Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 42
46 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 Hann er eini gítarsmiðurinn á landinu: er bæði iðnaður og list - segir Eggert Már Marinósson sem smíðaði gítar fyrir KK DV-myndir GVA „Ég stóð á tímamótum í lífl mínu. Ég lærði húsgagnasmíði á sínum tíma en hafði starfað lengi á sama stað við plast og álinnréttingafram- leiðslu fyrir fyrirtæki. Satt að segja var ég orðinn leiður á starfinu og langaði að gera eitthvað nýtt. Ég sagði upp starfi mínu, leigði mér bílskúr, og fór að gera við gömul húsgögn. Hljóðfærasmíði hafði reyndar blundað í mér án þess að ég gerði alvöru úr því. Mér fannst að ég yrði að gera eitthvað afgerandi svo ég þyrfti ekki að vakna upp við vondan draum um fimmtugt óham- ingjusamur í vinnunni. Það var þó ekkert auðvelt að finna skóla við hæfi, ég leitaði bæði til iðnaðar- og menntamálaráðuneytis en þar var enga hjálp að fá. Þá fór ég að leita í útlendum blöðum og fann auglýs- ingu frá skóla í litlum bæ á S- Englandi," segir Eggert Már Marin- ósson sem er að öllum likindum eini gítarsmiðurinn' á íslandi. Egg- ert hefur smíðað gitar sem tónlistar- maðurinn KK hefur notað undan- farna mánuði og látið mjög vel af. Eggert er með annan gítar í smíðum fyrir KK. Fyrsta utanlandsferðin Eggert Már með gítarinn sem hann smíðaði og KK notar. Það var kraftaverk að gítarinn slapp jafnvel og KK úr árekstrinum um síðustu helgi. steinana árið 1991 þegar hann hélt til Englands. Eggert segir að aðaláherslan í þessum skóla hafi verið lögð á strengjahljóðfæri, gítara, bassa, mandólín, lúdur og barrokkhljóð- færi. „Ég skal viðurkenna að ég var kvíðin að fara þarna út en þetta gekk allt mjög vel. Það er mjög fal- legt á S-Englandi og ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá pálmatré í Torquay." Gítarleikari frá barnsaldri Eggert hafði spilað á gítar frá því hann var smástrákur en hafði sig þó aldrei í frammi né lék með hljóm- sveitum. „Ég spila bara fyrir sjálfan mig,“ segir hann. „Ég er ekki rokk- ari en hef gaman af Donovan, James Taylor og fleiri slíkum tónlistar- mönnum. Mér finnst gaman að ró- légum og melódískum lögum.“ Hljóðfærasmiðir eru ekki margir hér á landi enda atvinnumöguleikar ekki miklir. Eggert segist hafa gert sér grein fyrir því. „Ég vissi að mað- ur myndi ekki lifa af þessu starfi en vonaði að mér tækist að vinna við það hálfan daginn með öðru. Ég hóf störf hjá Andrési Helgasyni í Tóna- stöðinni og hann hefur reynst mér mjög vel. Ég er bæði í viðgerðum og að smíða. Eggert fékk pöntun frá Kristjáni Kristjánssyni, KK, árið 1994 en lenti í vandræðum með að fá nógu gott efni í þann gítar. „Ég byrjaði þá á öðrum gítar, sem ég átti efni í, og vann hann eftir mínu höfði. Þann gítar gat ég klárað á þremur mánuð- nm og hafði hann til sýnis hér í búð- inni. KK hringdi hingað í sumar og vantaði gítar en þá lánaði ég honum þann sem ég hafði klárað. Hann er svo ánægöur með gítarinn að hann hefur ekki látið hann aftur frá sér. Ég er stoltur af því þar sem sá gítar var ekki gerður með neinar sérósk- ir í huga. Hins vegar er ég ennþá að vinna þann gítar sem KK bað um upphaflega." Aðeins notað gott efni Allt efni sem notað er í gítarsmíð- ina er sérvalið og sérunnið. „Það Eggert Már hefur litið látið fyrir sér fara frá því hann kom heim frá Englandi en hann hefur þó nóg að gera við lagfæringar á gíturum hjá Tónastöðinni við Óðinstorg auk þess að fást við smíðarnar. „Ég hringdi til