Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 76
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 íslendingur bjargar Færeyingum úr salmonelluvandræðum: Sér Færeyingum fyrir Vestmannaeyjar: Löggan stöðvaði boxæfingar DV, Vestmannaeyjum: Veðrið á sunnudag og mánudag: Kaldi eða stinningskaldi Á morgun verður sunnan- og suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi. Skúrir verða sunnan- og vestanlands en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Á mánudaginn verður sunnan- og suðvestankaldi eða stinningskaldi. É1 eða slydduél verða sunnan- og vestanlands en úrkomulaust norðan- og austanlands. Veðrið í dag er á bls. 77 Jólagetraun DV lýkur á mánudag Nú er eins gott að allir miðarnir úr jólagetrauninni séu á vísum stað því að 12. og síðasti hlutinn verður í blaðinu á mánudag. Þá verður jafnframt tilkynnt um skilafrest og hvert á að senda lausnirnar. Þátttakendur í jólagetrauninni eiga möguleika á að vinna einn hinna 19 glæsilegu vinninga sem í boði eru. Verðmæti þeirra nemur samtais hálfri milljón króna. Dularfullt dufl CþapereinsgottX AÐ HANN SENDI ] FÆREYINGUM EKKi I ÍSLENSK SVIÐ! J -=y Lögreglan stöðvaði boxæfingar í heilsuræktarstöðinni Hressó í Vest- mannaeyjum nú í vikunni. Lög- reglumenn höfðu haft spurnir af að 4-5 menn væru að æfa hnefaleika í Hressó. Þegar þeir komu á staðinn var æfing að hefjast og voru 2 menn með boxhanska í töskum sínum. „Samkvæmt lögum er bannað að kenna, æfa, keppa og sýna box og óheimilt er að eiga áhöld tO æfinga. Þar er átt við boxhanska. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem slíkt mál kemur upp í Eyjum og í báðum tilfellum stóð sami aðili að þeim,“ sagði lögreglumaður við DV. Eigendur Hressó segja að boxæf- ingarnar hafi ekki verið á þeirra veg- um. Þeir hafi aðeins leigt strákunum salinn. Ekki útvegað þeim þjálfara eða búnað til boxæfinga. -ÓM Gunnar Kristjánsson með önd í Hagkaupsverslun í Reykjavík þar sem kílóið er á 729 krónur. Hann seldi Færeying- um tuttugu tonn í heildsölu á 370 krónur kílóið og bjargaði þar með jólum frænda vorra sem ekki búa við innflutn- ingshöft á landbúnaðarafurðum. DV-mynd BG Togarinn Hoffell SU kom í gær með torkennilegt dufl til Fáskrúðs; fjaröar. Af lýsingum að dæma gæti verið um æfingadjúpsprengju að ræða en enginn var þó viss í þeirri sök. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar fóru austur í gærkvöld að kanna málið en af lýsingum að dæma mátti búast við að um hættu- legan grip væri að ræða. Duflið var geymt um borð í togar- anum en það kom í vörpuna suð- austur af Hvalbak. -GK 8-9 þúsund jólaöndum - selur þeim fuglakjötið á 370 krónur kílóið Sunnudagur „Þetta er lítil og skemmtileg jóla- saga sem endar vel. Þó að tíminn hafi verið naumur fyrir jólin náði ég að sjá Færeyingum fyrir 20 tonn- um af jólaöndum. Þetta eru 9-9 þús- und fuglar og því voru Svíar undr- andi á að 45 þúsund manna smá- þjóð borðaði svo mikið af öndum um jólin,“ sagði Gunnar Kristjáns- son, verslunarmaður hjá Icetrade í Gautaborg, í samtali við DV. Illa leit út með að Færeyingar fengju jólaöndina sína í ár þar sem nýlega var sett bann á innflutning anda frá Danmörku eftir að salmonellusmit kom upp. Gunnar sagði að smitið hefði verið svo út- breitt að í einni prufúnni hefðu fúndist 39 sýktir fuglar af 43. Eftir að innflutningsbannið kom upp á öndum frá Danmörku útvegaði hann endur frá Svíþjóð. „Þetta er ótrúleg andasala. Ég hef verið að senda þeim þetta á síð- ustu tveimur vikum og það getur verið að gámur fari í næstu viku,“ sagði Gunnar. Aðspurður um verðið sagði Gunnar að Færeyingar borguðu um 370 krónur fyrir andakflóið í heildsölu. Það væri hins vegar selt á tæplega 600 krónur kílóið í versl- unum í Færeyjum. Tfl samanburðar kostar kílóið af önd í Reykjavík um 729 krónur. Gunnar sagði að hann gæti ábyggi- lega útvegað endur frá Svíþjóð á sama verði til íslands •»- vandamál- ið væri hins vegar innflutnings- höft íslenskra yfirvalda. -Ótt AMSUN -gi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.