Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 DV fréttir Kona dæmd fyrir aö leggja eld að íbúö í Qölbýlishúsi aö næturlagi: 2 ár fyrir að stefna l'rfi íbúanna í hættu - ekki heimild til aö milda refsingu þrátt fyrir „geðshræringarbrot“ Þar sem hegningarlögin heimila ekki að refsing sé milduð ef sak- bomingur er í ákafri geðshræringu eða hefur neytt áfengis og vímuefna ef um íkveikju er að ræða, sem hef- ur almannahættu i för með sér, var kona sem lagði eld að ibúð á Þórs- götu 15 látin sæta óskilorðsbundnu tveggja ára fangelsi með nýgengn- um dómi. Konan, Þóranna Haralds- dóttir, hefur í gegnum árin átt við ýmis andleg vandamál að striða og hefur þurft að leita ásjár lækna og annarra aðila. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hana engu að síð- ur sakhæfa. Með hliðsjón af hinu al- varlega broti og varnaðaráhrifum var ekki talið fært að skilorðsbinda refsingu hennar. Konan braust inn á heimili fyrr- um sambýlismanns síns undir veru- legum áhrifum vímugjafa þann 17. október síðastliðinn. Þau höfðu slit- ið samvistir en eigur hennar vora enn í íbúðinni. Þegar hún varð þess áskynja að maðurinn var ekki heima reiddist hún og lagði eld að tveimur sængum og fleiru. Slökkvi- lið kom á vettvang en fleiri íbúar, sem voru í húsinu náðu, að koma sér út. í niðurstöðu dómsins segir eftir- farandi: „Ákærðu hlaut að vera ljóst að með þvi að leggja eld að íbúð í fjöl- býlishúsi að næturlagi, þegar búast mátti við að íbúar væru sofandi, stefndi hún mannslífum bersýnilega í lífshættu, auk þess sem verulega hætta var á yfirgripsmiklu eigna- tjóni.“ Konan var jafnframt dæmd til að greiða manninum 99 þúsund krónur í skaðabætur og samtals 150 þúsund krónur í kostnað í verjanda- og sak- sóknaralaun. -Ótt Fjárhagsörðugleikar Reykhólahrepps: Skýrsla endurskoðandans veröi opinber - hreppsnefnd fundar í Reykjavík Sveitarstjómarmenn í Reykhóla- hreppi vinna nú að því að taka ákvörðun um hvernig tekið verði á fjármálum hreppsins eftir að sveit- arstjórinn, Bjarni P. Magnússon, lét af störfum fyrir nokkru. Stefán Magnússon, oddviti sveitarfélags- ins, hefur að undanförnu haft að- stöðu hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga í Reykjavík og unnið þar að lausn málsins með aðstoð starfs- manna sambandsins. í gær voru aðrir sveitarstjórnarmenn í Reyk- hólahreppi kaUaðir til fundar hjá sambandiiiU. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV kemur tvennt tU greina til lausnar á þeirri gríðarlegu skuldastöðu sem blasir við í Reyk- hólahreppi, að óska eftir aðstoð eða að sveitarfélagið verði tekið í gjör- gæslu hjá félagsmálaráðuneytinu. Talið er að sveitarstjórnarmennirn- ir ákveði að óska eftir aðstoð en samkvæmt heimildum DV vilja margir í sveitinni að sveitarfélagið fari í gjörgæslu. Á fundinum hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga var óskað eftir því að skýrsla endurskoðandans um fjármál sveitarfélagsins yrði gerð opinber en ekki fengust upplýsingar um hvort það hefði verið samþykkt. Eins og fram hefur komið í DV hefur hreppsnefnd Reykhólahrepps falið lögmanni hreppsins að óska eftir því að fram fari opinber rann- sókn á embættisfærslu og íjár- málaumsýslu Bjarna P. Magnússon- ar. Talið er að hann skuldi hreppn- um 3-4 miUjónir króna. Skuldir Reykhólahrepps námu 218 miUjón- um króna í árslok 1994. í hreppnum búa 350 ibúar. -GHS Einmuna tíð til sjósóknar í nóvember DV, Hólmavik: Eftir eindæma veðurvondan október voru góðar gæftir allan nóvembermánuð. Hægt var að stunda sjó flesta. daga sem leyfi- legt var að róa. Fyrri hluta mán- aðarins voru það nær eingöngu minni bátar frá Hólmavík og Drangsnesi sem reru með línu. Afli var þokkalegur allan mán- uðinn, fór þó heldur batnandi er á leið og voru bátar þá að fá allt að 150 kg af slægðum fiski á fjögurra lóða bala. Eftir tuttugasta tók við veiðibann hjá krókaleyfisbátum sem standa mun fram í febrúar- byrjun. Blíðviðri hélst þó aUa síð- ustu daga mánaðarins. „Það er óneitanlega gremjulegt að þurfa að hætta róðrum í svona veðurblíðu. Ekki sist vegna þess að augljóst er að mikU fiskigengd er á grunnslóð, jafnvel mun meiri en verið hefur mörg undanfarin ár,“ segir Már Ólafsson, skipstjóri á Hólmavík, og bætir við „Nú eru bátar okkar komnir upp á land og verða þar næstu vikur. Það verð- ur því frekar dauflegt hjá okkur og lítið að gera þann tíma.“ -GF vv Jólagetraun DV - 11. hluti: Hvar er jolasveinninn? Þá er komið að eUefta hluta jólagetraunar DV en tólfti og síðasti hluti birt- ist á mánudag. Ykkar hlutverk, lesendur góðir, er að finna út hvar jóla- sveinninn er staddur. í dag er jólasveinninn staddur við mikið og stórt hringleikahús sem kaU- ast Colosseum. Það er í gömlu höfuðborg Rómverja þar sem Júlíus Cesar og fleiri keisarar drottnuðu á sínum tíma. Það er sagt að aUir vegir liggi til þess- arar borgar. Hvar er jólavsveinninn? Merkið við það svar sem þið teljið rétt, klippið getraunina úr blaðinu og geymið á vísum stað. Fyrst þegar allir 12 hlutar get- raunarinnar hafa birst, á mánudag, megið þið senda okkur lausnimar. Þá munum við kynna hvert á að senda lausnirnar og fyrir hvaða tíma. Verið með og eigið þannig möguleika á að vinna einn hinna 19 glæsilegu vinninga sem í boði eru en verð- mæti þeirra nemur sam- tals hálfri miUjón króna. 14.-19. verðlaun eru Disney barnasnældutæki, barnaútvörp og barnadiskó frá Radíóbúðinni, samtals að verðmæti 31.940 krónur. Hvar er jólasveinninn? UOsló UJóhannesarborg URóm Nafn Heimilisfang póstnúmer Staður sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.