Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
Sárstæð finnsk-íslensk gull- og silfursýning í Hafnarborg:
Hef gaman af öllum steinum
- segir Sigríður Sigurðardóttir gullsmiður sem sýnir verk sín á sýningunni
Gull í Hafnarfirði
Sigríöur Sigurðardóttir Og Timo Salsola eru með gull- og silfursýningu í
Hafnarborg í Hafnarfirði. DV-mynd GS
Þetta er að mörgu leyti óvenjuleg
sýning því rýmið er notað á sérstak-
an hátt. Einnig höfum við fengið
finnskan skólabróður minn, Hannu
Tuomala, til liðs við okkur en hann
sýnir aðallega skúlptúra með nota-
gildi, karöflur og vasa. Við erum
hins vegar með stóra skartgripi úr
gulli með steinum og skeljum sem
við tíndum í fjörunni í Hafnarfirði,
en með því viljum við sýna að hægt
er að nota hin margvíslegustu efni
úr náttúrunni," segir Sigríður A.
Sigurðardóttir gullsmiður sem er
með sérstæða sýningu um þessar
mundir í Hafnarborg í Hafnarfirði
ásamt eiginmanni sínum, Timo
Salsola, og skólabróður, Hannu
Tuomala.
Margar sýningar
Sigríður, Timo og Hannu hafa
áður verið með sýningu í Norræna
húsinu árið 1991. Sú sýning var
haldin af útskriftarnemum úr Lahti-
listhönnunarskólanum í Finnlandi
og vakti mikla athygli. „Við vorum
21 sem sýndum lokaverkefni okkar
við skólann í Norræna húsinu og að-
eins eitt verk frá hverjum."
Sigga og Timo hafa einnig verið
með sýningar í Gallery Electrum í
London og í Nantucket í Bandaríkj-
unúm en einnig hefur Sigga átt verk
á Form ísland-sýningunni sem fór
um Norðurlöndin, til Þýskalands og
Eistlands. Þá voru þau með sýningu
sem hét Sex gullsmiðir.
Það er mjög óalgengt að gullsmið-
ir haldi sýningu á íslandi og Sigga,
eins og hún er köfluð, segir að ekki
séu heldur margir silfursmiðir hér á
landi. „í Finnlandi eru silfursmiðir
sérhæfðir og Hannu hefur náð mik-
illi sérstöðu á sínu sviði enda hefur
hann fengið margar viðurkenning-
ar. Ástæða þess að Hannu heldur
þessa sýningu með okkur er sú að
hann hreifst mjög af íslandi og lang-
aði að koma hingað yfir vetrartím-
ann. Við höfum einnig verið í miklu
samstarfí með honum, keypt af hon-
um steina og fleira,“ segir Sigga.
Þau Sigga og Timo reka gull-
smíðavinnustofu og verslun í Hafn-
arfirði og hafa skapað þar sinn eigin
stíl enda eru allar vörur í verslun-
inni unnar af þeim. „Mér finnst
mjög skemmtflegt að vera með versl-
unina í Hafnarfirði því ég fæ mikið
af viðskiptavinum frá Reykjavík og
víðar,“ segir hún.
Auk þess sem þau Sigga og Timo
vinna út frá sínum eigin hugmynd-
um skapa þau einnig gripi eftir
pöntunum viðskiptavinarins. Sigga
nefnir dæmi um konu sem kom með
armband sem hún hafði fengið í
morgungjöf frá eiginmanninum fyr-
ir 25 árum og langaði að breyta því
í hring þar sem farið var að sjá á
því. Eiginmaðurinn komst að þessu
og óskaði eftir að demöntum yrði
komið fyrir í hringnum og síðan var
ákveðið að hann gæfi konu sinni
hringinn á 25 ára brúðkaupsafmæl-
inu. „Ég þurfti að skrökva að aum-
ingia konunni þegar hún ætlaði að
se.kja hringinn sinn með því að
segja að hann væri ekki tilbúinn,"
segir Sigga. „Eiginmaðurinn kom
henni síðan á óvart.“
Sýningin í Hafnarborg verður
opin til 23. desember en Sigga segir
að fólk gefi sér góðan tíma í jóla-
ösinni að kíkja á það sem gerist í
listhúsunum.
