Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 47
X>V LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 51 en brennivín og tóbak drepur fólk oftast á nokkrum árum. Bráðdrepandi eitur á markaðnum Stjórnleysi markaðarins er eitt af meginvandamálunum við alsælu. Samviskulausir glæpamenn setja oft „lélega" vöru inn á markaðinn. Ekkert „gæðaeftirlit" er til staðar og enginn veit hvaö raunverulega er í töflunum og engu er hægt að treysta. í raun gerir þetta neysluna að rússneskri rúllettu. Framleiðendur reyna að láta töfl- urnar líta sakleysislega út og þær eru oft skreyttar með fallegum myndum. Af þekktum pillum, sem bera gjarnan nöfn eftir myndunum sem á þeim eru, má nefna: ankeri, grís, höfrung, engil, hjarta, kráku- fót, fil, fugl, kanínu, yin/yan og hamar og sigð, sem er reyndar oft kölluð hvít-rússi. NIAD, hollensk stofnun sem sér um málefni áfengis og eiturlyfja, hefur gert miklar athuganir á inni- haldi alsælutaflnanna. í einu úrtaki var innihald 51 pillu rannsakað. Þar kom í ljós að flestar pillanna inni- héldu átta sams konar efni, þ. á m. MDMA, sem er efnaheiti alsælu. í einni pillunni reyndist MDMA-inni- haldið það mikið að það hefði geng- ið af unglingspilti dauðum hefði hann tekið töfluna. Fjórar pillur reyndust innihalda óþekkt efni og í níu tilfellum var um að ræða paracetamol, vitamíntöflur, hálstöfl- ur og svefnlyf. Þá var algengt að pillurnar innihéldu MDA og MDE, sem eru efni lík MDMA en veita ekki þá vímu sem alsæluneytendur sækjast eftir. Sem dæmi um ruslið sem selt er á hollenska markaðnum veiktust ný- lega 200 manns í einu og sama rave- partíinu (eitthvað sem eldra fólk myndi kalla ball en þarna ekki drukkið áfengi heldur vatn og al- sælupillur bruddar með) vegna neyslu á XTC. Sjö voru fluttir með- vitundarlausir í sjúkrahús og þrír af þeim áfram á sérhæft sjúkrahús. í ljós hefur komið að neytendur alsælu eru í fæstum tilfellum for- hertir glæpamenn heldur ungt skólafólk sem kaupir efnið af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna hafa yfirvöld í Hollandi tekið upp á að bjóða unglingunum upp á pillupróf til að minnka hættuna á „skaðleg- um“ pillum í umferð. Hafa ber þó í huga að minnsta hættan felst í því að láta óþverrann vera. -EE DV, Holland: Hann var dálítið þreyttur og ætl- aði eiginlega ekki út þetta kvöld. Þessi tvö „rave-partí“ sem hann hafði áður farið í fundust honum ekkert sérstök. Stemningin átti ekki við hann. Ecstacy-pillurnar virtust heldur ekki virka á hann og hann hafði aldrei fundið fyrir þessari „hitatilfinningu" sem vinir hans töl- uðu um. „Þetta XTC er ekki neitt,“ hugs- aði hann. Hann vildi frekar vera heima með vinum sínum og hlusta á Jimi Hendrix, ræða málin, tefla og reykja eina ,jónu“ (maríúana). En vinir hans vissu hvemig þeir áttu að fara að honum og þeir voru bún- ir að kaupa fyrir hann miða. Það var nóg til að Sander ákvað að skella sér með í „húspartíið" Jarð- skjálta II í Willem-Alexander íþróttamiðstöðinni í Zoetermeer í Hollandi. Pillurnar voru keyptar fyrir fram. Það voru „fílar", afbrigði sem er þekkt sem mjög varasamt. En margir gestanna voru búnir að prófa pillurnar og þær virtust vera „í lagi“. Á miðnætti tók Sander inn fyrri helminginn af pillunni og seinni helminginn um kl. 1.30. Þótt hann hefði búist við að það yrði leiðinlegt virtist hann skemmta sér ágætlega. Hann