Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JLlV
Flestir foreldrar kannast víst við
það þegar börn þeirra, þá oftast
komin á táningaaldurinn, neita að
taka mark á þeim og telja allar ráð-
leggingar hinna eldri og fyrirmæli
þeirra bera vitni úreltum sjónar-
miðum, skammsýni, heimsku og
skorti á skilningi og þörfum ungu
kynslóðarinnar. Oftast fer þannig,
sem betur fer, að foreldrunum tekst
að tala um fyrir unga fólkinu en það
er ekki alltaf svo. Afleiðingamar
eru ekki alltaf alvarlegar en fyrir
kemur að þær verða svo skelfílegar
aö þær verða opinbert umfjöllunar-
efni eða komast jafnvel á forsíður
dagblaðanna og í kvöldfréttir sjón-
varps, eins og í því tilviki sem hér
segir frá.
Yfirburðir
á flestum sviðum
Þeir kölluðu sig „Skytturnar
þrjár“, ungu mennirnir, og höfðu
um tíma fjarlægst ættingja sína og
vini til að fullkomna þá heimsmynd
sem þeir voru að gera sér. Langar
umræður þeirra í eigin hópi höfðu
sannfært þá um hve mikla yfirburði
þeir hefðu yfir foreldra sína, systk-
ini og aðra, en þó einkum lögregl-
una, fulltrúa valds sem þeir gátu
með engu móti sætt sig við.
Þegar þremenningarnir, Wylie
Gates, Damian Rosney og Miles
McDonald, höfðu komist að þeirri
niðurstöðu að sérstaða þeirra, gáfur
og almennir yfirburöir hefðu skipað
þeim á annan bekk en flestum öðr-
um í þjóðfélaginu þótti þeim timi til
kominn að sýna í verki að þeir
heföu rétt fyrir sér. Og þá tóku við
innbrot og þjófnaðir að næturlagi.
En í æfingaskyni brutust tveir
þeirra fyrst inn á heimili hins sjálf-
skipaða leiðtoga hópsins, Wylies
Gates, sem var þá átján ára. Hann
og Damian Rosney stálu þar .32
hlaupvíddar skammbyssu af
Walther PPK-gerð, öflugu skotvopni.
Þessi þjófnaður reyndist síðar hafa
sérstök áhrif á það sem síðar gerðist
í málum piltanna og tengdist leyni-
legri áætlun Wylies sem hann
nefndi ekki við hina tvo.
Ósigrandi
Innbrotið tókst vel og Wylie sann-
færðist um að hann væri ósigrandi.
Nú væru þeir félagar komnir með
vopn sem gæfi í engu eftir því sem
sæist í kvikmyndum. Walther PPK-
skammbyssa þykir afarfullkomin en
getur meitt þá sem hafa ekki fengið
sérstaka tilsögn í meðferð hennar.
Innbrotinu á heimili Gates-fjöl-
skyldunnar fylgdu nú ýmis önnur
innbrot og hvert um sig jók vissu
þremenninganna um að þeim væru
færir flestir vegir sem öðrum þjóðfé-
lagsþegnum væri skynsamlegast að
leggja ekki út á. Og þann 13. des-
ember 1990 leiddi þessi trú piltanna
til óhugnanlegs atburðar i litla bæn-
um Gatham í New York ríki í
Bandaríkjunum.
Gates-fjölskyldan bjó við Maple
Drive. Seint um kvöldið hringdi
Wylie Gates til lögreglunnar og til-
kynnti henni að þegar hann hefði
komið heim úr kvikmyndahúsi,
skömmu áður, hefði hann komið að
foreldrum sínum og bræðrum látn-
um. Hefðu þau öll verið skotin til
bana.
Ljót aðkoma
Rannsóknarlögreglumenn komu
þegar á vettvang og viö þeim blasti
ófógur sjón. Heimilisfaöirinn, Ro-
bert, lá skotinn í setustofunni ásamt
konu sinni og stjúpmóður Wylies.