Lærði í Finnlandi
Sigríður útskrifaðist frá gull-
smíðaverkstæði Óskars Kjartans-
sonar 1989. „Stuttu síðar lést Óskar
og verslunin var seld. Þá komu hing-
að i heimsókn Finnar, sem ég var
leiðsögumaður fyrir, en þeir hvöttu
mig að koma til Finnlands í frekara
nám. Þremur mánuðum síðar var ég
komin þangað og skildi ekki orð í
málinu. Finnskan er mjög erfitt mál
og ég hef ekki enn náð tökum á
henni. Námið fór mikið til fram á
ensku og ég sótti reyndar tíma í
finnsku líka. Eiginmaður minn talar
hins vegar alltaf flnnsku við son
okkar þannig að hann er orðinn
betri en ég í málinu,“ segir Sigga
enn fremur. „Það verður áramóta-
heit að læra meira í finnsku."
Þetta armband er 25 ára gamalt en
Sigga breytti því í hring.
Eftir að Sigga lauk námi í Finn-
landi vorið 1991 flutti hún til Banda-
ríkjanna þar sem hún starfaði í
rúmt ár á guflsmíðaverkstæði. Timo
starfaði í Thuen í Sviss í hálft ár við
demantsísetningar. Hann flutti síð-
an einnig til Bandaríkjanna. Þau
komu heim í september 92. „Það
kom aldrei til greina annað en að
koma heim aftur. Maður er vanur
frjálsræðinu á íslandi og hér vil ég
vera.“
Á mikið steinasafn
Sigga og Timo vinna mikið með
margs konar steina og er sagt að þau
vinni eftir franskri línu. „Við notum
allavega steina: rúbína, safíra og
aðra litaða steina. Ég hef mjög gam-
an af að nota nýja steina, t.d. sól-
stein sem er appelsínugulur. Þessa
steina verðum við að kaupa erlendis
frá þar sem lítið er hægt að fá af
stéinum hér á landi,“ segir Sigga
sem á um þrjú hundruð mismun-
andi steina. „Ég er steinasjúk, það
er veikleiki minn,“ segir hún.
-ELA
Þannig lítur gamla armbandið út eft-
ir að því hafði verið breytt í hring og
demöntum komið fyrir í honum.
Nýjustu Lottó-milljónamæringarnir
Katrín Ósk og Þórir fyrir framan
veitingahúsið Lefolii á Eyrarbakka.
13,4 milljónir í
beinni útsendingu
— klukkan 2i
Það er sannarlega ástæða til að fylgjast vel m
Lottó-útdrœttinum í kvöld. Þá fá Katrín Ósk Þi
og Þórir Erlingsson afhentan Lottó-vinning að
13.396.220 krónur, í beinni útsendingu.
VdHemin í fiép
feUé-mitljiwwtiwUtiga!
Fáðu þér niiða fyrir kl. 20.20 í kvöld.
Jólatnlboð Wáðivonar
#» 4»
Shimano laxahjól
kr. 7.290
Shimano laxa- og
silungahjól, kr. 6.980
Shimano laxa- og
silungahjól, kr. 8.690
Shimano silungahjól
kr. 3.470
Solkroken vöðlur Solkroken vesti
Orvis vesti
Opið i desember
9/12 kl. 10-18
• 16/12 kl. 10-22
• 23/12 kl. 10-22 og
sunnudaga frá
kl. 13-48
Sett fyrir lax og
silung kr. 6.880
Sett fyrir silung
kr. 4.750
Sett fyrir silung
kr. 2.470
Mörklrt 6
108 ReyHJavfk * S. 568 7090