sat rólegur í stúkunni, reykti Mikil umfjöllun varð í Bretlandi í kjölfar þess að ung stúlka lést eftir neyslu alsælu. Foreldrar hennar komu fram í fjölmiðlum f þeirri von að dóttir þeirra hefði ekki látist til einskis - að iát hennar yrði öðrum ungmennum víti til varnaðar. að dæla upp úr maga sjúklinganna duga sjaldnast því að efnið er kom- ið út í blóðið, en það er samt gert ef talið er að um mjög stóra skammta hafi veriö að ræða. Aðrar aðferðir eru: öndunarvél, blóðhreinsun (hemodialyse), lyf til að stöðva hjartaóreglu, endurlífgun og nýrna- og lifrarígræðsla. Við algeng ein- kenni, þ.e. ofhitnun, er bara til ein einföld aðferð: að vefja sjúklinginn inn í blaut lök og hella yfir svölu vatni. Einnig eru notaðir klútar sem bleyttir eru í alkóhóli. Auka- lega er stundum gefið Dantrolene en það er vöðvaslakandi lyf sem þarf skv. J. Meulenbelt að rannsaka miklu betur í þessu sambandi. Lík- urnar á því að slík rannsókn fari fram eru þó litlar því fyrst þyrfti að rannsaka áhrif XTC á líkamann og það efni er á bannlista. Slíkar rann- sóknir eru líka dýrar og erfitt að sjá hvaða lyfjafyrirtæki tæki slikt að sér. Einkenni XTC-sjúklinga Aukaverkanir XTC-lyfsins sem læknar meðhöndla eru alltaf þær sömu, mikiö vökvatap og mikil of- hitnun. Einkennin eru sams konar og sjást hjá maraþonhlaupurum sem hníga niður úrvinda. Auka- verkanir XTC líkjast einnig auka- verkunum nokkurra lyíja sem not- uð eru við geðlækningar svo sem Dauðaganga 19 ára drengs eftir neyslu alsælu sígarettu og sagði vinum sínum frá framtíðaráætlunum sínum. Hann ætlaði að halda áfram í námi og læra umhverfisfræði og fara að leigja með kærustunni, Suzanno. Um klukkan tvö gekk glas af kóki milli nokkurra gestanna og að sögn vina Sanders innihélt-það dálítið af uppleystu afmetamíndufti. Sander vissi það ekki og fékk sér sopa en þegar vinur hans hrópaði að það væri „spítt“ i glasinu hætti hann strax að drekka og rétti glasið næsta manni. Um klukkan hálfsjö byrjaði Sander að dansa ákaft og fljótlega tóku menn eftir því að hann hegðaði sér öðruvísi en hann átti að sér. Hann fór að slaga og kærustunni fannst hann hegða sér mjög undarlega. Smám saman varð ljóst að hann hafði enga stjórn á líkamanum. Dyraverðirnir. náðu í hann út á dansgólfið en Sander, sem annars var friðsamur, var orðinn árásargjarn og sló allt og alla í kringum sig. Starfsfólkið batt hann því niður í stól inni á veitingstaðn- um og svo var hringt á sjúkrabíl. Á sjúkrahúsinu mældist Sander með 42 stiga hita og hjartslátturinn nálgaðist 180. Sex hjúkrunarfræð- inga þurfti til að gefa honum vökva í æð til að koma í veg fyrir frekari skaða vegna vökvataps. Honum var gef- ið valíum og reynt var að kæla hann niður. Ástandið var tví- sýnt en honum virtist batna að- eins á sunnudeg- inum. Nokkrum klukkustundum síðar versnaði ástandið, hann missti hárið og vöðvar líkamans byrjuðu að gefa sig. Sander Simjons lést klukkan hálf- þrjú daginn eftir - rúm- lega 15 tím- um eftir að hann neytti alsælupill- unnar. Læknar upp- götvuðu vandamál- in með XTC Fyrir lækna í Hollandi eru svokall- aðir „XTC-sjúklingar“ tiltölulega nýtt fyrir- bæri og því hafa þeir í miklum flýti þurft að búa sig undir afleiðingar XTC-neyslunnar. Ástæðan er sú að á tiltölulega stuttu tímabili létust 7 unglingar af völdum efnisins og á undanfórnum 2 til 3 árum hafa þús- undir