Bobbie, nítján ára, hafði veriö skot-
inn þar sem hann sat við trommu-
sett sitt í bílskúrnum, en þar hafði
hann greinilega verið að æfa sig
þegar lokastundin rann upp. Og á
efri hæð hússins lá Jason, þriggja
Ættingjar Gates-fjölskyldunnar við útförina eftir morðið.
Damian Rosney.
Miles McDonald.
ára ættleiddur sonur Gates-hjón-
anna, andvana í rúmi sínu, þar sem
hann hafði verið skotinn.
Walter Shook fulltrúi var meðal
þeirra sem fyrstir komu á vettvang,
og að honum setti hrylling því hann
hafði ekki séð slíkt fjöldadráp síðan
hann var í Víetnamstríðinu. Hann
var hins vegar undrandi yfir þvi
hve rólegur Wylie virtist, sá eini
sem var enn á lífi af allri fjölskyld-
unni. Og hefði hann ekki farið í
kvikmyndahús væri hann ekki leng-
ur á lifi.
Shook velti því fyrir sér hvort
pilturinn væri í einhvers konar losti
eða hvort hann væri svona kaldrifj-
aður og ef svo væri hvað byggi þá að
baki því.
Særður fingur
Rannsóknarlögreglumennirnir
tóku nú að kanna fortíð Gates-fjöl-
skyldunnar ef vera mætti að það
varpaöi einhverju ljósi á voðaverk-
ið. Þá kom fram að þremur mánuð-
um fyrir það hafði fjölskyldufaðir-
inn tilkynnt innbrot og stuld á .32
hlaupvíddar Walther PPK-skamm-
byssu. Rannsókn á kúlum þeim sem
fundist höfðu í líkum hinna látnu
sýndu að þær kom úr .32 hlaupvídd-
ar byssu. En víðtæk leit að morð-
vopninu reyndist árangurslaus.
Við fyrstu yfirheyrslu yfir piltun-
um þremur höfðu þeir Shook og fé-
lagi hans, John Cozzolino, tekið eft-
ir því að stór heftiplástur var á
hægri þumalfingri Wylies. Cozzol-
ino, sem var áhugamaður um skot-
vopn, lét sér ýmislegt til hugar
koma í því sambandi en sagði þó
ekkert í þetta sinn.
Ljóst varð fljótlega að piltarnir
þrir höfðu þá fjarvistarsönnun sem
þeir höfðu tUgreint. Þeir reyndust
hafa verið í kvikmyndahúsi því sem
þeir tilgreindu. Það útilokaði þó
ekki að þeir hefðu framið glæpinn.
Erfitt yrði hins vegar að tengja þá
honum. En svo gerðist dálítið óvænt
í rannsókn málsins.
Yfirheyrslur fóru nú fram yfir
piltunum hverjum í sínu lagi. Voru
þeir spurðir i þaula um margt og að
lokum játaði Miles McDonald að
„skytturnar þrjár“ hefðu framið
mörg innbrot til að sanna yfirburði
sína. Kom þá fram að fyrst var brot-
ist inn á heimili Gates-hjónanna og
þar hafði Walther PPK-skammbyssa
verið hluti þýfisins. Miles neitaði
því nú hins vegar að hafa verið með
þeim Wylie og Damian morðkvöld-
ið.
Wylie var nú beðinn að koma í
lygamælispróf. Hann neitaði að
gangast undir það en sagði aftur á
móti, viðstöddum til undrunar: „En
ég skipulagði morðin og drap þau
öll.“
Wylie skýrði nú frá því að hann
hefði hatað stjúpmóður sína og alla
aðra í fjölskyldunni því þau hefðu
verið „smásmuguleg". Og hann
sagðist hafa haft mikla andúð á föð-
ur sínum því hann hefði látið sig
vinna í jólafríinu þannig að hann
hefði ekki getað verið nægilega mik-
ið með félögum sínum á þeim tíma.
