Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 JLlV
Á
áttunda áratugnum hafði skemmtanahald í húsinu verið í hápunkti um skeið og enginn var maður með mönnum nema hann færi í Klúbbinn.
Vélsmiðja, skemmtistaður og skrifstofuhús:
Heitar nætur í húsi kælikerfanna
- saga hússins sem reis að Kirkjuteigi 2, Klúbbinn, sögð í máli og myndum
Líklega nutu fáir skemmtistaðir
jafnmikilla vinsælda í Reykjavík á
áttunda áratugnum og gamli Klúbb-
urinn. Húsið var reist við Kirkju-
teig um miðjan sjötta áratuginn og
stóð þar og síðar við Borgartún,
eins og gatan hét seinna, allt þar til
árið 1992.
Sumir segja að hús eigi sér sál.
Óumdeilt er hins vegar að þau eiga
sér sögu og sum hver merkilegri en
önnur. Ef rótað er upp nokkrum ry-
kugum skjölum og þeir sem eru
orðnir gamlir og vitrir heimsóttir
þá kemur í ljós að Klúbburinn, eins
og húsið hét lengstum, er eitt þeirra
húsa. Kemur það reyndar á óvart
hve ólík starfsemi fór fram í húsinu
miðað við upphafleg áform manna.
Válsmiðja í upphafi
Þeir eru líklega ekki margir sem
vita að Klúbburinn eða húsið við
Kirkjuteig 2 var reist af Halldóri
Björgvin Frederiksen vélvirkja-
meistara árið 1955. Björgvin var
umfangsmikill athafnamaður í
Reykjavík á þessum tíma, meðal
annars frumkvöðull í byggingu
kælikerfa hér á landi, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og forseti
Landssambands iðnaðarmanna, svo
fátt eitt sé nefnt.
Hann hafði um árbil rekið eigin
verkstæði við Lindargötu og verið
með skemmur við Bústaðaveg þar
sem yfir hundrað manns, þegar
mest var, unnu við framleiðslu hans
á kælikerfum. Þetta var á tímum
innflutningshafta og heimaiðnaður
var í hávegum hafður. Innflutnings-
leyfi voru fágæt og því voru nær öll
kælikerfi sem tekin voru í notkun
hér á landi smíðuð hér heima til að
spara gjaldeyri og skapa atvinnu.
Að þvi kom að Björgvin hugði á
húsbyggingar þar sem framleiðsla
hans yrði öli undir einu þaki. Stór-
hýsi skyldi rísa við Kirkjuteig.
Lóðaúthlutunin átti sér stað árið
1953 og teikningarnar lágu fyrir.
Hafist var handa árið 1955 og
töldu menn víst að þarna væri frá-
bær byggingarlóð. Reyndin var önn-
ur og þegar byrjað var að grafa fyr-
ir grunninum, ofan í botninn þar
sem einu sinni var Fúlatjörn, reynd-
ist nauðsynlegt að grafa niður á fast
og varð grunnurinn því dýpri en
menn höfðu upphaflega ætlað. Því
var ákveðið að hafa kjallara undir
húsinu og þrjár hæðir risu ofan á
honum á tiltölulega skömmum
tíma.
Háskólinn og djammið
Björgvin flutti vélsmiðju sína,
Vélsmiðju Björgvins Fredriksen, í
húsið það ár. Fljótlega var þó ljóst
að.húsið var of stórt undir starfsem-
ina. Því varð úr að hann leigði Há-
skóla íslands tvær hæðir hússins
þar sem fram fóru rannsóknir á
byggingarefnum en sjálfur flutti
hann vélsmiðjuna í kjallarann.
Björgvin hætti allri starfsemi í hús-
inu árið 1962 þegar innflutningur
kælikerfa gekk af nýsmíðinni svo
gott sem dauðri. En Háskólinn var
með hluta af húsnæðinu á leigu allt
til ársins 1968.
Árið 1960 hófst veitingarekstur í
húsinu er stofnað var hlutafélagið
Klúbburinn. Að hlutafélaginu stóðu
meðal annars Ragnar Þórðarson en
Björgvin leigði hlutafélaginu hús-
næðið undir starfsemi sína án þess
að koma nokkurn tíma að rekstrin-
um sjálfur á neinn máta. Hlutaféiag-
ið fór í þrot árið 1967 en þá tóku
Bjarni Stefánsson og Hilmar Björg-
vinsson við veitingarekstri í húsinu
og fór hann fram á tveimur hæðum
og í kjallara. Þá skemmtu hljóm-
sveitir, eins og Haukur Morthens og
fleiri, þrjá daga vikunnar í húsinu,
föstudag, laugardag og sunnudag.
Árið 1968 hætti Björgvin öllum af-
skiptum af húsinu, seldi það Jóni
Ragnarssyni og fleirum. Eignarhald
Jóns á húsinu var hins vegar stutt
því Sigurbjörn Eiríksson keypti það
eftir nokkra mánuði. Bjarni og
Hilmar hættu hins vegar ekki veit-
ingarekstri í húsinu fyrr en i júní
1970. Þá tók Sigurbjörn við rekstrin-
um.
Geirfinnsmálið og diskó
Upp úr miðjum áttunda áratugn-
um varð breyting á skemmtana-
haldi landans og diskóið hélt inn-
reið sína. Áfram var þó lifandi tón-
Björgvin Frederiksen vélvirkjameistari reisti sér vélsmiðju við Kirkjuteig árið
1955.
Aðeins helmingur af því sem upphaflegar teikningar gerðu ráö fyrir var
byggður af húsinu.
Svo brann húsið í febrúar 1992.