Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Blaðsíða 43
J ./ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
51
Jón Baldvin Hannibalsson vill styrkja stöðu
sfna fyrir flokksþingið síðar á árinu og ná Jó-
hönnu aftur yfir í Alþýðuflokkinn.
Jóhanna Sigurðardóttir á ekki margra kosta
völ - Þjóðvaki er sökkvandi skip samkvæmt
skoðanakönnunum.
Ágúst Einarsson. „Hver vegur að heiman er
vegurinn heim.“
Sameining jafnaðarmanna enn einu sinni til umræðu:
Ekki samkomulag um hverja á að sameina
- Jón Baldvin að styrkja sig - Jóhanna að bjarga sér, segja alþýðubandalagsmenn
Þeir sem mest spá í hin pólitísku
spil halda því fram að þegar .Jón
Baídvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, lýsti því yfir i viðtali
við Alþýðublaðið í síðustu viku að
hann vildi taka upp samvinnu krata
og Þjóðvaka, með sameiningu í
huga, hafi hann ekki verið með
sameiningu jafnaðarmanna í huga.
Hann átti og ekki aðeins við þessa
tvo flokka. Þeir segja að Ágúst Ein-
arsson, þingmaður Þjóðvaka, og Jón
Baldvin hafl verið búnir að undir-
búa málið án samþykkis Jóhönnu
Sigurðardóttur, formanns Þjóðvaka.
Skipt um skoðun
Það sem styður þessa kenningu
eru fyrstu viðbrögð hennar við til-
boði Jóns Baldvins þegar loftmiðlar
ræddu við hana fyrrihluta dags þeg-
ar viðtalið birtist. Hún snerist önd-
verð við tillögu Jóns og fann henni
flest til foráttu. En um kvöldið hafði
hún skipt um skoðun. Þá taldi hún
hugmyndina athyglisverða. Á þess-
um tíma hafði Ágústi, og þeim sem
ákafast vilja sameiningu þessara
flokka, tekist að telja Jóhönnu hug-
hvarf. Þarna um kvöldið sagðist
hún hafa áhuga á að fá Alþýðu-
bandalagið inn í viðræðurnar. Þar
með var farið að ræða um samein-
ingu jafnaðarmanna.
Flokksþing
fram undan
Hvort sem þessi kenning er rétt
eða ekki hlýtur sú spurning að
vakna hvers vegna Jón Baldvin er
að bjóða deyjandi flokki, eins og
Þjóðvaki sýnist vera, samkvæmt
skoðanakönnunum, til sameiningar-
viðræðna. Þótt honum takist að fá
hina fjóra þingmenn Þjóðvaka inn í
þingflokk Alþýðuflokksins gerist
ekki neitt. Völd eða áhrif Alþýðu-
flokksins aukast ekkert við það á
þessu kjörtímabili, utan hvað hann
yrði stærsti þingflokkur stjórnar-
andstöðunnar. Að auki er þá Jó-
hanna aftur komin í hópinn hjá
Jóni Baldvin en hún hefur alltaf
verið honum óþægur ljár í þúfu í
pólitísku samstarfi.
Til að skilja þessa hugmynd Jóns
Baldvins verður að hugsa lengra. Á
þessu ári heldur Alþýðuflokkurinn
flokksþing. Jón Baldvin hefur sagt
að hann gefi kost á sér áfram sem
formaður flokksins. Hann veit líka
að margir flokksmenn vilja fá nýjan
formann og að honum er því sótt.
Með því að ná þingmönnum Þjóð-
vaka inn í þingflokk Alþýðuflokks-
ins styrkir hann stöðu sína nokkuð.
Hann getur þá sagt: „Jóhanna er
komin heim, ég sá um það.“ Takist
þetta hjá Jóni Baldvin vinnur hann
þann sigur innan flokksins að við
honum verður varla hróflað.
Sökkvandi skip
Ástæðurnar fyrir því að Ágúst
Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, fór
að vinna að sameiningu eru einkum
tvær. í fyrsta lagi sér hann þaö að
stofnun Þjóðvaka, sem stjómmála-
flokks, hefur mistekist. Hafi flokk-
urinn verið stofnaður til að sameina
jafnaðarmenn þá hefur þar ekkert
gerst. Skoðanakannanir undanfarið
hafa sýnt fylgishrun Þjóðvaka uns
nú er svo komið að fylgið mælist að-
eins 0,5 prósent. Það er síðasta skoð-
anakönnun DV sem sýnir þétta.
Ágúst sér því vel að það er engin
framtíð í Þjóðvaka. Hann er
sökkvandi skip.
Hin ástæðan er sú að Ágúst er
fyrst og fremst krati og líkar það
ekkert vel að vera kallaður eitthvað
annað í pólitík. Hann tekur undir
þegar sagt er: „Hver vegur að heim-
an er vegurinn heim.“
Enda þótt Jóhönnu sé þvert um
geð að fara að vinna aftur með Jóni
Baldvin á hún ekki marga mögu-
leika ef hún ætlar að halda áfram í
pólitík. Hún veit líka að ef á að ná
Alþýðubandalaginu inn í þessa sam-
einingu tekur það mun lengri tíma
ef á annað borð nokkur von er til
þess að það takist.
