Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JjV
Nýstárlegt myndband komið út:
Sigga Beinteins
í leikskólaleik
„Hugmyndin að þessu myndbandi
kom upp í haust en fyrirmyndin er
útlend. Mér fannst hugmyndin góð
og ákvað þess vegna að vera með að
vinna hana. Síðan fékk ég krakka
úr ísaksskóla mér til aðstoðar en
þeir voru bæði skemmtilegir og lag-
vissir," segir Sigríður Beinteins-
dóttir, sem var að gefa út myndband
með barnasöngvum og leikjum, sem
ætlað er yngstu aðdáendunum.
Þetta er fyrsta myndbandið sinnar
tegundar sem gefið er út hér á landi.
Á myndbandinu syngur Sigga
með krökkunum ýmiss þekkt leik-
skólalög eins og Berta bakarísterta,
Allur matur á að fara..., Ég á gamla
frænku og fleiri skemmtileg barna-
lög. Einnig eru þulur, þjóðsaga og
fræðandi vísur.
Sigga segist hafa fengið afbragðs
viðbrögð við myndabandsspólunni
og miklu meiri en hún átti von á.
Það var skólastjóri ísaksskóla sgm
var henni innan handar að velja
bömin en upptökur fóru fram á ein-
um degi frá morgni til kvölds, Þá
var bömunum skipt í hópa til að
þreyta þau ekki. Flest börnin eru á
aldrinum 5-6 ára en nokkur þó eldri.
Sigga segir að krakkamir hafi
verið mjög spenntir að taka þátt í
þessu verkefni og ein stelpan hafi
meira að segja hætt við að fara til
Bandaríkjanna vegna þess.
„Ég hef aldrei gefið neitt út fyrir
börnin, maður hefur meira hugsað
um fullorðna fólkið og unglingana.
Það var því ekki vitlaus hugmynd
að gera eitthvað fyrir þau núna.
Auk þess á ég marga aðdáendur
meðal yngstu kynslóöarinnar og
það er gaman að geta gefið þeim
eitthvað af mér líka,“ segir Sigga.
Var fljót að læra
Á myndbandinu eru sungin 37
leikskólalög og krakkarnir spyrja
sig sjálfsagt af því hvort Sigga hafi
kunnað lögin þeirra svona vel. „Ég
kunni fá lög fyrst en er fljót að læra
og við æfðum okkur nokkrum sinn-
um. Ég þurfti ekki að byrja í leik-
skóla til að iæra,“ segir hún. „Þetta
gekk mjög vel en krakkarnir kunnu
lögin náttúrulega miklu betur en ég.
Þau voru stundum að stoppa upp-
tökur til að leiðrétta mig en það var
bara skemmtilegt."
Myndbandið var tekið upp fyrir
stuttu og að sögn Siggu tók ótrúlega
stuttan tíma að koma því á markað.
Ekki var gerð geislaplata en með
myndbandinu fylgir söngbók með
öllum textum. Að sögn Siggu var
ekki tekin nein ákvörðun um að
gefa lögin út á kassettu, sem hægt
væri að hafa í biinum, en hún sagði
það þó lítið mál.
-öEn ætlar Sigga kannski að taka
að sér stjórnina á barnatímanum?
„Hver veit - það er mjög gaman að
vinna með börnum."
Plata í útlöndum
Það hefur ýmislegt verið að ger-
ast hjá Siggu Beinteins að undan-
förnu. Hún hefur sungið með
Stjórninni á hinum ýmsu skemmti-
stöðum og segist aldrei hafa verið
jafn mikið bókuð og núna. „Við
erum að vinna plötu sem kemur á
markað á nýju ári. Einnig vann ég
plötu með Friðrik Karlssyni sem
gefin verður út í Skandinavíu og
víðar í Evrópu. Platan hefur þegar
verið gefm út í nokkrum fylkjum í
Bandaríkjunum og hefur fengið góð-
ar viðtökur. Við erum að dunda við
þetta framhjá störfum okkar hér
heima til að gera eitthvað ööruvísi
og skemmtilegt," segir Sigga Bein-
teins.
-ELA
á hreinlætistækjum frá
1&NN
»»• I»»1»
Allt 20°/
Qfslóttur
......
■
\
!1
J
Sphinx og Ifö
Hornbaökörin vinsælu
Verö frá kr. 55.300 stgr.
Vinsælu Oras Skolvaskar
blöndunartækini Verð frá kr. 3.117 stgr.
Sturtuhorn matt gler
Verö frá kr. 28.310 stgr.
ORMANN
Ármúla 22 - Simi 581 3833 - Fax 581 2664
Sigríður Beinteinsdóttir hefur gefið út nýstárlegt myndband fyrir yngstu að-
dáendurna.