Wylie lauk þessari játningu sinni
með því að segja að hann hefði um
allangt skeið verið búinn að íhuga
að ráða alla fjölskylduna af dögum
og því hefði hann ákveðið, sem leið-
togi skyttnanna, að fyrst yrði brotist
inn heima hjá sér því hann hefði
þurft að komast yfir byssuna án
þess að hann yrði síðar grunaður
um að hafa haft hana.
Lýsingin
Wylie lýsti nú atburðum morð-
kvöldsins. Hann sagðist hafa gengið
inn í setustofuna með skammbyss-
una í hendi og haldið um skeftið
með báðum höndum. Siðan hefði
hann farið að skjóta.
Þegar hann hafði skotið stjúpmóð-
ur sína og fóður gekk hann út í bíl-
skúrinn. Þar var þá, eins og fyrr
segir, bróðir hans Bobbie að æfa sig
á trommur. Vegna hávaðans í þeim
hafði hann ekki heyrt skothvellina
og kom Wylie honum því að óvör-
um. Bobbie bað bróður sinn að
þyrma lífi sínu en Wylie skaut hann
í brjóstið og féll hann fram á tromm-
urnar.
í barnaherberginu á efri hæðinni
lá Jason litli í rúminu og heyrði
skothvellina. Þeir skutu honum
skelk í bringu. „Ég neyddist til að
skjóta hann líka,“ sagði Wylie.
„Annars hefði hann komið upp um
mig.“
Eftir morðin fór Wylie til Dami-
ans og saman fóru þeir í kvik-
myndahús.
Skýringin á plástrinum á hægri
þumalfmgri Wylies reyndist vera sú
að haldi óvanur maður báðum hönd-
um um skefti Walther PPK-skamm-
byssu á hann á hættu að pinni sláist
í hann þegar skot ríður af. Sé hins
vegar haldið um skeftið með
annarri hendi gerist það ekki. Wylie
hafði haldið um byssuna með báð-
um höndum og fengið pinnann í
þumalfingurinn.
Mistök lögreglunnar
Wylie Gates var ákærður fyrir
moröin á grundvelli játningar sinn-
ar. Og Damian Rosney var sömu-
leiðis handtekinn og ákæröur fyrir
morð en skammbyssan fannst
heima hjá honum. í upphafi töldu
flestir að það væri í raun aðeins
formsatriði að fá þá dæmda en svo
kom í ljós að við rannsókn málsins
og frágang skýrslna höfðu verið
gerð mistök. Játningin hafði þótt
svo skýr og ljós að látið var undir
höfuð leggjast að leita fingrafara á
skammbyssunni. Þá hafði heldur
ekki verið leitað brunna púðurleifa
á höndum drengjanna sjálft morð-
kvöldið en hefði það verið gert hefði
getað komið í ljós að Wylie hefði
verið nýbúinn að skjóta af skamm-
byssu. Þriðju mistökin voru svo þau
að munnleg játning Wylies hafði
verið látin duga, enda var hún gefin
í vitna viðurvist.
Þessi þrjú atriði gat verjandi
Wylies nýtt sér þegar málið kom fyr-
ir rétt. Hann hélt því fram að ekki
væri hægt að sanna að skjólstæðing-
ur sinn hefði, hleypt af skotunum
sem urðu foreldrum hans og bræðr-
um að bana. Óvíst væri því hvort
hann eða Damian hefðu gert það og
yrði sá vafi sem upp væri kominn
að túlkast Wylie í hag.
Að þessi staða skyldi kom upp við
réttarhöldin olli bæöi saksóknara og
rannsóknarlögreglumönnunum von-
brigðum. Og kviðdómendum þótti
ekki annað fært en að taka tillit til
þeirra efasemda sem þannig höfðu
verið vaktar. Þeir fundu Wylie ekki
sekan um morð að yfirlögðu ráði
heldur um að hafa skipulagt morð-
in. Fékk hann átta til tuttugu og
fimm ára fangelsisdóm.
Ári síðar var Damian dæmdur til
sömu fangelsisvistar.