Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 61 héldum að dyrum gistihússins og höfðum Alla í fararbroddi af því að hann var bæði atvinnudiplómat og talaði auk þess sænsku eins og inn- fæddur. Vaktmaður lauk upp og virtist í fyrstu taka okkur sæmilega enda vorum við nokkuð fínir í tauinu þótt við værum í slompaðra lagi. Hann mældi okkur út þegjandi en varð þá allt í einu litið niður. Og það var ekki nóg með að við værum skólausir; oddvitinn Alli var með stóru tærnar út úr á báðum sokk- um. Vaktmaðurinn varð ókvæða við, steytti hnefana og skellti svo á nefið á okkur. BUstjórinn horfði á þetta álengdar og skellihló bara að öllu saman. Alli lét sér þó hvergi bregða. Hann sagði að við hefðum gert mistök sem hlytu að skrifast á reikning Bakkusar því að við vær- um svo gáfaðir menn að við hefðum átt að vita betur. í svona tilfellum ætti maður aldrei að fara annað en á allra fínustu staði. Þar væri fólk vant kenjum og strákaprikum yfir- stéttarfólks, ekki síst þegar verið væri að fá sér örlítið í staupinu. Við héldum þvi inn í borgina og ókum að anddyri dýrasta hótelsins í Uppsölum. Þar sendi Alli bUstjór- ann inn og bað hann að undirbúa inngöngu herramannanna þriggja. BUstjórinn átti að segja að það væri aUt í lagi með okkur þótt við kæm- um sérkennilega fyrir. Við værum moldríkir Finnar og dálítið við skál en að öðru leyti bestu menn. KGB kemur til hjálpar Þetta hreif og við fengum her- bergi. Búið var að loka öllum dans- húsum í Uppsölum, annars hefðum við áreiðanlega freistað þess að fá inngöngu á sokkaleistunum til að fá okkur snúning. En það var ekki um annað að velja en að ganga til náða. AUi og Friðfinnur fengu tveggja manna herbergi innst á gangi. Ég átti að vera í litlu herbergi beint á móti stiganum. En þegar ég bjóst til að hátta fékk ég svo mikið sam- viskubit yfir þessum hálfvitagangi að ég fór aUur að nötra. Hér vorum við, þrír opinberir starfsmenn, stjórnarerindreki í innflutningsmál- um íslands, ráðunautur í búfjár- ræktarmálum og fulltrúi í sendiráð- inu, komnir inn í ókunna borg, blindfuUir og skólausir, undir fölsk- um nöfnum sem Finnar. Ég gat ekki hugsað mér að sofna og vakna aleinn í þessu herbergi. Ég fór og bað félaga mína að sjá aumur á mér og leyfa mér að vera. Þeir tóku því vel og sögðu mér að koma með rúmfötin mín og búa um mig á gólfinu. Sem ég var að taka upp þessa byrði fyrir opnum dyrum bar þar að mann sem var glaður og reifur eftir vel heppnað kvöld úti í bæ. Við tók- um tal saman á ensku og sagðist hann vera starfsmaður sendiráðs Sovétríkjanna í Stokkhólmi. Hann var vænsti maður og hjálpsamur með afbrigðum sem sjá má af því að hann sagði að það myndi eflaust fara betur um mig ef hann hjálpaði mér að bera rúmið mitt inn til fé- laga minna. Það gerði hann og sótti síðan vodkaflösku inn í herbergið sitt og vökvaði lífsblóm okkar með- an við röbbuðum lengi nætur um sálir manna og kroppa kvenna víðs vegar um heiminn. Það var kafað djúpt í hvert mál og margt viturlegt sagt, minnir mig. Við játuðum fyrir Rússanum að við værum íslending- ar en ekki Finnar. Alli sagði okkur, meðan hann skaust frá að sækja aðra vodkaflösku, að hann kannað- ist við manninn, hann væri næstæðsti agent KGB í Svíþjóð. Lukum við félagar upp einum rómi um að maðurinn væri leyniþjón- ustu Stalíns til mikils sóma. Um morguninn, þegar við geng- um út úr hótelinu á sokkaleistun- um, var ljóst að fiskisagan af fmnsku auðkýfingunum hafði flogið í Uppsölum. Margt af starfsliðinu stóð í anddyrinu og stelpur og kokk- ar gægðust út úr eldhúsinu til að reyna sjá okkur. Þá var búið að panta bíl sem flutti okkur fyrst í verslun þar sem við keyptum skófatnað, eitt