmið frá
Skriðnesenni, sem byggði það, hef-
ur nýverið komist í eigu Dagrenn-
ingar, björgunarsveitar Slysavarna-
félags íslands á Hólmavík. Húsið
hefur við það tekið allmiklum
stakkaskiptum á stuttum tíma. Það
er þrjár hæðir, reist 1931. Magnús
og Elín Jónsdóttir kona hans ásamt
börnum bjuggu á miðhæðinni og
segja má að efsta hæðin og kjallar-
inn hafi alltaf verið í útleigu. Oftast
hafa verið þar frumbýlingar og fólk
komið á efri ár. Leigugjald var alltaf
lágt hjá þeim hjónum.
Rætt um að
brjóta það niður
Ungur trésmiður keypti húsið
1965 af ekkju Magnúsar og börnum
þeirra. Hann breytti því nokkuð og
byggði við að trésmíðaverkstæði.
Við brottfór hans komst það í eigu
Kaupfélags Steingrímsfjarðar sem
leigði það oftast starfsfólki sínu en
við það lét það mjög á sjá og um
tíma var rætt um í alvöru að réttast
væri að rífa það og brjóta niður. Sú
skoðun fékk svo aukinn byr í seglin
þegar eldur varð laus á miðhæð
þess síðla árs 1989 og af hlutust
verulegar skemmdir.
„Við keyptum það á 600 þúsund
kr., vaxta- og verðbótalaust, það var
þá vægast sagt í mjög slæmu
ástandi," segir Eysteinn Gunnars-
son, stjórnarmaður í björgunar-
sveitinni Dagrenningu.
Heldur nær alveg
fyrra útliti
„Við höfum síðan kostað miklu tO
að koma því í það horf sem það er í
núna. Gert var við allar múr-
skemmdir, skipt um glugga og sett í
þá tvöfalt gler. Þakið hefur verið
endurnýjað að nær öllu leyti. Húsið
heldur þó nær alveg fyrra útliti sínu
að öðru leyti en því að settur hefur
verið stærri kvistur á norðurhlið
þess. Við höfum nú tekið í notkun
neðstu hæðina. Þar erum við með
útbúnað okkar ásamt sjúkra- og
tækjabíl. Þá erum við að kaupa okk-
ur gúmbát til hjálpar og björgunar á
sjó og vötnum þegar þörf kallar að.“
Eysteinn segir mikið ógert innan-
húss á efri hæðum hússins. Þar
verði nægilegt verkefni á næstu
mánuðum fyrir margar vinnufúsar
hendur.
Hár verði allt
til staðar
„Slysavarnafélag Islands hefur
lagt fram 1,5 milljónir króna til
þessa verkefnis. Nær sömu upphæð
höfum við lagt fram af okkar eigin
aflafé auk vinnu. Við viljum sjá
þann draum rætast að við verðum
svo vel útbúin tækjum og öllum öðr-
um búnaði til hjálpar- og björgunar-
starfa að fólk geti komið til okkar í
þeim fötum sem það er þegar það er
kallað út. Hér verði allt til staðar
sem á þarf að halda hvaða verkefni
sem það svo er sem sinna þarf við
útkall,“ segir Eysteinn Gunnarsson.
QIB0
húsgögn
®
(iL00'(EB0'llC00’(M3‘CI00‘QI00’QiB0'Qi00’(jL[03
Domino hornsófí
kr. 67.890 stgr.
Stóllinn ehf.
Smiðjuvegi 6d, Kópavogi
1 sími 554 4544
RAÐGREIÐSLUR
^MPAÐGPEWSLUP
TIL SA MÁNAOA