Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
37
Kvikmyndin gerist á eftirstríðsárunum og hefur þurft að skapa umgjörðina
eða sviðsmyndina frá grunni. Myndin kostar sitt. Kostnaðaráætlun gerir ráð
fyrir 160 milljónum verði eytt í hana.
Kvikmyndarétturinn
að Engium
alheimsins keyptur
I samvinnu við Peter Olbech, eins
stærsta kvikmyndaframleiðanda í
Evrópu, hefur Friðrik og íslenska
kvikmyndasamsteypan keypt kvik-
myndaréttinn að Norðurlandaverð-
launaskáldsögu Einars Más Guð-
mundssonar: Englar Alheimsins.
Einar Már hefur þegar hafið að
skrifa kvikmyndahandritið en
vegna fjármögnunar er óvíst að hún
verði framleidd á íslensku. Líklegra
er að hún verði tekin á dönsku. Þá
stendur til að Friðrik leikstýri
tveimur kvikmyndum í Svíþjóð á
næstunni.
Friðrik hefur verulegar áhyggjur
af fjárskorti kvikmyndasjóðs og því
skilningsleysi sem íslensk kvik-
myndagerð virðist mæta hjá stjóm-
völdum. Erlendir fjármögnunaraðil-
ar krefjist þess að fá að ráða útlendt
tæknilið til framleiðslunnar og inn-
lent vinnuafl í greininni eigi í vök
að verjast vegna þessa.
„Það hefði ekki veriö neitt mál að
gera Djöflaeyjuna á ensku. Það
hefði verið mikið minna mál að fjár-
magna hana ef svo hefði verið. Það
er þetta sem er að gerast I dag.
Islenskubaráttan háð
á hvíta tjaldinu
Baráttan við að halda tungunni
hreinni er ekki háð á Rás eitt eins
og ráðamenn RÚV halda. Hún er
háð á hvíta tjaldinu og í sjónvarp-
inu. Af tveggja milijarða veltu RÚV
fara aðeins 10 prósent í íslenska
dagskrárgerð sjónvarps og til dæm-
is fer jafn mikið í útvarpsleikrit í
dag og úthlutað er til gerðar ís-
lenskra kvikmynda í ár. Annað
hvort verða menn að hætta að fram-
leiða kvikmyndir á íslensku eða
stórauka framlög til kvikmynda-
gerðar. Ég veit ekki hve lengi við
komumst upp með það að fá erlent
fjármagn til að framleiða kvikmynd-
ir á íslensku af íslendingum. I dag
erum við að horfa upp á báráttu
gegn áhrifum útlensku á íslensku
og sú barátta er kostuð af útlending-
um, eins furðulegt og það kann að
virðast."
Friðrik óttast að íslensk kvik-
myndagerð flytjist úr landi ef haft
sé í huga ástandið á íslenskum kvik-
myndamarkaði. í raun sé atgervis-
flóttinn hafmn. Kvikmyndagerðar-
fólk og fjölskyldur þeirra flykkjast
úr landi til starfa erlendis.
„Við verðum að spyrna fótum við
þessari þróun. Ég á ekki annað orð
yfir það viðhorf sem ríkir til kvik-
myndagerðar hér en: Heimska," seg-
ir Friðrik.
„Stjómvöldum ber að halda uppi
dagskrárgerð fyrir sjónvarp og gerð
kvikmynda á íslensku. Þjóð sem
stærir 'sig af menningarstarfsemi á
að standa framarlega í kvikmynda-
gerð sem er oft sú ásjóna landsins
og menningarinnar sem útlending-
ar hafa mest kynni af. Þótt við eig-
um okkur merkilega bókmennta-
sögu þá eru kvikmyndir miðill nú-
tímans.
í öðru lagi þá er kvikmyndagerð
fjárhagslega hagkvæm fyrir þjóðar-
búið. Hún er gjaldeyris- og tekju-
skapandi fyrir ríkissjóð.
í þriðja lagi þá skapa kvikmyndir
og kvikmyndagerð störf í þjónustu
og ferðamannaiðnaði í miklum
meira mæli en menn hafa áður gert
sér grein fyrir. Til dæmis hafa 200
til 300 milljón manns séð Börn Nátt-
urunnar sem sýnir stórbrotnar
landslagssenur á íslandi, líklega
kemur hálfur milljarður manna til
með að sjá Cold Fever og ómældur
er sá fjöldi útlendinga sem hefur les-
ið umfjöllun um ísland vegna ís-
lenskra kvikmynda."
-PP
CD-168
A
GOÐU
United ferðatæki
með geislaspilara
útvarpi og segulbandi.
URR-366
Venturer ferðatæki
með geislaspilara
útvarpi og seguibandi
KR. 1 3.900 stgr.
PRCD-700
Nesco ferðatæki
með geislaspilara
tvöföldu segulbandi, og
fjarstýringu
KR. 15.900 stgr.
Akai ferðatæki
með geislaspilara
útvarpi og tvöföldu segulbandi.
KR. 17.900 stgr.
United
hljómtækjasamstæða \
með geislaspilara j
útvarpi m/minnum, segulbandi
og fjarstýringu
KR. 19.900 stgr.
UMC-5226
SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA