Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 Sárstæð finnsk-íslensk gull- og silfursýning í Hafnarborg: Hef gaman af öllum steinum - segir Sigríður Sigurðardóttir gullsmiður sem sýnir verk sín á sýningunni Gull í Hafnarfirði Sigríöur Sigurðardóttir Og Timo Salsola eru með gull- og silfursýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. DV-mynd GS Þetta er að mörgu leyti óvenjuleg sýning því rýmið er notað á sérstak- an hátt. Einnig höfum við fengið finnskan skólabróður minn, Hannu Tuomala, til liðs við okkur en hann sýnir aðallega skúlptúra með nota- gildi, karöflur og vasa. Við erum hins vegar með stóra skartgripi úr gulli með steinum og skeljum sem við tíndum í fjörunni í Hafnarfirði, en með því viljum við sýna að hægt er að nota hin margvíslegustu efni úr náttúrunni," segir Sigríður A. Sigurðardóttir gullsmiður sem er með sérstæða sýningu um þessar mundir í Hafnarborg í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Timo Salsola, og skólabróður, Hannu Tuomala. Margar sýningar Sigríður, Timo og Hannu hafa áður verið með sýningu í Norræna húsinu árið 1991. Sú sýning var haldin af útskriftarnemum úr Lahti- listhönnunarskólanum í Finnlandi og vakti mikla athygli. „Við vorum 21 sem sýndum lokaverkefni okkar við skólann í Norræna húsinu og að- eins eitt verk frá hverjum." Sigga og Timo hafa einnig verið með sýningar í Gallery Electrum í London og í Nantucket í Bandaríkj- unúm en einnig hefur Sigga átt verk á Form ísland-sýningunni sem fór um Norðurlöndin, til Þýskalands og Eistlands. Þá voru þau með sýningu sem hét Sex gullsmiðir. Það er mjög óalgengt að gullsmið- ir haldi sýningu á íslandi og Sigga, eins og hún er köfluð, segir að ekki séu heldur margir silfursmiðir hér á landi. „í Finnlandi eru silfursmiðir sérhæfðir og Hannu hefur náð mik- illi sérstöðu á sínu sviði enda hefur hann fengið margar viðurkenning- ar. Ástæða þess að Hannu heldur þessa sýningu með okkur er sú að hann hreifst mjög af íslandi og lang- aði að koma hingað yfir vetrartím- ann. Við höfum einnig verið í miklu samstarfí með honum, keypt af hon- um steina og fleira,“ segir Sigga. Þau Sigga og Timo reka gull- smíðavinnustofu og verslun í Hafn- arfirði og hafa skapað þar sinn eigin stíl enda eru allar vörur í verslun- inni unnar af þeim. „Mér finnst mjög skemmtflegt að vera með versl- unina í Hafnarfirði því ég fæ mikið af viðskiptavinum frá Reykjavík og víðar,“ segir hún. Auk þess sem þau Sigga og Timo vinna út frá sínum eigin hugmynd- um skapa þau einnig gripi eftir pöntunum viðskiptavinarins. Sigga nefnir dæmi um konu sem kom með armband sem hún hafði fengið í morgungjöf frá eiginmanninum fyr- ir 25 árum og langaði að breyta því í hring þar sem farið var að sjá á því. Eiginmaðurinn komst að þessu og óskaði eftir að demöntum yrði komið fyrir í hringnum og síðan var ákveðið að hann gæfi konu sinni hringinn á 25 ára brúðkaupsafmæl- inu. „Ég þurfti að skrökva að aum- ingia konunni þegar hún ætlaði að se.kja hringinn sinn með því að segja að hann væri ekki tilbúinn," segir Sigga. „Eiginmaðurinn kom henni síðan á óvart.“ Sýningin í Hafnarborg verður opin til 23. desember en Sigga segir að fólk gefi sér góðan tíma í jóla- ösinni að kíkja á það sem gerist í listhúsunum. Lærði í Finnlandi Sigríður útskrifaðist frá gull- smíðaverkstæði Óskars Kjartans- sonar 1989. „Stuttu síðar lést Óskar og verslunin var seld. Þá komu hing- að i heimsókn Finnar, sem ég var leiðsögumaður fyrir, en þeir hvöttu mig að koma til Finnlands í frekara nám. Þremur mánuðum síðar var ég komin þangað og skildi ekki orð í málinu. Finnskan er mjög erfitt mál og ég hef ekki enn náð tökum á henni. Námið fór mikið til fram á ensku og ég sótti reyndar tíma í finnsku líka. Eiginmaður minn talar hins vegar alltaf flnnsku við son okkar þannig að hann er orðinn betri en ég í málinu,“ segir Sigga enn fremur. „Það verður áramóta- heit að læra meira í finnsku." Þetta armband er 25 ára gamalt en Sigga breytti því í hring. Eftir að Sigga lauk námi í Finn- landi vorið 1991 flutti hún til Banda- ríkjanna þar sem hún starfaði í rúmt ár á guflsmíðaverkstæði. Timo starfaði í Thuen í Sviss í hálft ár við demantsísetningar. Hann flutti síð- an einnig til Bandaríkjanna. Þau komu heim í september 92. „Það kom aldrei til greina annað en að koma heim aftur. Maður er vanur frjálsræðinu á íslandi og hér vil ég vera.“ Á mikið steinasafn Sigga og Timo vinna mikið með margs konar steina og er sagt að þau vinni eftir franskri línu. „Við notum allavega steina: rúbína, safíra og aðra litaða steina. Ég hef mjög gam- an af að nota nýja steina, t.d. sól- stein sem er appelsínugulur. Þessa steina verðum við að kaupa erlendis frá þar sem lítið er hægt að fá af stéinum hér á landi,“ segir Sigga sem á um þrjú hundruð mismun- andi steina. „Ég er steinasjúk, það er veikleiki minn,“ segir hún. -ELA Þannig lítur gamla armbandið út eft- ir að því hafði verið breytt í hring og demöntum komið fyrir í honum. Nýjustu Lottó-milljónamæringarnir Katrín Ósk og Þórir fyrir framan veitingahúsið Lefolii á Eyrarbakka. 13,4 milljónir í beinni útsendingu — klukkan 2i Það er sannarlega ástæða til að fylgjast vel m Lottó-útdrœttinum í kvöld. Þá fá Katrín Ósk Þi og Þórir Erlingsson afhentan Lottó-vinning að 13.396.220 krónur, í beinni útsendingu. VdHemin í fiép feUé-mitljiwwtiwUtiga! Fáðu þér niiða fyrir kl. 20.20 í kvöld. Jólatnlboð Wáðivonar #» 4» Shimano laxahjól kr. 7.290 Shimano laxa- og silungahjól, kr. 6.980 Shimano laxa- og silungahjól, kr. 8.690 Shimano silungahjól kr. 3.470 Solkroken vöðlur Solkroken vesti Orvis vesti Opið i desember 9/12 kl. 10-18 • 16/12 kl. 10-22 • 23/12 kl. 10-22 og sunnudaga frá kl. 13-48 Sett fyrir lax og silung kr. 6.880 Sett fyrir silung kr. 4.750 Sett fyrir silung kr. 2.470 Mörklrt 6 108 ReyHJavfk * S. 568 7090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.