par af sokkum handa sendiráðunautnum og annað dót sem við þurftum á að halda til að komast til baka til Stokkhólms. Síðbúin leiðrátting Þá vorum við aftur orðnir afar virðulegir broddborgarar. Daginn eftir hittum við Jónas Sveinsson lækni og Ragnheiði Hafstein konu hans í sendiráði Islands. Jónas býð- ur okkur út í Óperukjallara og í notalegri stemningu við bjór og aðr- ar góðgerðir gloprast upp úr okkur sagan um Uppsalaferðina. Þegar ég var kominn til Varsjár var Finn- boga Kjartanssyni sendur Vísir. Þá er þar sagt frá skrautlegu ævintýri þriggja „háttsettra“ íslendinga í ferð til Uppsala. Persónum var hlíft við nafnbirtingu en látið nægja að kalla þessa Bakkabræður, F, G og S“. Nú fór heldur í verra. Sú fiski- saga flaug í Reykjavík að þarna hefðu allt aðrir menn verið á ferð, F, G og S væru þeir Finsen sendi- herra, Geir Stefánsson, fulltrúi í sendiráðinu, og Sveinn Björnsson, forseti íslands, sem einmitt var staddur á sjúkrahúsi í Stokkhólmi og ég hafði hitt rétt áður en ég fór þaðan. Þarna vorum við sem sagt búnir að koma óorði á saklausa menn. Það er kannski fullseint að hreinsa þá af því með þessari játn- ingu, næstum hálfri öld síðar, en einhvers staðar segir: Betra seint en aldrei. A 41. landsþingi Landssambands hestamannafélaga, sem haldið var í nóvember árið 1991, heiðraði formaðurinn, Kári Arnórsson, Gunnar með gullmerki sambandsins. Þingið var haldið í æskubyggð Gunnars, Húsavík, en hann og Kári eiga það sameiginlegt að vera báðir fæddir Húsvíkingar. Þeir eiga fleira sameiginlegt þvi þeir voru báðir sum- arfóstursynir merkisbóndans og öðlingsins Hallgríms Þorbergssonar á Halldórsstöðum í Laxárdal og konu hans, Bergþóru Magnúsdóttur. Hann tók fleiri svona bæjarstráka í sumarfóstur sem sagðir voru bæði óstýrilátir en óheimskir og sumir sögðu að það væri byggðahreinsun að losna við þá af heimaslóðum um háannatímann. Við störf með Hallgrími þroskuðust svona strákar vel, segir Gunnar. The Boys og söngkonan Jannicke bregða á leik með plötuútgefandanum Terje Welle. Plötuútgefandi The Boys: Milljónamæringur á að uppgötva barnastjörnur Maðurinn á bak við The Boys, Terje Welle Busk, er orðinn millj- ónamæringur á því að uppgötva barnastjörnur. Terje rekur plötu- útgáfufyrirtækið Busk Lydstudio og græðir á tá og fingri. í viðtali við Norsk Ukeblad leggur hann áherslu á að hann noti ekki barna- stjömurnar heldur fái þær að taka þátt í öllum ákvörðunum. Með viðtalinu birtist meðfylgj- andi mynd af Terje, The Boys, Rúnari og Arnari, og Jannicke sem er ein af stjömum Terjes. Hann fær á hverjum degi fjölda bréfa frá börnum sem hafa gaman af að syngja. Terje kveðst ráð- leggja þeim að æfa sig og nota hvert tækifæri til að komast á svið. Hann segist gera sér far um að vekja ekki falskar vonir hjá börnunum um glæsta framtíð. Sjálfur var Terje í hljómsveit á unglingsárunum og voru Bítlarnir fyrirmyndin. Hann dreymdi um að verða poppstjarna en endaði sem hljóðupptökumaður í stúdíói. Emma Thompson saknar Kenn- eths. helena Bonham-Uarter og Kenn- eth Branagh láta ekki bara vel hvort að öðru fyrir framan mynda- vélarnar. Emma vill Kenneth aftur Leikkonan fræga, Emma Thompson, viðurkennir nú, að sögn fróðra manna, að hún sjái eft- ir því að hafa skilið viö Kenneth Branagh. Fullyrt er að hún vilji að þau reyni að bæta sambandið. Emma átti fyrr í haust í ástarsam- bandi með Greg Wise og Kenneth átti vingott við Helenu Bonham- Carter sem var mótleikari hans í Frankenstein myndinni. Kenneth leigði sér herragarð í Surrey í haust og nú er það spurn- ingin hvort hann vill flytja heim í íbúðina í úthverfi London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.