Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 49
53 -------1 ÍJV LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Jólaplata hljómsveitarinnar Sixti- es, Jólaæði, er að sumu leyti skop- stæling á nokkrum jólaplötum sem gefnar voru út á sjöunda áratugn- um, svo sem Christmas Album með Beach Boys frá 1964 og jólaplötu Phiis Spectors frá árinu áður. Tekið er hóflega létt á jólatónlistinni, jóla- haldinu og undirbúningi þess. Sjó- arinn ungi ætlar til dæmis ekki að missa af matnum hjá mömmu á jóladag þótt lífið snúist annars nær eingöngu um skemmtanir. Og Þor- láksmessuskötulyktin liggur eins og þoka yfir Reykjavík með þeim af- leiðingum að Frissi á fimmtu er fall- inn í yfirlið af ammoníakseitrun. Þótt Sixties séu aðallega á léttu nótunum bregður þó fyrir alvarlegri tóni, svo sem í lagi sem nefnist Eng- ill og er eftir Rafn Jónsson, útgef- anda og upptökustjóra hljómsveitar- innar. Það er eitt tveggja til þriggja íslenskra laga á plötunni og er strangt til tekið ekki jólalag heldur við texta með trúarlegum undirtóni. Annað islenskt lag á plötunni nefn- ist Óskalistinn og er eftir Magnús Þór Sigmundsson. Texta þess samdi Hafliði Vilhelmsson og er hann það besta við plötuna Jólaæði. Þriðja „frumsamda lagið er Skötuveislan. Það er skrifað á liðsmenn Sixties en er ekki langt frá því að vera eftir Chuck Berry og heita til dæmis Run Rudolph Run. Jólaæði er hvorki betri né verri plata en margt sem verið er að gefa út um þessar mundir. Hún ber þess vitni að vera unnin í einum græn- um enda hefur fartin á Sixties verið mikil á árinu sem senn er á enda. Vonandi verður meira lagt í næstu plötu hljómsveitarinnar. Ásgeir Tómasson Krakkar! í kvöld kemur Askasleikirtil byggöa Leikjatölva framtíöarinnar Mest selda íslenska bókin samkvæmt metsölulista DV12. þessa mánaöar Jodie Foster hefur afrekað það að leikstýra tveimur kvikmyndum þó að hún sé aðeins 33 ára gömul. Ognþrungin spenna ískaldur veruleiki Algjört svitabað Jodie Foster fékk ágætisdóma fyr- ir frumraun sína sem leikstjóri þeg- ar hún sendi frá sér myndina „Little Man Tate“. Það var árið 1991 og síð- an hefur lítið heyrst frá leikstjóra- ferli hennar. í millitíðinni hefur hún látið eftir sér að leika og meðal eftirminnilegri afreka hennar frá þeim tíma er hlutverk hennar sem afdalastúlkan Nell í samnefndri kvikmynd. Aðdáendur Jodie Foster sem leik- stjóra geta nú glaðst yfir því að komin er á markað ný afurð hennar sem leikstjóra, myndin „Home For Holidays". Ekki hafa allir gagnrýn- endur verið sammála um ágæti þeirrar myndar þó margir hrósi henni í hástert. Jodie Foster hefur látið hafa eftir sér að hún taki neikvæða gagnrýni mjög nærri sér. „Ég er einmitt þessi týpa sem myndi setja á sig hatt og dökk sólgleraugu og mæta á sýn- ingu eigin myndar til þess að spyrja fólk hvernig því hefði líkað myndin. Ég verð að fara að læra að taka nei- kvæðri gagnrýni með æðruleysi," sagði Jodie Foster í blaðaviðtali ný- verið. Eitt er víst að Jodie Foster á framtíðina fyrir sér sem leikstjóri því það eru ekki margir leikstjórar sem hafa jafnmikla reynslu af leik og hún, aðeins á 33. aldursári. Það verður eflaust forvitnilegt að berja augum nýjasta sköpunarverk henn- ar þegar það kemur til sýninga hér á landi. Öttar Sveinsson er jafnframt höfundur metsölubókar síðasta árs, Útkall Alfa TF-SIF ISLENS^A BOKAUTGAFAN Síðumúla 11 • Sími 581 3999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.