XTC-neytenda þurft að leita læknisaðstoðar. Áhrif XTC á fólk nær óþekkt Enginn veit í rauninni hvernig efni XTC er og hversu alvarleg áhrif það hefur á líkamann í styttri eða lengri tíma. Sjúkratilfellum sem tengjast neyslu efnisins hefur fjölg- að stórlega undanfarna mánuði og ár og þó að hlutfall sjúkratilfella sé lágt í samanburði við fjölda neyt- enda er þróunin í þá átt að tilfellin verða stöðugt alvarlegri. Sem dæmi um hve vandamálið hefur vaxið fjölgaði skráðum sím- hringingum lækna í sérfræðinga- simann vegna XTC-sjúklinga úr 10 árið 1990 í 89 árið 1993. Fjöldi hol- lenskra sjúkrahúsa er nú kominn með fasta meðhöndlun fyrir þennan sjúklingahóp því tilfellin eru mörg. Það ríkir mikil óvissa meðal lækna og í greinaskrifum þeirra í hollensk dagblöö má sjá að þeir eru óöruggir varðandi meðhöndlun XTC-sjúk- linga. Lítið er búið að rannsaka efn- ið og lítið er vitað um hvað megi gera og hvað ekki. Sjúklingar sem hafa virst á batavegi hafa látist og engar skýringar eru til. Engin meðferð til fyrir XTC- sjúklinga í viðtali við hollenska dagblaðið Trouw, 20. september 1994, lýsir J. Meulenbelt, lyf- og eiturefnalæknir, því hvaða aðferðum hægt sé að beita við meðhöndlun sjúklinga sem koma á gjörgæslu vegna neyslu XTC. í viðtalinu kemur fram að engin eiginleg meðferð sé til og eingöngu sé hægt að eiga við einkennin. Að- ferðirnar sem mögulegt er að beita eru helst ekki notaðar nema í tilfell- um þar sem ekkert annað er hægt að gera. Algengar aðferðir eins og óreglulegum líkamshita með hættu á heilaskemmdum. Einnig er hætta á geðsveiflum (psychose), sem geta leitt til ofsahræðslu (panic). Ónýt lifur vegna XTC-neyslu Tvö tilfelli hafa verið skráð í Holl- andi þar sem XTC-neytendur hafa komist í bráða lífshættu vegna skemmdar í lifur. Báðum sjúkling- um tókst þó að bjarga með lifrar- ígræðslu. í báðum tilvikum var um einstaklinga að ræða sem neyttu til- tölulega lítils magns af efninu. Ann- ar sjúklinganna, 24 ára gömul stúlka, sagðist aðeins hafa tekið eina pillu um hverja helgi í fjóra mánuði. Hinn sjúklingurinn hafði samtals tekið inn 10 pillur, alltaf með viku millibili. í viðtali við hollenska stórblaðið de Volkskrant segir dr. De Man, lyf- læknir á Dijkzigt-sjúkrahúsinu í Rotterdam, þar sem báðar lifrar- ígræðslurnar voru framkvæmdar, að greinilegt samband sé á milli notkunar á svokölluðum „húspartís“-eiturlyfjum og alvar- legrar sköddunar á frumum í lifur. Það séu hins vegar bara 3 ár síðan farið var að veita þessu athygli. Greinar hafa birst eftir De Man um þetta efni í fræðitímaritinu Annals of Internal Medicine sem er virt bandarískt tímarit á sviði læknavísinda. Önnur fagtímarit þar sem birst hafa greinar um skaðleg áhrif XTC á lifrina eru m.a. The Lancet og The British Medical Jo- urnal. Síðustu 3 ár hafa einnig verið birtar greinar um osakatengsl XTC og hjartsláttartruflana og nýrna- og heilaskemmda. En fræðilega um- ræðan er á byrjunarstigi og sem dæmi um það má nefna að ekki hef- ur verið hægt að fullyrða að skað- inn sem hefur verið greindur hjá svokölluðum XTC-sjúklingum hafl í raun verið vegna XTC (MDMA) því mikil óvissa ríkir alltaf um innihald pillanna. Greinilegt orsakasam- hengi hefur þó fundist milli neyslu efna sem seld eru sem XTC og ofan- greindra skemmda á líffærum. -EE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.