Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 2
2 fréttír LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 JjV stuttar fréttír | - Stórkratafundur Ungkratar efha til fundar í Keflavík í dag þar sem Svan- | fríður Jónasdóttir, varaformaö- ur Þjóðvaka, og Jón Baldvin Hannibalsson munu ræða fram- tíð jafhaðarstefnunnar. ii Samlandsstjóri Gísli Gíslason, sem stýrt hef- ur heildversluninni J.S. Helga- | son í Reykjavík síðustu 19 ár, hefur verið ráðinn innkaupa- j stjóri Samlands á Akureyri. Minni umfjöllun Hjálpræðisherinn, sem rekið f hefur vistheimilið Bjarg, hefur | sent frá sér tilkynningu þar ; sem óskað er eftir því aö opin- ! ber umfjöllun um lokun Bjargs minnki til að hlífa heimilis- mönnum við því álagi sem því fylgir. Titringur hér og þar Jarðskjálftamælar í Ölfusi tóku að titra um miðjan dag í gær um leið og skjálftar við Skjálfandaflóa hættu að gera vart við sig. Samkvæmt fregn- um RÚV telja jarðskjálftafræð- ingar ekki sérstakt samband milli skjálftanna fyrir norðan | og í Ölfusi. Halldór í Helsinki Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra stýrði i gær umræð- um norrænna kollega sinna á fundi í Helsinki þar sem m.a. var rætt um þróunaraðstoð til samtaka 12 ríkja í suðurhluta Afríku. ESB ekki haggað íslendingar geta ekki knúið fram breytingar á vinnutimatil- skipunum Evrópusambandsins og munu samþykkja þær óbreyttar. Þetta var niðurstaða fundar Halldórs Ásgrímssonar með utanríkismálastjóra sam- bandsins í Brussel. Þetta kom fram á RÚV. Hitaveitustefna Borgarráð samþykkti í gær nýtt stefnuskjal fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. ! framtíöarsýn veitunnar stefnir hún að því að leysa mál áður en þau valda notendum óþægindum. Menningarnefnd Borgarráð hefur skipað sína fulltrúa i starfsnefnd sem á að koma meö tillögur um undir- búning og skipulag verkeöia vegna ársins 2000 þegar Reykja- vík verður ein af níu menning- arborgum Evrópu. Gæöafugl með salmon- ellu Salmonella hefur greinst í kjúklingum frá Gæðafugli. Holl- ustuvernd ríkisins hefur beint þeim tilmælum til neytenda að ; skila vörunni ef um er að ræða pökkunardaginn 26. september 1995 þar sem innihaldið geti valdið alvarlegum matarsýk- 1 ingum. Hlutabréfahasar Hasar var á hlutabréfamark- aöi í gær. Alls seldust um Verð- Íbréfaþing og Opna tilboðsmark- aðinn hlutabréf fyrir röskar 200 milljónir króna, þár af fyrir 185 » milljónir af bréfúm íslands- banka. Þingvísitala hlutabréfa náði sögulegu hámarki, nærri 1.500 stigum. -bjb mssæmm^mirm’Viiammieemitmmatsssmaaaá 1 Beöist afsökunar í . IDV í gær var sagt frá launa- lækkun bæjarstarfsmanna í Vesturbyggð. Þar var rætt við Sigríði Pálsdóttur og átti mynd af henni einni að fylgja frétt- inni. Á mynd sem fylgdi frétt- inni voru hins vegar þrjár kon- ur auk Sigríðar. Þær voru frétt- inni alveg óviðkomandi og bið- ur blaðið þær afsökunar. Þýski læknirinn tekur veskiö aftur í notkun eftir 21 ár: Gott veski sem ég fékk í fermingargjöf frá guðmóður minni „Tilfinningalegt gildi þess að fá sinni frá Nýja-Sjálandi heim til veskið og vegabréfið aftur er mikiö og þegar ég skoðaði það var eins og ég færi í ferðalag 21 ár aftur í tím- ann og allt rifjaðist upp fyrir mér. Ég sá að áritunin, atvinnuleyfi mitt á Nýja-Sjálandi, var að renna út. í veskinu var heimilisfangabókin mín og þar voru fjögur eða fimm heimilisföng sem voru mér mikil- væg. Ég ætla að reyna að ná sam- bandi við þetta fólk núna og vona að það takist," segir Sven T. von Erich- sen, læknir í Þýskalandi. Von Erichsen kom við hér á landi fyrir 21 ári og stoppaði í viku á leið Þýskalands. Kvöldið fyrir brottfór lét hann farangurinn niður og hafði veskið og vegabréfið ofarlega í tös- kunni en láðist að læsa hótelher- berginu. Um nóttina vaknaði hann og sá þá að einhver hafði komið inn í herbergið og tekið veskið og vega- bréfið. í veskinu var há fjárhæö i ferðatékkum og þýskum mörkum. Þjófnaðurinn varð til þess að lækn- irinn varð að aflýsa fluginu og láta lögreglu vita. Dvöl hans hér lengdist um tvo daga. Svo skemmtilega vildi til nú ný- lega, 21 ári síðar, fann Ingvi Ragn- arsson smiður, sem var að vinna í milliloftum á Hótel Loftleiðum, veskið og sendi það með hraðpósti til læknisins. Sven T. von Erichsen segist vera honum mjög þakklátur fyrir að hafa sent sér það. „Ég er þegar farinn að nota vesk- ið. Þetta var gott veski sem ég fékk frá guðmóöur minni í fermingar- gjöf. Það rifjaðist upp fyrir mér þeg- ar ég sá það aftur. Ég ákvað að taka það aftur í notkun af tilfinningaleg- um ástæðum. Gjafir frá guðforeldr- um ber alltaf að hafa í heiðri,“ seg- ir von Erichsen. -GHS Skíðasvæðin: Aðeins almenning á ísafirði Á Seljalandsdal við ísafjörð verður opnað fyrir æfinga- krakka klukkan 11 í dag og verða lyftur opnar til klukkan fjögur. Troöin verður göngu- braut upp á Skarðsengi og hjall- ana þar fyrir neðan. Rúta fer frá Landsbankanum klukkan hálfeUefu. „Það vantar sáralítið upp að snjór sé nægur i Bláfjöllum. Burðarlagið er býsna gott og snjórinn þekur alla jörð. Það verður opið fyrir æfingar en við getum ekki haft áætlunar- ferðir eða opið almennt. Þá verður fjöldinn of mikill," sagði Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs- vörður í Bláfjöllum, aðspuröur yum skíðafærið sem margir eru að bíða eftir. Þorsteinn sagði að snjókomu væri ekki spáð fyrr en eftir helgi en þessum snjó sem kom núna hefði heldur ekki verið spáð. „Þetta er alveg að koma. Snjórinn hefur samt ekki verið seinna á feröinni síðan ég byrj- aði í þessu fyrir sautján árum, en þaö var seinna stundum áður,“ sagði Þorsteinn. í Oddsskarði er enginn sjór og hefur bara minnkað síöan í nóvemberlok. Úr Hlíðarfjalli er það að frétta að þar snjóaði aðeins á fimmtudaginn en ekki nóg, æf- ingafólk verður þó með innan- bæjarmót í fjallinu um helgina.. Veitingastofan verður opin, hún á 30 ára afmæli um þessar mundir. Fólk verður bara að láta sér nægja kaffisopa þar sem ekki er opið i lyftur fyrir almenning. -ÞK Hallgrímur Gunnarsson vöruflutningabílstjóri við bílinn með grindinni góðu framan á. DV-mynd GS Grind framan á bílinn til að verjast hrossum Hallgrímur Gunnarsson ekur vöruflutningabifreið milli Reykja- víkur og Sauðárkróks. Hann fer frá sjö og upp í sextán ferðir í mánuði og stundum ekur hann einnig fiski af Snæfellsnesi. Eins og sjá má er hann með volduga grind framan á bílnum sem hann lét sérsmíða á vélaverkstæði. „Ástæðan fyrir þessari grind er hrossin sem eru á þjóðvegunum. Ég hef einu sinni fengið hross framan á bílinn hjá mér. Þá var ég reyndar ekki á þessum bíl. Svo lenti ég í því alveg nýlega í Langadalnum að engu munaði að hross lenti á bíln- um,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði að það væru vissir staðir sem hættan væri mest. „Menn hafa lent í milljónar króna tjóni við þaö að fá hross á bílinn hjá sér. Bara vatnskassi í svona bíl kostar þrjú hundruð þúsund,“ sagði Hallgrímur. -ÞK Skoda Felicia Combi skutbíll. Nýr skutbíll I frá Skoda Jöfur hf., umboðsaðili Skoda ! á íslandi, sýnir um helgina 1996 ■ árgerðina af Skoda Felicia. I Sýnd verður ný útfærsla af Skoda Felicia, Felicia Combi, | sem, samkvæmt upplýsingum : frá Jöfri, er einstaklega rúm- | góður og vandaður skutbUl. | Skoda Felicia er fáanlegur með : 1300 cc vél og á verði frá 849.000 í kr. Felicia skutbíllinn kostar frá 959.000 kr. Hann kom á markað í byrjun sumars á síð- ; asta ári og fékk geysigóðar við- tökur. Það er ekki fyrr en núna sem umboðið getur annað eftir- spum eftir þessum bilum. Sýningin hjá Jöfri um helg- ina verður opin á laugardag og sunnudag frá klukkan 13-17 báða dagana. Boðið verður upp á reynsluakstur. -ÞK ------------- Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja i síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jjj Nel 2] ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Viltu stjórnmálamann sem forseta íslands? Breski sjómaðurinn: Sýni send til bandarísku alríkislögreglunnar Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur verið beðin að gera DNA- rannsókn á sýni úr breska sjómann- inum sem grunaður er um að hafa nauðgað íslenskri konu um borð í íslenskum togara á síðasta ári. Áður hefur slík rannsókn gerið gerð á ís- landi og í Noregi og fengust misvís- andi niðurstöður. Ríkissaksóknari hefur beðið um að Hæstiréttur fresti dómi í málinu þar til niðurstaða að vestan er kom- in. Það gæti tekið nokkra mánuði. Lögmaður sjómannsins hefur mót- mælt þessu. Sjómaðurinn er í far- banni til 8. febrúar. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.