Þetta allt skýrir það hvers vegna
þau Jón Baldvin og Jóhanna Sigurð-
ardóttir em nú tilbúin að hefja sam-
einingarviðræður Alþýðuflokks og
Þjóðvaka. .
r
Ovíst með aðra
Ýmsir flokksmenn Þjóðvaka segj-
ast ekki munu fylgja Jóhönnu yfir í
Alþýðuflokkinn. Þeir vilja samein-
ingu allra jafnaðarmanna eða ekk-
ert. Ef Jóhanna og þeir kratar sem
fylgdu henni yfir í Þjóðvaka sam-
einast Alþýðuflokklmá fullvíst telja
að flestir þeir sem komu úr Alþýðu-
bandalaginu og Framsóknarflokkn-
um fari aftur heim. Jóhanna veit
þetta og þess vegna leggur hún svo
mikla áherslu á að viðræðurnar
snúist upp í sameiningu allra jafn-
aðarmanna. Þannig væri hægt að
halda hópnum saman.
Þá spyrja einhverjir hvort það sé
einhver akkur í þessum 0,5 prósent-
um sem enn styðja flokkinn. Sjálfs-
agt yrði fylgið eitthvað meira en
þetta í kosningum. Auk þess er sá
hópur sem enn starfar í Þjóðvaka
harðsnúið lið áhugamanna um
stjómmál sem kunna að vinna i
pólitík. Því er akkur að fá það til
liðs við aðra flokka.
Ágreiningur
Jóhanna Sigurðardóttir segir í
síðasta Þjóðvakablaði:
„Mér finnst rétt að verkin fari nú
að tala í þessu sameiningarmáli.
Mikilvægt er að flokkarnir sem opn-
ir eru fyrir þessu sameiningarferli,
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og
Þjóðvaki, hefji nú þegar viðræður
um þessi mál.“
Jón Baldvin segir aftur á móti,
aðspurður í Helgarpóstinum í gær
hvort þaö sé fýsilegur kostur að fá
Alþýðubandalagið inn í viðræðum-
ar eins og Jóhanna háldi fram.
„Ég á satt að segja ekki von á því
að þingflokkur Alþýðubandalagsins
sé á leið inn í sameinaðan þingflokk
okkar og hef ekki haft af því spurn-
Innlent fréttaljós
á laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson
ir. Ég hef hins vegar ekkert á móti
því að tala við forystumenn þar
milliliðalaust."
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, segir í viðtali við
DV í gær um þetta mál:
„Út af fyrir sig þykir mér það gott
ef þau Jóhanna og Jón Baldvin ætla
að tala saman. Það hins vegar samein-
ar ekki vinstrimenn í heild sinni held-
ur bara þau.“ Hann segir alþýðu-
bandalagsmenn hafa áhuga á að
tryggja heildarsamstöðu félagshyggju-
aflanna og að unnið verði að því.
í viðtali við Alþýðublaðið segir
Svavar um þetta sama mál að ef
mepn vilji samstarf byrji þeir ekki á
því að senda bónorðsbréf í fjölmiðl-
um.
„Þeir sem vilja ekki samstarf
nota hins vegar þá aðferð. Þannig
séö hefur hún reynst vel. En það er
ekki það sem við viljum, eða hvað?“
segir Svavar Gestsson.
Skiptar skoðanir
í Alþýðuflokki
Það kemur í ljós í viðtölum í Al-
þýðublaðinu í gær við áhrifamenn í
Alþýðuflokknum að þar er engin
samstaða um sameiningarmálin.
Valgerður Guðmundsdóttir, ritari
flokksins, segir að það muni ekki
gerast átakalaust. Hún segir að sér
finnist ekki að vinnan í flokknum
eigi að snúast um að sameinast öðr-
um flokkum, það sé beinlínis hættu-
legt.
Petrína Baldursdóttir, varaþing-
maður flokksins, segist ekkert yfir
sig hrifin vegna þess hve stutt er
liðið síðan flokkurinn gekk í gegn-
um hremmingar þegar Jóhanna
skildi við flokkinn.
Anna Margrét Guðmundsdóttir,
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, segir
sameiningu jafnaðarmanna löngu
tímabæra. Hún spyr aftur á móti
hvað hafi breyst í stefnu Alþýðu-
flokksins sem orsaki það að Þjóð-
vaki telji sig eiga samleið með
flokknum.
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi á Akureyri, segist ekki sjá
hvernig menn ætli að halda á spil-
unum I þessum efnum. Hann segist
ekki vilja sameiningu sem leiði til
þess að kratar fari að upplifa það
aftur sem gerðist á síðasta flokks-
þingi.
Þannig er ljóst að það er engin
þorragleði í Alþýðuflokknum með
þetta sameiningartal Alþýðuflokks
og Þjóðvaka. Einnig virðist ljóst að
það er ekki almenn gleði með sam-
einingartalið í Alþýðubandalaginu.
Sjálfsagt er hægt að sameina
þingflokka Alþýðuflokks og Þjóð-
vaka án mikilla erfiðleika eins og
ástandið er nú. Aftur á móti ber
flestum saman um að aldrei muni
takast að sameina jafnaðarmenn
eða félagshyggjuöflin í landinu ef
forystumenn stjórnmálaflokkanna
ætla að standa fyrir því. Það sé ekki
hægt að sameina félagshyggjuöflin i
landinu nema frumkvæðið komi úr
grasrótinni. Og ekkert slíkt er i aug-
sýn, eða hvað?
Blindhæð (Blind Side). Spennumynd meö
Rutger Hauer, Ron Silver og Rebeccu De
Morney. í kvöld kl. 22:45
„Heiti potturinn"
þann 25. janúar 1996 að fjárhæð
9.226.210 kr.
kom á miða nr. 41321 t
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings