Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 20
20
Fundað á Egilsstöðum um framtíðarhorfur í timburiðnaði
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
- leitað leiða til að nýta það sem fellur til við grisjun - fallegt í nytja- og listmuni
DV, Egilsstöðum:
„Það kæmi mér ekki á óvart þó
að hér hefðu eitt til tvö hundruð
manns atvinnu af timburvinnslu að
20 árum liðnum," sagði Eiríkur Þor-
steinsson, verkefnisstjóri Nordic
Wood. Hann var einn af framsögu-
mönnum á fundi um framtíðarhorf-
ur í timburiðnaði sem haldinn var á
Egilsstöðum 1. desember sl. Eiríkur
ræddi einkum um timburiðnað í
stærri stíl, framtíð hans á Héraði og
kröfur markaðarins.
Kurl til upphitunar
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á
Hallormsstað, sagði meðal annars
frá störfum svokallaðrar viðar-
nefndar sem komið var á laggimar
til að huga að leiðum til að nýta af-
urðir skóganna. Þar ber ef til vill
hæst athugun á að nýta kurl til upp-
hitunar bygginga á Hallormsstað.
Þar eru meðal annars tveir skólar
og íþóttahús með sundlaug. Niður-
stöðu þeirrar könnunar er að vænta
síðar í vetur.
Lerki hefur verið notað í límtré á
Flúðum og lofar góðu, ekki síst til
að nota úti við. Lerki er mjög veðr-
unarþolið og þarf ekki að fúaverja.
Þannig hentar það mjög vel í leik-
tæki en víða er nú bannað að nota
fúavarinn við í þau. Þá er lerki sem
nú fellur til við grisjun mjög fallegt
í alls konar nytja- og listmuni en
vígindi í viðnum eru mjög fjöl-
breytt.
Tilraunir með birkivín
Þá nefndi Þór að tilraunir með
birkivin hefðu staðið í tvö ár og
endanlegar niðursöður fengjust
væntanlega á næsta vori. Þá er unn-
ið mikið af kurli sem notað er til
stígagerðar og ofan á blóma- og trjá-
Gestir á fundi um framtíðarhorfur í timburiðnaði. Fundurinn var haldinn á Egilsstöðum 1. desember síðastliðinn.
DV-myndir Sigrún
Fjóla Orradóttir heldur á lerkisneið með gati fyrir glas með birkivíni.
beð.
Af öðrum afurðum tengdum skóg-
inum má nefna tínslu og vinnslu á
lerkisvepp sem er á tilraunastigi.
Stöðugt eykst magnið af lerkisveppi
eftir því sem lerkiskógarnir stækka.
Birkisalt er í framleiðslu, svo og
heilsuvörur.
Þá hafði Jón M. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Birkitrés, framsögu
um lerki sem smíðavið. Taldi hann
það frábært í glugga og aðra hluti
sem veður mæðir á og einnig sér-
lega fallegt i parket.
Þriggja manna nefnd
En það sem á stendur er hve
framleiðsla á smíðaviði er enn lítil.
Það stendur þó mjög til bóta. Að
sögn Helga Gíslasonar, fram-
kvæmdastjóra Héraðsskóga, er ár-
legur viðarvöxtur á lerkiskógum
um 6 rúmmetrar á hektara á ári. Ár-
lega er plantað á Héraði í 3-500
hektara og auk þess eru í Fljótsdal
um 150 hektarar af 25 ára gömlum
skógi.
En á meðan skógurinn er að ná
þeim vexti að framleiðsla á flett-
ingaviði geti orðið umtalsverð fellur
til óhemjumagn við grisjun og það
þarf að finna leiðir til að nýta þann
við. Á fundinum var skipuð nefnd
þriggja manna til að þoka því máli
áleiðis.
Það var Atvinnumálaráð Egils-
staðabæjar undir forystu Sveins
Jónssonar verkfræðings og atvinnu-
málanefndir á Héraði sem boðuðu
til þessa fundar sem ef til vill mark-
ar tímamót í atvinnusögu Fljóts-
dalshéraðs. -SB
Ófy/uófaðw:
• Skátahúsið, Snorrabraut
• sýningarsalur Heklu, Laugavegi
____________
eða/tm ár efár- ár..
Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn
eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt
mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að
fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í
greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru
grœn og falleg jól eftir jól.
% 10 ára ábyrgð
^ 8 stcérðir, 90 - 305 cm
% Stálfótur fylgir
% Eldtraust
Jr íslenskar leiðbeiningar
Jólatré með skrauti - 3 gerðir
filllA
904*1 700
Verð aöeins 39,90 mín.
1 Læknavaktin
2[ Apótek
31 Gengi