Englands eftir að hafa lesið auglýsinguna en þar var mér bent á skóla i London sem væri stærri og fullkomnari. Engu að síð- ur ákvað ég að fara í þennan skóla sem heitir The Tronton School of Guitarmaking. Mér brá í fyrstu þeg- ar ég kom þarna út því skólinn var í hlöðu frá sautjándu öld og allt fremur fátæklegt að sjá. Enginn hiti var i húsinu og því oft mjög kalt. En þetta vandist. Þarna var bæði verk- stæði, þar sem við unnum við smíð- arnar, og skóli,“ segir Eggert sem hafði aldrei komið út fyrir land- Eggert með bak hann er að srníða. nýtist ekki nema um helmingur af því tré sem fellt hefur verið," segir Eggert. „Auk þess er þetta dýrt efni. Það er hægt að kaupa innfluttan gít- ar fyrir 20 þúsund en einungis efnið í bak og hliðar í handsmíðaðan gít- ar kostar um 50 þúsund krónur. Það er að vísu mjög gott efni,“ segir Egg- ert ennfremur. Hann notar greni eða setrus í toppinn eins og gert hefur verið í gegnum aldimar. „Sumir eru að reyna að breyta þessu vegna regn- skóganna en toppurinn þarf að vera léttur og sterkur. í bak og hliðar er venjulega notaður mahóníviður, hnota, rósaviður og ýmsar fleiri teg- undir sem eru minna þekktar. Þó að stundum sé sagt að innflutt- ir gítarar séu handsmíðaðir er ekki alltaf svo. „Þessir gítarar koma úr verksmiðjum sem framleiða um sex þúsund gítara á ári. Þær eru með vélar og tölvur við vinnuna." Ánægður með nýja stefnu Eggert segist vera ánægður með að hafa breytt um stefnu í lífinu með því að fara út í gítarsmíðina. „Ég myndi ekki þrífast í öðru starfi. Ég dauðvorkenni fólki sem vaknar á morgnana með kvíða að mæta í leiðinlega vinnu. Þó mér hafi brugð- ið í brún þegar ég kom í skólann fyrst - átti von á einhverju allt öðru - þá kunni ég vel við mig. Ég hefði getað hugsað mér að vera áfram í Englandi en hafði lofað mér hér í Tónastöðina.“ Eggert telur ekki markað fyrir fleiri gítarsmiði hér á landi en von- ar að fólk eigi eftir að verða meira meðvitað um gæði handsmíðaðra gítara. Menn þurfa ekki að vera músík- alskir til að smíða hljóðfæri en Eg- gert telur það þó betra. „Það getur auðvitað enginn bannað laglausum manni að smíða gítar,“ segir hann. „En þetta er bæði iðnaður og list.“ Frægir gítarar í viðgerð Margir þekktir menn hafa leitað til Eggerts og beðið hann að gera við gítara sína. Sumir hafa kastað hljóðfærinu frá sér á góðum rokktónleikum og brotið þá. „Gunn- ar Bragi í Jet Black Joe er líklegast verstur en hann kemur hingað með reglulegu millibili. Yfirleitt er hægt að gera við gítar- ana en oft er þetta spurning um hvort viðgerðin borgi sig. Það þarf að vera góður gítar úr vönduðum viði til að það svari kostnaði að gera við miklar skemmdir. Ég hef t.d. verið að gera við einn fyrir Gunnar Þórðarson sem var illa farinn. Oft blandast tilfinningar inn i þetta, menn hafa tekið ástfóstri við ákveðinn gítar. Það kom hingað maður með hálfgerðan leikfangagít- ar og vildi láta laga hann en gripur- inn hafði tilfinngalegt gildi fyrir hann. Ég var hálfsmeykur um að gítarinn yrði ekki sóttur þvi ég hefði ekki getað selt hann fyrir við- gerðarkostnaðinum en það kom sem betur fer ekki til. Algengustu skemmdirnar eru þegar hausinn brotnar af en þá hef- ur gítarinn dottið, hálsinn er mjög viðkvæmur," segir Eggert Már Mar- inósson gítarsmiður og sýnir blaða- manni og ljósmyndara stoltur gítar- inn hans KK sem slapp jafnvel og eigandinn úr hörðum árekstri um síðustu helgi. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.