Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Qupperneq 20
20 Fundað á Egilsstöðum um framtíðarhorfur í timburiðnaði LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 - leitað leiða til að nýta það sem fellur til við grisjun - fallegt í nytja- og listmuni DV, Egilsstöðum: „Það kæmi mér ekki á óvart þó að hér hefðu eitt til tvö hundruð manns atvinnu af timburvinnslu að 20 árum liðnum," sagði Eiríkur Þor- steinsson, verkefnisstjóri Nordic Wood. Hann var einn af framsögu- mönnum á fundi um framtíðarhorf- ur í timburiðnaði sem haldinn var á Egilsstöðum 1. desember sl. Eiríkur ræddi einkum um timburiðnað í stærri stíl, framtíð hans á Héraði og kröfur markaðarins. Kurl til upphitunar Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, sagði meðal annars frá störfum svokallaðrar viðar- nefndar sem komið var á laggimar til að huga að leiðum til að nýta af- urðir skóganna. Þar ber ef til vill hæst athugun á að nýta kurl til upp- hitunar bygginga á Hallormsstað. Þar eru meðal annars tveir skólar og íþóttahús með sundlaug. Niður- stöðu þeirrar könnunar er að vænta síðar í vetur. Lerki hefur verið notað í límtré á Flúðum og lofar góðu, ekki síst til að nota úti við. Lerki er mjög veðr- unarþolið og þarf ekki að fúaverja. Þannig hentar það mjög vel í leik- tæki en víða er nú bannað að nota fúavarinn við í þau. Þá er lerki sem nú fellur til við grisjun mjög fallegt í alls konar nytja- og listmuni en vígindi í viðnum eru mjög fjöl- breytt. Tilraunir með birkivín Þá nefndi Þór að tilraunir með birkivin hefðu staðið í tvö ár og endanlegar niðursöður fengjust væntanlega á næsta vori. Þá er unn- ið mikið af kurli sem notað er til stígagerðar og ofan á blóma- og trjá- Gestir á fundi um framtíðarhorfur í timburiðnaði. Fundurinn var haldinn á Egilsstöðum 1. desember síðastliðinn. DV-myndir Sigrún Fjóla Orradóttir heldur á lerkisneið með gati fyrir glas með birkivíni. beð. Af öðrum afurðum tengdum skóg- inum má nefna tínslu og vinnslu á lerkisvepp sem er á tilraunastigi. Stöðugt eykst magnið af lerkisveppi eftir því sem lerkiskógarnir stækka. Birkisalt er í framleiðslu, svo og heilsuvörur. Þá hafði Jón M. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Birkitrés, framsögu um lerki sem smíðavið. Taldi hann það frábært í glugga og aðra hluti sem veður mæðir á og einnig sér- lega fallegt i parket. Þriggja manna nefnd En það sem á stendur er hve framleiðsla á smíðaviði er enn lítil. Það stendur þó mjög til bóta. Að sögn Helga Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Héraðsskóga, er ár- legur viðarvöxtur á lerkiskógum um 6 rúmmetrar á hektara á ári. Ár- lega er plantað á Héraði í 3-500 hektara og auk þess eru í Fljótsdal um 150 hektarar af 25 ára gömlum skógi. En á meðan skógurinn er að ná þeim vexti að framleiðsla á flett- ingaviði geti orðið umtalsverð fellur til óhemjumagn við grisjun og það þarf að finna leiðir til að nýta þann við. Á fundinum var skipuð nefnd þriggja manna til að þoka því máli áleiðis. Það var Atvinnumálaráð Egils- staðabæjar undir forystu Sveins Jónssonar verkfræðings og atvinnu- málanefndir á Héraði sem boðuðu til þessa fundar sem ef til vill mark- ar tímamót í atvinnusögu Fljóts- dalshéraðs. -SB Ófy/uófaðw: • Skátahúsið, Snorrabraut • sýningarsalur Heklu, Laugavegi ____________ eða/tm ár efár- ár.. Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. % 10 ára ábyrgð ^ 8 stcérðir, 90 - 305 cm % Stálfótur fylgir % Eldtraust Jr íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir filllA 904*1 700 Verð aöeins 39,90 mín. 1 Læknavaktin 2[ Apótek 31 Gengi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.