Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 DV fréttir Kona dæmd fyrir aö leggja eld að íbúö í Qölbýlishúsi aö næturlagi: 2 ár fyrir að stefna l'rfi íbúanna í hættu - ekki heimild til aö milda refsingu þrátt fyrir „geðshræringarbrot“ Þar sem hegningarlögin heimila ekki að refsing sé milduð ef sak- bomingur er í ákafri geðshræringu eða hefur neytt áfengis og vímuefna ef um íkveikju er að ræða, sem hef- ur almannahættu i för með sér, var kona sem lagði eld að ibúð á Þórs- götu 15 látin sæta óskilorðsbundnu tveggja ára fangelsi með nýgengn- um dómi. Konan, Þóranna Haralds- dóttir, hefur í gegnum árin átt við ýmis andleg vandamál að striða og hefur þurft að leita ásjár lækna og annarra aðila. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hana engu að síð- ur sakhæfa. Með hliðsjón af hinu al- varlega broti og varnaðaráhrifum var ekki talið fært að skilorðsbinda refsingu hennar. Konan braust inn á heimili fyrr- um sambýlismanns síns undir veru- legum áhrifum vímugjafa þann 17. október síðastliðinn. Þau höfðu slit- ið samvistir en eigur hennar vora enn í íbúðinni. Þegar hún varð þess áskynja að maðurinn var ekki heima reiddist hún og lagði eld að tveimur sængum og fleiru. Slökkvi- lið kom á vettvang en fleiri íbúar, sem voru í húsinu náðu, að koma sér út. í niðurstöðu dómsins segir eftir- farandi: „Ákærðu hlaut að vera ljóst að með þvi að leggja eld að íbúð í fjöl- býlishúsi að næturlagi, þegar búast mátti við að íbúar væru sofandi, stefndi hún mannslífum bersýnilega í lífshættu, auk þess sem verulega hætta var á yfirgripsmiklu eigna- tjóni.“ Konan var jafnframt dæmd til að greiða manninum 99 þúsund krónur í skaðabætur og samtals 150 þúsund krónur í kostnað í verjanda- og sak- sóknaralaun. -Ótt Fjárhagsörðugleikar Reykhólahrepps: Skýrsla endurskoðandans veröi opinber - hreppsnefnd fundar í Reykjavík Sveitarstjómarmenn í Reykhóla- hreppi vinna nú að því að taka ákvörðun um hvernig tekið verði á fjármálum hreppsins eftir að sveit- arstjórinn, Bjarni P. Magnússon, lét af störfum fyrir nokkru. Stefán Magnússon, oddviti sveitarfélags- ins, hefur að undanförnu haft að- stöðu hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga í Reykjavík og unnið þar að lausn málsins með aðstoð starfs- manna sambandsins. í gær voru aðrir sveitarstjórnarmenn í Reyk- hólahreppi kaUaðir til fundar hjá sambandiiiU. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV kemur tvennt tU greina til lausnar á þeirri gríðarlegu skuldastöðu sem blasir við í Reyk- hólahreppi, að óska eftir aðstoð eða að sveitarfélagið verði tekið í gjör- gæslu hjá félagsmálaráðuneytinu. Talið er að sveitarstjórnarmennirn- ir ákveði að óska eftir aðstoð en samkvæmt heimildum DV vilja margir í sveitinni að sveitarfélagið fari í gjörgæslu. Á fundinum hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga var óskað eftir því að skýrsla endurskoðandans um fjármál sveitarfélagsins yrði gerð opinber en ekki fengust upplýsingar um hvort það hefði verið samþykkt. Eins og fram hefur komið í DV hefur hreppsnefnd Reykhólahrepps falið lögmanni hreppsins að óska eftir því að fram fari opinber rann- sókn á embættisfærslu og íjár- málaumsýslu Bjarna P. Magnússon- ar. Talið er að hann skuldi hreppn- um 3-4 miUjónir króna. Skuldir Reykhólahrepps námu 218 miUjón- um króna í árslok 1994. í hreppnum búa 350 ibúar. -GHS Einmuna tíð til sjósóknar í nóvember DV, Hólmavik: Eftir eindæma veðurvondan október voru góðar gæftir allan nóvembermánuð. Hægt var að stunda sjó flesta. daga sem leyfi- legt var að róa. Fyrri hluta mán- aðarins voru það nær eingöngu minni bátar frá Hólmavík og Drangsnesi sem reru með línu. Afli var þokkalegur allan mán- uðinn, fór þó heldur batnandi er á leið og voru bátar þá að fá allt að 150 kg af slægðum fiski á fjögurra lóða bala. Eftir tuttugasta tók við veiðibann hjá krókaleyfisbátum sem standa mun fram í febrúar- byrjun. Blíðviðri hélst þó aUa síð- ustu daga mánaðarins. „Það er óneitanlega gremjulegt að þurfa að hætta róðrum í svona veðurblíðu. Ekki sist vegna þess að augljóst er að mikU fiskigengd er á grunnslóð, jafnvel mun meiri en verið hefur mörg undanfarin ár,“ segir Már Ólafsson, skipstjóri á Hólmavík, og bætir við „Nú eru bátar okkar komnir upp á land og verða þar næstu vikur. Það verð- ur því frekar dauflegt hjá okkur og lítið að gera þann tíma.“ -GF vv Jólagetraun DV - 11. hluti: Hvar er jolasveinninn? Þá er komið að eUefta hluta jólagetraunar DV en tólfti og síðasti hluti birt- ist á mánudag. Ykkar hlutverk, lesendur góðir, er að finna út hvar jóla- sveinninn er staddur. í dag er jólasveinninn staddur við mikið og stórt hringleikahús sem kaU- ast Colosseum. Það er í gömlu höfuðborg Rómverja þar sem Júlíus Cesar og fleiri keisarar drottnuðu á sínum tíma. Það er sagt að aUir vegir liggi til þess- arar borgar. Hvar er jólavsveinninn? Merkið við það svar sem þið teljið rétt, klippið getraunina úr blaðinu og geymið á vísum stað. Fyrst þegar allir 12 hlutar get- raunarinnar hafa birst, á mánudag, megið þið senda okkur lausnimar. Þá munum við kynna hvert á að senda lausnirnar og fyrir hvaða tíma. Verið með og eigið þannig möguleika á að vinna einn hinna 19 glæsilegu vinninga sem í boði eru en verð- mæti þeirra nemur sam- tals hálfri miUjón króna. 14.-19. verðlaun eru Disney barnasnældutæki, barnaútvörp og barnadiskó frá Radíóbúðinni, samtals að verðmæti 31.940 krónur. Hvar er jólasveinninn? UOsló UJóhannesarborg URóm Nafn Heimilisfang póstnúmer Staður sími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.